Jóni Karli sparkað frá Icelandair

Jón Karl Helgason Það er ekki hægt að segja annað en að Jón Karl Ólafsson fái kuldalegan reisupassa hjá Icelandair, eftir margra ára forystustörf í flugbransanum og hafa verið yfirmaður Icelandair eftir að Sigurður Helgason hætti fyrir nokkrum árum, en hann var auðvitað áður hjá Flugfélagi Íslands. Finnst samt enn merkilegri tíðindi að Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍU, sé að fara yfir í flugbransann og eigi að taka við forstjórastöðunni; ætli að yfirgefa sjávarútveginn.

Grenvíkingurinn Björgólfur er sannarlega með mikla reynslu á þeim vettvangi, enda áður verið í forystustörfum fyrir Samherja, Síldarvinnsluna og var auðvitað einn af síðustu framkvæmdastjórum Útgerðarfélags Akureyringa í þeirri gömlu mynd sem við Akureyringar munum eftir. Það væri fróðlegt að vita hvernig andstæðingum kvótakerfisins líki þessar tilfærslur og hvort þeir fari að fljúga bara hjá Iceland Express eftir þetta.

Björgólfur er mjög traustur maður í forystu fyrirtækja og er reynslubolti. Það verður áhugavert að sjá hvernig honum gangi í flugbransanum. Óska honum góðs gengis þar.

mbl.is Jón Karl að hætta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Já það setur að mér hroll við þessi tíðindi.

Vilhelmina af Ugglas, 13.12.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband