Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Baugur selur - rofið á tengslin við Ísland?

Jón Ásgeir og Jóhannes

Það eru stórmerkileg tíðindi að Baugur hafi ákveðið að selja hlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækjum. Vissulega eru kaupendur tengdir Baugi en í þessu felst einkum að Baugur er að rjúfa að mestu helstu tengsl móðurfyrirtækisins við landið. Ætli að þar ráði ekki mestu að ímynd landsins hafi neikvæð áhrif á mikilvægum mörkuðum.

Baugur hefur með fjölmiðlarekstri sínum haft víðtæk áhrif og mun eflaust hafa það áfram undir niðri, þó breytt sé nafni eigenda og það séu einhverjar breytingar. Ramminn utan um þetta verður sá hinn sami. Í þessum efnum er þó helst spurt um hvort Baugur sé í raun ekki að horfa út fyrir niðursveifluna með því að sækja í aðrar áttir og hafa fókusinn í aðrar áttir.

Áhugavert verður að sjá hversu miklar breytingar verði á þessum fyrirtækjum sem voru í eigu Baugs og undir forystu lykilmanna þeirra eftir þetta, en væntanlega er um að ræða aðeins inn og út um gluggann viðskipti þar sem reynt er að hafa viss áhrif á stöðuna með eigendabreytingum innan sama hópsins.


mbl.is Baugur selur fjölmiðla- og fjármálafélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðsta markmiðið að setja Ísland á hausinn

Allir vita að viðskiptaheimurinn er algjörlega vægðarlaus og fátt heilagt í þeim bransa. Samt er svolítið sérstakt að sjá einhvern gorta sig beinlínis af því að ætla að setja Ísland á hausinn með því að veikja krónuna og undirstöður íslensks viðskiptalífs og leggja svo til atlögu við veikburða efnahagslíf. Þetta hljómar sem óraunveruleikasaga en ummælin eru mjög raunveruleg.

Ekki vantar að bissness-mönnum nútímans er fátt heilagt og myndu jafnvel selja ömmu sína ef þeir högnuðust á því. Það er svolítið spes að til sé fólk sem er svo umhugað um að leggja allt í rúst hér, bara til að þóknast eigin hagsmunum og gorta sig af því. Það væri leitt ef þessum mönnum tækist ætlunarverk sitt, en þarna er komin ágætis skýring á því hversu bissnessinn er kaldur.


mbl.is Vildi gera Ísland gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing sver af sér að veikja krónuna

Kaupþing Yfirlýsing Kaupþings, þar sem bankinn sver af sér að vera að veikja íslensku krónuna, er mjög merkileg í sjálfu sér. Sögusagnir um hvort og þá hverjir séu að veikja krónuna hafa vakið athygli eftir eldmessu Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, á ársfundi bankans fyrir helgina.

Þá sem fyrr talaði Davíð í fyrirsögnum og var ekki beint að spara stóru orðin - talaði meira að segja um að skipa rannsóknarnefnd til að finna út hið sanna í málinu - hver stæði að þessum glæp í hans augum. Eflaust er mikilvægt að rekja hvort að einhver og þá hver veiki krónuna með ráðnum hug. Það er sjálfsagt að taka þá umræðu.

Kaupþing virðist ekki vilja sitja þegjandi undir slíku. En mér finnst samt þessi yfirlýsing frekar sérstök, kannski svarar þetta grunsemdum einhverra en fær aðra til að hugsa meira um þær. Það vill vissulega enginn fá þann stimpil á sig að vera að veikja gjaldmiðilinn, það er ekki gott vörumerki á næstunni eða pr-vænt að neinu leyti. Mér finnst eðlilegt hjá Davíð að tala um þetta og því ekki, ekkert að því að seðlabankastjórar tali mannamál í tyllidagaræðum.

Grunsemdir um að einhverjir aðilar séu að leika sér með gjaldmiðilinn eru slæmar. Ekkert að því að fá úr því skorið. Það er eðlilegt að sú umræða fari fram og mér finnst Davíð gera gott að tala mannamál í þessum efnum en ekkert hálfkák. Það ætti ekki að vera vandamál fyrir bankana að taka þessa umræðu hafi þeir ekkert að fela.

Ef það er rétt að íslensku bankarnir séu að leika sér að krónunni í takt við þennan orðróm er það auðvitað til skammar. Því er gott að Kaupþing sendi út frá sér afgerandi yfirlýsingu, sem vonandi er rétt.

mbl.is Kaupþing vísar orðrómi á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrvalsvísitalan aldrei hækkað meira á einum degi

Kauphöllin Það eru jákvæðar og góðar fregnir að úrvalsvísitalan hafi í dag aldrei hækkað meira á einum degi í sögu Kauphallarinnar. Þetta er ljós í því myrkri sem hefur verið í íslensku efnahagslífi og vonandi munu hlutabréfin halda áfram að hækka og krónan að styrkjast. Þetta eru gleðitíðindi eftir þann rússibana sem var fyrir páskana í Kauphöllinni.

Það var á við að horfa á æsispennandi hasarmynd að fylgjast með fréttunum úr Kauphöllinni fyrir páskana þar sem allt var á hverfanda hveli og allt í frjálsu falli. Ákvörðun Seðlabankans hefur haft góðar afleiðingar og tekið á mesta vandanum. Hvort að það er tímabundið eður ei verður að ráðast, en þetta voru klárlega hárréttar aðgerðir á mikilvægum tímapunkti.

En spurt er að leikslokum í þessari rússibanastemmningu í Kauphöllinni. Verður áhugavert að sjá hvernig morgundagurinn verður á markaðsvellinum.

mbl.is Met sett í Kauphöll Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússibanastemmning í Kauphöllinni

Kauphöllin Úff, það hefur verið á við að fylgjast með æsispennandi hasarmynd að fylgjast með fréttunum úr Kauphöllinni. Þvílík rússibanastemmning sem hefur verið yfir á markaði dagsins í dag. Það er eins gott að þeir sem þar eru staddir og fylgjast með séu áhættufíklar.

Þessi staða er auðvitað svakaleg. Við höfum enga stjórn yfir málum og sviptingarnar eru mjög miklar. Það er eins gott að páskafríið er að hefjast og fólk geti tónað sig niður yfir þessum áhyggjum.

En spurt er að leikslokum í þessari rússibanastemmningu, sem getur orðið hálfgerð rússnesk rúlletta ef fram heldur sem horfir.

mbl.is Miklar sveiflur í kauphöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengi krónunnar fellur mjög hratt

Krónan Þetta er svartur dagur fyrir íslensku krónuna. Gengi hennar hefur hrunið á nokkrum klukkutímum og aldrei fyrr tekið aðra eins dýfu. Þetta þarf varla að koma að óvörum enda hefur hún tekið mikla sveiflu síðustu dagana og er nú komið í algjört óefni með krónuna. Það er alveg ljóst að ástandið með krónuna er orðið viðsjárvert og spurt hvað stjórnvöld muni gera í þessari stöðu.

Þeim fer nú ört fækkandi þeim sem verja krónuna í þessum ólgusjó og greinilegt að flestir eru hugsi um hvað eigi að gera. Staðan á þessum morgni er einfaldlega það dökkt að komið er að því að umræðan um þessi mál sé tekin heiðarlega og afgerandi í stað hálfkáks. Sá myndklippu af Geir Haarde, forsætisráðherra, þar sem hann var að tala um stöðuna hérna heima í viðtali á CNN. Mér fannst umræðan þar svolítið sérstök og einkennast frekar af draumsýn en veruleika.

Þessi veruleiki er það alvarlegur að það verður að horfa á hlutina með öðrum hætti en áður. Þessi mikla dýfa er eitthvað sem við höfum ekki séð árum eða áratugum saman og það verður að bregðast við þessu ástandi. Það er eins gott að maður á ekki mikið af hlutabréfum í þessu hruni, segi ekki annað.

mbl.is Krónan í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gates fellur af stalli - ríkidæmi Björgólfsfeðga

Warren BuffetÞað eru mikil tíðindi að auðjöfurinn Bill Gates sé fallinn af stallinum sem ríkasti maður heims, en ég held að það sé rétt munað hjá mér að Gates hafi drottnað efstur á honum síðan 1993 allavega, eða eitthvað þar um bil hið minnsta, 13-14 ár. Warren Buffet er nú orðinn voldugri en tölvurisinn mikli sem hefur verið umtalaður sem sá ríkasti.

Ríkidæmi Björgólfs Thors Björgólfssonar er það mikið að hann kemst ofarlega á listann. Eru þeir feðgarnir báðir á listanum en þó neðar en í fyrra; Björgólfur Thor er í 307. sæti en var í því 249. síðast og faðirinn í því 1014. en var í 799. sæti síðast. Eignir Björgólfs Thors eru metnar á 3,5 milljarða dollara, rétt eins og í fyrra, en Björgólfs eldri á 1,1 milljarða dollara, en það var 1,2 milljarðar fyrir ári.

Þó þeir hafi lækkað á listanum er það mikið ríkidæmi og Thorsættin er enn mjög áberandi heldur betur. Björgólfur Thor varð fyrsti Íslendingurinn sem komst á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heimsins. Veldi Björgólfsfeðga er eins og flestir vita upprunnið úr gosdrykkja- og bjórverksmiðjum í Rússlandi. Það var mjög merkilegur þáttur af Sjálfstæðu fólki þegar að Jón Ársæll fylgdi Ólafi Ragnari í heimsókn til Rússlands þar sem hann var að mæra bransa Björgólfsfeðga.

Hefði fáum órað fyrir slíkum hóli við upphaf Hafskipsmálsins að Ólafur Ragnar myndi mæra þá feðga. En svona er nú heimurinn oft kaldhæðinn. En já, það er semsagt lexían að ríkidæmi Björgólfsfeðga og Gates minnkar frá síðasta ári samkvæmt Forbes-listanum - þó heldur mikill munur sé á þeim breytingum.


mbl.is Warren Buffet ríkastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sverfir að hjá starfsfólki fjármálafyrirtækjanna

Bankarnir Það er greinilegt að það er ekki traustast í dag að starfa í fjármálafyrirtækjunum. Sú svarta tíð sem ríkir á fjármálamarkaði í dag leiðir af sér að það er ótryggt um stöðu mála og það hefur blasað við vikum saman að það komi til uppsagna og uppstokkunar í þeim geira. Það er alltaf kuldalegt að vera í þeim bransa sem er á niðurleið og vita að það á að stokka upp - það vill enginn verða fyrir þeim niðurskurði.

Var fyrir nokkrum dögum á fundi með forstjóra í fjármálafyrirtæki sem skipti starfsmönnum í þrjá hópa; þann fyrsta sem væri eðalstarfsfólkið á vinnustaðnum, öðrum í miðlungshóp sem stæði sig ágætlega en væri að fljóta í og með á afrekum fyrsta hópsins og svo þeim þriðja sem væri sísta starfsfólkið sem væri að fljóta á því góða frá báðum efri hópunum. Það er eflaust svo að það kemur fyrst niður á lægri hópum þeirrar greiningar þegar að sverfir að. Haldið er í toppfólkið en hinir mæta afgangi og eru fyrst skornir niður. Þá reynir virkilega á góðu verkin í fyrirtækinu og hverjir standa sig.

Það var farið með uppsagnirnar í bönkunum, sem voru hafnar fyrir misseri síðan hálfpartinn sem mannsmorð. Mörgum uppsögnum var lokið með starfslokasamningum svo að lítið var rætt um uppstokkanir. Öðrum er boðið að taka á sig lægri laun og þeir ganga svo út. Fyrir suma verður uppsögnin og uppstokkun á vinnustaðnum skiljanlega mjög erfið, enda er kuldalegt fyrir alla að vera sagt upp í svona tíðarfari.

En í öllum breytingum felast viss tækifæri. Vonandi er hið fornkveðna rétt að góðu fólki séu allir vegir færir, meira að segja í kuldatíð.

mbl.is Leita að nýrri vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytingar hjá Icelandair

Björgólfur Jóhannsson Þá hefur loks verið tilkynnt um breytingarnar hjá Icelandair. Jóni Karli verið sparkað og Björgólfur Jóhannsson verið ráðinn forstjóri. Þó að heitt hafi verið undir Jóni Karli um nokkuð skeið komu tíðindin um uppsögn hans nokkuð óvænt í gær. Hann var þó mjög vandræðalegur í haust þegar að hans var hvergi getið í skipuriti og eiginlega mátti gefa sér þá að breytingar yrðu fyrr en síðar. Samt er þetta frekar kuldaleg uppsögn og til marks um nýja tíma hjá fyrirtækinu.

Það eru stórtíðindi, eins og ég benti á í gær, að Björgólfur fari í flugbransann. Hann hefur verið forystumaður í sjávarútveginum um langt árabil og varð eftirmaður Kristjáns Ragnarssonar sem formaður LÍÚ. Í þessum hrókeringum felast þó fleiri tíðindi, enda er greinilegt að splitta á forstjórastarfinu í tvo verkefni; annarsvegar að stýra móðurfélaginu og hinsvegar dótturfyrirtækinu sem heldur utan um flugið. Enda hljómaði það mjög spes að Björgólfur ætti að verða yfirmaður í flughlutanum.

Björgólfur hefur mikla alþjóðlega rekstrar- og stjórnunarreynslu og kemur valið honum því ekki að óvörum þó að hann hafi verið yfirmaður í öðrum geira. Hann hefur verið í sjávarútveginum síðan að hann byrjaði hjá ÚA fyrir um tveim áratugum. Það verður áhugavert að fylgjast með Icelandair undir leiðsögn Björgólfs.

mbl.is Tilkynnt um starfslok Jóns Karls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóni Karli sparkað frá Icelandair

Jón Karl Helgason Það er ekki hægt að segja annað en að Jón Karl Ólafsson fái kuldalegan reisupassa hjá Icelandair, eftir margra ára forystustörf í flugbransanum og hafa verið yfirmaður Icelandair eftir að Sigurður Helgason hætti fyrir nokkrum árum, en hann var auðvitað áður hjá Flugfélagi Íslands. Finnst samt enn merkilegri tíðindi að Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍU, sé að fara yfir í flugbransann og eigi að taka við forstjórastöðunni; ætli að yfirgefa sjávarútveginn.

Grenvíkingurinn Björgólfur er sannarlega með mikla reynslu á þeim vettvangi, enda áður verið í forystustörfum fyrir Samherja, Síldarvinnsluna og var auðvitað einn af síðustu framkvæmdastjórum Útgerðarfélags Akureyringa í þeirri gömlu mynd sem við Akureyringar munum eftir. Það væri fróðlegt að vita hvernig andstæðingum kvótakerfisins líki þessar tilfærslur og hvort þeir fari að fljúga bara hjá Iceland Express eftir þetta.

Björgólfur er mjög traustur maður í forystu fyrirtækja og er reynslubolti. Það verður áhugavert að sjá hvernig honum gangi í flugbransanum. Óska honum góðs gengis þar.

mbl.is Jón Karl að hætta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband