Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Fjölnir leikur sér að ÍA - lánleysi Skagamanna

Nú er það svart fyrir Skagamenn Nýliðar Fjölnis í Grafarvogi gerðu sér lítið fyrir í kvöld og rassskelltu Skagamenn á heimavelli. Lánleysi Skagamanna er algjört en þeir hafa nú leikið átta deildarleiki í röð án sigurs. Guðjón Þórðarson hefur ekki átt daprari sumar á sínum þjálfaraferli í efstu deild íslenskrar knattspyrnu og greinilegt að fátt er að ganga upp hjá liðinu.

Botnbarátta blasir við Skaganum, rétt eins og fyrir tveim árum. Skagamenn mega varla við fleiri skakkaföllum enda með aðeins sjö stig úr ellefu leikjum. Enn hefur liðið tíma til að bjarga sér af botninum en ekki blæs byrlega. Frekar dapurlegt hefur verið að sjá til Skagamanna á þessu sumri og deilur þeirra við dómara ekki beinlínis verið uppbyggilegar. Nær væri fyrir liðið að taka á sínum vandamálum og ná áttum í botnbaráttunni.

Skaginn hefur lengst af verið gullaldarlið í íslenskri knattspyrnu. Þetta er vond staða og hlýtur að vera erfið fyrir stuðningsmenn liðsins. Flestir spyrja sig að því hvernig Skaginn ætli að vinna sig upp í sumar eftir þessa martröð í upphafi mótsins. Þar eru góð ráð orðin mjög dýr og algjör skelfingarbragur yfir þessu forna knattspyrnuveldi sem er að upplifa dökka daga.

Stóra spurningin verður hvort að Guðjón Þórðarson muni klára sumarið sem þjálfari Skagamanna, hvort honum verði kennt um slæmt gengi liðsins eða takist að snúa vörn í sókn.

mbl.is Nýliðar Fjölnis lögðu Skagamenn, 2:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölnir tekur KR á ævintýralegum lokaspretti

Þetta er ekki ánægjulegt kvöld í Vesturbænum. Var eiginlega ævintýralegt að sjá nýliðana í úrvaldsdeildinni, Fjölni í Grafarvogi, taka KR í viðbótartíma í leiknum í kvöld - slá þá alveg út af laginu. Þetta er aðeins í annað skiptið frá árinu 1975 sem KR-ingar tapa fyrir nýliðum í deildinni, það sumar tapaði KR fyrir FH 0-1 en í fyrra tapaði KR fyrir HK, eins og flestir muna (enda ekki annað hægt), 2:0. Auðvitað var það metið sögulegt tap og skaðlegt fyrir KR. Í kvöld náði Fjölnir að leika þetta eftir.

KR átti mjög vont sumar í fyrra, rétt náði að halda velli í deildinni og átti í mjög miklum erfiðleikum sem mörkuðu versta knattspyrnusumar félagsins áratugum saman. Teitur Þórðarson var rekinn sem þjálfari og Logi Ólafsson tók við. Vinir mínir í KR voru ekki sáttir við hvernig ég skrifaði um félagið í fyrra, en ég held að þar hafi ekkert verið rangt sagt frá. Tímabilið var þeim erfitt og ekki hægt annað en skrifa um það. Held að þeir hafi líka lært á mótlætinu.

Fjölnir virðist stefna í að verða eitt mesta spútnikk-lið sumarsins að óbreyttu, rétt eins og í fyrra. Eru að standa sig mjög vel og eru með fullt hús. Þeir tóku fyrstu deildina með trompi í fyrra, komust í bikarúrslitaleikinn og áttu fjári gott sumar. Eru að sýna það núna að þeir eru í þessu af alvöru og ætla að vera í baráttu um alvöru sess í deildinni. Gott mál bara. Þetta var flottur endapunktur í leik kvöldsins og verður gaman að fylgjast með Fjölni.

Hvað varðar KR munu þessi vonbrigði á hinum ævintýralega lokaspretti rimmunnar við Fjölni eflaust hvetja þá til dáða, að gera betur einkum en í fyrra. Verður áhugavert að fylgjast með þeim í næstu leikjum.

mbl.is Gunnar tryggði Fjölni sigur gegn KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband