Færsluflokkur: Tónlist

Oasis heiðruð

Oasis

Jæja, þá á að fara að heiðra Oasis á næstu Brit-verðlaunum. Kemur ekki á óvart, enda ein besta hljómsveit Breta síðustu áratugina. Man vel þegar að hún varð fyrst fræg að ráði fyrir rúmum áratug. Þá voru fylkingar okkar Íslendinga, jafnt og Breta, í hvort að við fíluðum Oasis eða Blur. Svona svipað og áratug enn þar áður þegar að bitist var um hvor væri flottari Duran Duran eða Wham. Vilja þeir sem fíluðu Wham þá enn merkja sig því klístraða bandi? Ég var alltaf Oasis-maður, þoldi enda aldrei Blur í hreinskilni sagt. Oasis á mörg flott lög, ætli Don´t Look Back in Anger og Wonderwall standi ekki efst í mínum huga. Eðalband.


mbl.is Oasis verðlaunuð fyrir framúrskarandi árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband