Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Flugi Hannesar lokið - nýjir tímar hjá FL Group

Jón Sigurðsson Tveggja ára stormasömum forstjóraferli Hannesar Smárasonar hjá FL Group er nú lokið með frekar kuldalegum hætti fyrir þennan lykilmann útrásarinnar sem varð einn helsti spútnikk maður íslensks viðskiptalífs og áberandi fyrir að fljúga hátt á vængjum fjárfestinga flugbransans. Í forstjórastólinn í staðinn kemur ungur og geðfelldur maður, Jón Sigurðsson, og tekur við stjórnartaumunum hjá þessu stóra fyrirtæki, sem varð að lokum of stór biti fyrir Hannes Smárason.

Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig nýr forstjóri tekst að spila úr hlutverki sínu, komandi úr skugga hins litríka Hannesar. Það hefur verið áhugavert fyrir áhættufíkla viðskiptalífsins að fylgjast með Hannesi, eftir að hann skipaði sig forstjóra í kjölfar þess að Ragnhildur Geirsdóttir var sett af vegna átaka við Hannes fyrir rúmum tveim árum. Það voru umdeildar breytingar, en aðeins örfáum mánuðum áður hafði þessi fyrsti kvenforstjóri íslenska flugbransans verið kynnt til sögunnar er Sigurður yngri Helgason settist í helgan stein.

Flestir muna stóru spurningu síðasta áramótaskaups; "Af hverju ert þú ekki eins og Hannes Smárason?". Það var bæði spurt af kaldhæðni og alvöru. Hannes var einn spútnikk manna ársins 2006 og virtust allir vegir færir í bransanum, var lykilmaður í bissnessnum. Innan við ári síðar hefur Hannes verið settur til hliðar af Baugsmönnum og er orðinn óbreyttur stjórnarmaður undir verndarvæng Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Napurt hlutskipti fyrir mann sem fjárfesti mikið og lifði hátt í bransanum uns allt hneig til viðar og digrir sjóðir pappírspeninga urðu að sífellt hnignandi og morknum pappír á niðurleið.

Það verður sannarlega áhugavert að sjá hvert leið hans liggur nú eftir þessi vistaskipti og val á nýjum og ungum forstjóra sem boðar nýja tíma á flugvakt Baugs hjá FL Group.

mbl.is Forstjóraskipti hjá FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband