George W. Bush gagnrýnir John Kerry

John Kerry og George W. BushGeorge W. Bush og John Kerry voru keppinautar í forsetakosningunum 2004. Þar var tekist á af gríðarlegri hörku og öllum ráðum beitt. Átök þeirra náðu nýjum hæðum og þótti jafnvel beittari en í forsetakosningunum 2000 þegar að Bush tókst á við Al Gore um forsetaembættið. Sigur Bush á Kerry varð þó nokkuð tryggur er á hólminn kom, enda hlaut hann meirihluta greiddra atkvæða og nokkuð forskot. Þó var sigurinn ekki öruggari en það að Ohio réði því hvor væri forseti.

Það kemur því varla á óvart að núningur sé þeirra á milli enn. Nú hefur Bush enda gagnrýnt Kerry fyrir að láta þau ummæli falla að þeir sem standi sig ekki í námi í Bandaríkjunum "festist í Írak" og krafðist forsetinn þess að þingmaðurinn myndi biðja bandaríska hermenn í Írak afsökunar á þessum ummælum. Þeir Bush og Kerry hafa oft tekið rimmu um málin á kjörtímabilinu, og Kerry hefur verið óhræddur að taka snerrur við repúblikana, eftir tapið í kosningunum fyrir tveim árum. Engum hefur dulist hatur þeirra á hvor öðrum og svo er að sjá að það hafi lítt mildast eftir kosningarnar.

Orðrómur er meira að segja uppi um að Kerry vilji annan séns á Hvíta húsinu og sækjast eftir útnefningu flokksins sem forsetaefni í kosningunum árið 2008, þegar að Bush lætur af embætti. Það er reyndar svo að árið 2008 rennur tímabil hans í öldungadeildinni út. Fari hann í forsetaframboð verður hann að verja þingsæti sitt á sama árinu. Það er kannski svo að hann ætli ekki aftur í þingframboð. Verður fróðlegt að sjá hver staða hans er í útnefningaferli flokksins vilji hann fara fram aftur, einkum og sér í lagi hvort að suðurríkjademókratar sætti sig við norðurríkjaframbjóðanda eftir útkomuna í síðustu forsetakosningum.

Flestir demókratar líta væntanlega svo á að Kerry hafi fengið sinn séns til framboðs og fullreynt með hann. Enda má telja Hillary Rodham Clinton, John Edwards (varaforsetaefni Kerrys 2004) og Barack Obama ferskari kandidata. En lengi lifir svo sannarlega í gömlum glæðum átaka Bush og Kerrys. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Kerry gerir aðra atlögu í áttina að Hvíta húsinu þegar að Bush lætur af embætti og hvort hann hafi stuðning til framboðs fari svo að hann gefi kost á sér.


mbl.is Bush gagnrýnir John Kerry harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggfærslur 1. nóvember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband