Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.10.2009 | 14:29
Skýrslu rannsóknarnefndar seinkað
Seinkun á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru nokkur vonbrigði. Ég tel að margir hafi beðið spenntir eftir uppgjörinu um næstu mánaðarmót og séð þá dagsetningu sem ljóstýru í því mikla myrkri sem er yfir íslensku samfélagi um þessar mundir. Fjölmargir binda miklar vonir við skýrsluna og niðurstöðu í rannsókn saksóknarans sem þáttaskil í þessu máli.
Eftir heilt ár frá hruninu hefur lítið breyst. Upprifjun á atburðarás októberdaganna fyrir hrunið 2008 í þætti Þóru Arnórsdóttur kallar enn frekar fram þá tilfinningu að við séum í algjöru tómi, ekkert hafi gerst. Enda er engu líkara en við séum komin í kvikmyndina Groundhog Day með Bill Murray þar sem hann upplifir sama daginn aftur og aftur.
Vonandi er þessi seinkun ekki merki um annað en nefndin þurfi meiri tíma. Seinkunin gerir að verkum að biðin verður enn lengri og væntingarnar verða enn meiri. Vonandi verður þessi bið einhvers virði. Þjóðin þarf á uppgjörinu mikla að halda.
![]() |
Rannsóknarskýrslu seinkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2009 | 23:57
Sótt að landsbyggðinni
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa að mörgu leyti sérstaklega slæmar afleiðingar fyrir fólk á landsbyggðinni. Greinilega á að láta niðurskurðarhnífinn ganga þar alveg miskunnarlaust. Ekki er þessi ríkisstjórn heldur að tala upp nýjar framkvæmdir sem skipta lykilmáli til að rífa okkur upp úr lægðinni.
Þar er ekki horft til framtíðar... heldur mun frekar fortíðar... reyna að rífa niður frekar en byggja upp. Það er sorgleg framtíðarsýn.
![]() |
Telja vegið að landsbyggðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2009 | 18:09
Á að halda bréfum forsetans leyndum í 30 ár?
Í dag heyrði ég að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vilji halda leynd á bréfum sem hann skrifaði erlendum þjóðhöfðingjum til að tala máli útrásarvíkinganna í heil 30 ár. Er þetta rétt? Heldur maðurinn virkilega að það verði hægt að gleyma því að forseti Íslands hafi verið í bréfaskriftum til að skjalla útrásarvíkingana og reyna að fá aðra til að taka þátt í ómerkilegri maskínu þeirra?
Af hverju þarf að fela þessi bréfaskipti í þrjá áratugi? Hvað er þarna sem þarf að fela? Á borðið með þetta allt saman! Þetta á að birta, sem allra fyrst.
![]() |
49 mál í rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2009 | 20:04
Góð vísbending - áhættan enn til staðar
Samkomulag um uppgjör á eignum og skuldum Landsbankans er góðs viti hvað varðar Icesave-málið og gefur góða vísbendingu um framtíðina, þó vissulega sé ljóst að áhættan sé enn til staðar í þessu stóra máli. Í þessu máli eru enn miklar efasemdir um hvað verður og áhættan af matinu enn nokkur sé litið til framtíðar.
Því ber að fagna að meiri vissa sé um stöðuna, því verður ekki neitað. Icesave-málið hefur verið sem mara yfir íslensku samfélagi. Vonandi fara örlög þess máls að ráðast. Þau sliga stjórnarsamstarfið og hafa haft mikil áhrif á íslensku þjóðina.
En framtíðin er óljóst. Þetta mat gefur væntingar en jafnframt má öllum vera ljóst að óvissan um framtíðina er til staðar. Áhættan er öllum ljós.
![]() |
90% upp í forgangskröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2009 | 14:36
Ábyrgðin mikla
Auðvitað er það líka rétt að ríkisábyrgðin varð ekki endanleg fyrr en þingið skrifaði upp á hana. Svo má auðvitað deila um það hvort við áttum að taka á okkur þessar skuldbindingar eða viðurkenna að skuldir óreiðumanna hafi verið þjóðarskuldir. Slíkt voru mikil mistök, ég er viss um að dómur sögunnar verður þungur yfir þeim þingmönnum sem samþykktu slíkt.
Hitt er svo annað mál að Sigurjón ber mikla ábyrgð - ég er viss um að hann mun þurfa að axla hana fljótlega.
![]() |
Sigurjón: Ekki ríkisábyrgð á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2009 | 00:16
Jóhanna kallaði eftir staðfestingu á fyrra svari
Eðlilegt var að fara og kanna þennan valkost alla leið, enda borist meldingar um að það væri glufa í þessu ferli. En enn augljósara er hver afstaða norrænu vinaþjóðanna er til Íslands... þar er í besta falli vilji til að Ísland beygi sig undir vald stóru ríkjanna og taki á sig þungar byrðar en hreint út sagt er þetta meðvirkni með handrukkaranum.
![]() |
Kallaði á neikvæð viðbrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2009 | 00:10
Jóhanna birtir loks tölvupóstana
En það er reyndar fyrir löngu ljóst að Samfylkingin hefur tekið þá afstöðu að semja við Breta og Hollendinga, breyta fyrirvörunum sem voru lögfestir og sætta okkur við það sem rétt er að Íslendingum. Tónninn er markaður af undirgefni.
![]() |
Birtir bréf Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2009 | 19:14
Ætlar Jóhanna ekki að birta tölvupóstinn?
Ekki er eftir neinu að bíða... nú þegar líður á daginn er eðlilegt að spurt sé hvort þetta verði ekki birt í dag. Hvers vegna þarf að fabúlera um tölvupóst sem auðvelt er að birta svo allir viti hvað kom þar fram?
![]() |
Mun ekki biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2009 | 15:52
Lagðist Jóhanna gegn norskri lánveitingu?
Jóhanna hlýtur að leggja spilin á borðið ef allt er í lagi.
![]() |
Jóhanna beitti sér gegn láninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2009 | 00:57
Mun Jóhanna ekki birta tölvupóstinn til Noregs?
Þá er norska nei-ið staðreynd. Þetta var svosem orðið augljóst, enda hafði Kristin Halvorsen ekkert gert fyrir Steingrím J. né höfðu norskir kratar viljað leggja okkur lið. Mér finnst eðlilegt að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, birti samt tölvupóstinn sem hún sendi til flokksbróður síns í Noregi, Jens Stoltenberg.
Hvernig er svona orðað.... hvernig bar Jóhanna erindið upp og hvernig var svar forsætisráðherrans. Ágætt fyrir okkur að sjá orðalagið... sérstaklega hvernig erindið var borið upp... enda ekkert smámál.
Hvernig er það annars... er þetta ekki í fyrsta skipti sem sagt er frá því í fjölmiðlum að íslenski forsætisráðherrann hafi haft bein samskipti við aðra en ráðherra sína og starfsmenn ráðuneytisins?
![]() |
Hærra lán ekki í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |