Fjölnir tekur KR á ævintýralegum lokaspretti

Þetta er ekki ánægjulegt kvöld í Vesturbænum. Var eiginlega ævintýralegt að sjá nýliðana í úrvaldsdeildinni, Fjölni í Grafarvogi, taka KR í viðbótartíma í leiknum í kvöld - slá þá alveg út af laginu. Þetta er aðeins í annað skiptið frá árinu 1975 sem KR-ingar tapa fyrir nýliðum í deildinni, það sumar tapaði KR fyrir FH 0-1 en í fyrra tapaði KR fyrir HK, eins og flestir muna (enda ekki annað hægt), 2:0. Auðvitað var það metið sögulegt tap og skaðlegt fyrir KR. Í kvöld náði Fjölnir að leika þetta eftir.

KR átti mjög vont sumar í fyrra, rétt náði að halda velli í deildinni og átti í mjög miklum erfiðleikum sem mörkuðu versta knattspyrnusumar félagsins áratugum saman. Teitur Þórðarson var rekinn sem þjálfari og Logi Ólafsson tók við. Vinir mínir í KR voru ekki sáttir við hvernig ég skrifaði um félagið í fyrra, en ég held að þar hafi ekkert verið rangt sagt frá. Tímabilið var þeim erfitt og ekki hægt annað en skrifa um það. Held að þeir hafi líka lært á mótlætinu.

Fjölnir virðist stefna í að verða eitt mesta spútnikk-lið sumarsins að óbreyttu, rétt eins og í fyrra. Eru að standa sig mjög vel og eru með fullt hús. Þeir tóku fyrstu deildina með trompi í fyrra, komust í bikarúrslitaleikinn og áttu fjári gott sumar. Eru að sýna það núna að þeir eru í þessu af alvöru og ætla að vera í baráttu um alvöru sess í deildinni. Gott mál bara. Þetta var flottur endapunktur í leik kvöldsins og verður gaman að fylgjast með Fjölni.

Hvað varðar KR munu þessi vonbrigði á hinum ævintýralega lokaspretti rimmunnar við Fjölni eflaust hvetja þá til dáða, að gera betur einkum en í fyrra. Verður áhugavert að fylgjast með þeim í næstu leikjum.

mbl.is Gunnar tryggði Fjölni sigur gegn KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Maður hefur litlar áhyggjur að þeir svarthvítu taki annað bömmertímabil eins og í fyrra þótt svona hafi farið í kvöld. Þeir voru sterkari aðilinn mestallan leikinn, en þannig er boltinn víst að það eru mörkin sem telja en ekki skotin. Vitaskuld er svekkjandi að missa stigið, sem hefðu vel mátt vera þrjú m.v. gang leiksins, í víti þegar komnar eru 4 mínútur fram yfir, en svona geta hlutirnir alltaf gerst í fótboltanum, sérstaklega á móti samheldnu og baráttuglöðu liði eins og Fjölni.

Vona bara að öll þessi skot á markið verði duglegri við að rata í netið í næstu leikjum.

Björn Kr. Bragason, 16.5.2008 kl. 01:27

2 Smámynd: Þórður

Það er ekki nema von að það gangi vel hjá Fjölni þar sem að þjálfarinn kemur að norðan, Húsavík.

Áfram Fjölnir - Áfram Ásmundur skólabróðir

Þórður, 16.5.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband