Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.9.2009 | 10:46
Davíð Oddsson mætir til Sölva
Sölvi hefur blómstrað eftir að hann var rekinn af Stöð 2 fyrir tæpu ári.... þegar Ísland í dag var Séðogheyrt-vætt. Þættir hans á Skjá einum hafa vakið mikla athygli og ekki óeðlilegt að Davíð mæti til hans, enda fór hann þar í mjög gott viðtal í sumar vegna Icesave-málsins.
Davíð á SkjáEinum í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009 | 00:44
Hallærisleg ályktun hjá Blaðamannafélaginu
Þorsteinn Pálsson var umdeildur stjórnmálamaður - honum mistókst að halda utan um þriggja flokka stjórn á sínum tíma og sprengdi hana með vandræðalegum vinnubrögðum. Ólafur Þ. Þórðarson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði forsætisráðherraferil hans reyndar dýrasta stjórnunarnámskeið Íslandssögunnar þá... en það er nú önnur saga.
Mér finnst það aumt að formaður Blaðamannafélagsins misnoti aðstöðu sína daginn sem hún er rekin og beiti félaginu fyrir sig með pólitískri ályktun. Af hverju var ekki ályktað svona vegna ritstjóraskipta á öðrum miðlum á síðustu árum, þegar ritstjórar komu og fóru vegna þess að eigendurnir settu þá af og völdu aðra í staðinn?
Er kannski ekki alveg sama hver á í hlut og hvern á að gagnrýna. Sumir hafa gleymt að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var ritstjóri DV meðfram þingmennsku fyrir áratug... ekki var talað um það. BÍ er ekki samkvæmt sjálfum sér frekar en formaðurinn.
Harmar uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2009 | 18:10
Endurkoma Davíðs Oddssonar
Endurkoma Davíðs Oddssonar í eldlínu þjóðmálaumræðunnar eru mikil tíðindi. Morgunblaðið verður í eldlínunni með hann á frontinum - blað sem þorir að hafa skoðanir og lætur í sér heyra. Ekki er við öðru að búast en leiðaraskrif og Reykjavíkurbréfið verði lesið með meiri áhuga en áður. Þeir sem þekkja Davíð vita að hann þorir að hafa skoðanir og lætur óhikað í sér heyra.
Davíð hefur nú fengið eitt besta skriftarpláss í landinu.... eðlilegt að þar verði talað afdráttarlaust og ákveðið. Þetta eru þannig tímar að við þurfum að tala tæpitungulaust. Fáum hefur tekist að vekja meiri viðbrögð í samfélaginu á undanförnum áratugum en Davíð Oddsson. Engin lognmolla hefur verið um hann og ekki við því að búast þegar hann fer að skrifa úr Hádegismóum.
Það hefur alltaf verið erfitt fyrir suma að sætta sig við að Davíð Oddsson hefur málfrelsi eins og ég og þú - svo og allir aðrir í þessu landi. Þegar hann var í stjórnmálum gat hann stuðað andstæðinga sína svo mjög að þeir alveg umpóluðust og urðu rauðir af illsku. Þetta er náðargáfa og Davíð hefur hana enn.
Nú verður líf og fjör. Það er af hinu góða.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009 | 12:50
Davíð og Haraldur ritstjórar Morgunblaðsins
Með þessum tilfærslum fylgja miklar uppsagnir. Þar fjúka margir af reyndustu starfsmönnum Morgunblaðsins í bland við þá sem hafa verið um skemmri tíma. Þetta eru umfangsmestu uppstokkanir á íslensku dagblaði árum saman. Það er greinilega verið að búa til nýtt blað í Hádegismóum með nýjum formerkjum.
Uppsagnir hjá Árvakri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009 | 00:29
Hafði Indriði trúnaðargögn fyrir allra augum?
Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, þarf að skýra frá því hvort það sé rétt að hann hafi skrifað trúnaðarskjal um viðbrögð Breta og Hollendinga við Icesave á fartölvu í flugvél Icelandair. Bergur Ólafsson, háskólanemi í Osló, á hrós skilið fyrir að segja frá þessu á bloggi sínu. Skrif hans hafa vakið verðskuldaða athygli.
Bergur gerir gott betur en segja frá þessu, hann birtir mynd af Indriða að skrifa og hann mun eiga myndband ennfremur af þessu. Indriði þarf því að skýra sitt mál. Eðlilegt er að hann tjái sig um það hvort hann sem nánasti trúnaðarmaður eins valdamesta stjórnmálamanns landsins sé að vinna trúnaðargögn fyrir framan fjölda fólks í flugvél.
Eins og flestir muna sakaði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stjórnarandstöðuna í síðustu viku um að hafa lekið upplýsingum, eftir að svokölluð óformleg viðbrögð Breta og Hollendinga voru kynnt, sem um átti að ríkja trúnaður. Sé þetta rétt vissu flugfarþegar í kringum Indriða öll smáatriði málsins.
Indriði þarf að tjá sig. Sé frásögnin rétt, sem eðlilegt er að taka fullt mark á, þurfa leiðtogar stjórnarflokkanna að svara því hvort einhver trúnaður hafi verið um viðbrögð landanna, eða hvernig meðferð trúnaðarupplýsinga innan ríkisstjórnarinnar sé almennt háttað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2009 | 15:56
Forseti án jarðsambands
Ólafur Ragnar Grímsson hefur endanlega spilað rassinn úr buxunum með því að fullyrða sisvona að íslensku bankarnir hafi starfað samkvæmt reglum. Hvernig getur hann fullyrt þetta? Hverjar eru forsendur hans?
Er maðurinn orðinn galinn? Eða er hann bara að standa undir nafni sem guðfaðir hinnar misheppnuðu útrásar sem hefur sett Íslendinga á kaldan klaka í orðsins fyllstu merkingu?
Er ekki kominn tími til að þetta einsprósenta sameiningartákn.... sameiningartákn útrásarvíkinganna.... segi af sér?
Hann er algjörlega án jarðsambands.
Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2009 | 01:40
Sofandi ríkisstjórn á vaktinni
Augljóst hefur verið að undanförnu að Bretar og Hollendingar hafa stýrt nær algjörlega vinnuferli IMF hvað varðar Ísland - alvarlegt mál er að tvær þjóðir geti ráðskast með samskipti IMF við annað land með beinum eða óbeinum hætti. Íslenska ríkisstjórnin hefur sætt sig við þetta verklag og lítið sem ekkert tekið á þeim málum... sætt sig við endalaust hik í samskiptum Íslands við IMF.
Af hverju hefur ríkisstjórnin ekki óskað eftir því að Dominique Strauss-Kahn komi til Íslands og tali við íslensk stjórnvöld? Af hverju talar hann ekki beint við Íslendinga? Þessi samskipti eða samskiptaleysi eru fyrir löngu orðin vandræðaleg og til mikilla vansa. Fáir búast við að Össur breyti einhverju í þeim efnum á einhverjum settlegum fundi, haldinn fyrir kurteisissakir.
Annars bar það til tíðinda í dag að vinstristjórnin skipaði ráðherranefnd með Jóhönnu, Steingrím og Gylfa innanborðs sem á að hafa eftirlit með framkvæmd efnahagsstefnunnar í samráði við aðra ráðherra, sjá um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og alveg sérstaklega hyggja að framtíðaráformum í peningamálum.
Er þetta lið gjörsamlega úr sambandi? Af hverju er þetta fyrst gert núna.... í september? Þessi ríkisstjórn hefur setið í tæpa átta mánuði. Ekki eru þetta traustvekjandi vinnubrögð.
Ekki er svosem betra samskiptaleysi stjórnvalda við fjölmiðla sem tjáði sig aðeins í fáum stikkorðum í dag... lét pressuna bíða eftir sér í allan dag án þess að hafa eitthvað nýtt að segja.
Eina sem kom var að eitthvað ætti að gera fyrir heimilin í landinu fyrir áramót... já áramót en ekki mánaðarmót.
Á þetta að verða skemmtilegt kapphlaup fyrir þá sem þrauka þangað til stjórnin verður ársgömul?
Átti fund með Strauss-Kahn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2009 | 18:13
Ráðleysi Jóhönnu - unnið til áramóta
Ráðaleysið á einum bæ....
Lausn í Icesave í sjónmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2009 | 13:46
Vinstrimenn funda á Hilton-hótelinu
En ekki er hægt annað en dást að endalausri seinheppni þeirra sem ráða för í íslenskum stjórnmálum.
Sameiginlegur þingflokksfundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2009 | 20:52
Davíð Oddsson verður ritstjóri Morgunblaðsins
Auk þess þarf varla að undrast að nýir eigendur hafi leitað til Davíðs - bæði er hann traustur og leiftrandi penni. Hann lumar á ýmsum leyndarmálum sem eflaust munu síast út í blaðið á næstunni.
Þetta eru góðar fréttir fyrir dagblaðalesendur... búast má við líflegum leiðaraskrifum í Morgunblaðinu á næstunni og væntanlega verður engin lognmolla yfir þjóðmálaumræðunni.
Þegar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, varð ritstjóri Fréttablaðsins var mikið talað um að þungi leiðaraskrifanna og vigt þeirra hefði aukist til muna.
Ekki þarf að efast um það þegar Davíð Oddsson fer að skrifa úr ritstjórastóli í Hádegismóum.
Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |