11.12.2006 | 22:34
Fær Helen Mirren óskarinn?

Mér fannst kvikmyndin Queen vera alveg gríðarlega góð. Áhrifarík og sterk mynd, gríðarlega vel leikin fyrst og fremst. Hún væri ekkert án leikframmistöðu Helen Mirren sem er þungamiðja myndarinnar. Það er svo sannarlega kominn tími til að Helen Mirren fái óskarinn. Hún er ein besta leikkona Breta og hefur verið það til fjölda ára. Frammistaða hennar í hlutverki Jane Tennison í sjónvarpsmyndunum Prime Suspect voru sennilega það fyrsta sem ég sá með henni. Þeir þættir voru hreinræktuð snilld og ég horfi á þá reglulega, með því allra besta úr bresku sjónvarpi (ef Morse og Taggart (McManus) er meðtalin).
Það var nokkur skaði að Helen Mirren skyldi ekki vinna óskarinn fyrir túlkun sína í hlutverki Charlotte drottningar árið 1994 í hinni stórfenglegu The Madness of King George. Ég horfði einmitt aftur um helgina á þessa eðalmynd. Sir Nigel Hawthorne (sem sló í gegn sem ráðuneytisstjórinn útsjónarsami í Yes Minister og Yes Prime Minister) átti þar leik ferilsins sem hinn örlítið klikkaði kóngur. Samleikur þeirra var hreinasta unun og þessi mynd hefur fyrir löngu öðlast góðan sess í kvikmyndahillunni minni. Ekki var Mirren síðri í Gosford Park, Robert Altmans, árið 2001. Þá átti hún auðvitað að fá óskarinn fyrir hina eftirminnilegu túlkun á ráðskonunni "fullkomnu" Frú Wilson. Þessar myndir klikka aldrei.
En nú er vonandi komið að sigurstund Helen Mirren í Los Angeles. Það hefur unnið gegn henni hingað til að vera bresk og með aðrar rætur í Hollywood en bandarískar leikkonur sem þar hafa hirt verðlaunin í bæði skiptin sem hún var tilnefnd áður. Það má mikið vera að ef Helen Mirren fer ekki létt með að fá óskarinn fyrir túlkun sína á Elísabetu drottningu, sem allir kvikmyndagagnrýndur hafa lofsungið síðustu mánuðina. Þar var ekki feilnóta slegin á neinu stigi.
11.12.2006 | 21:16
Kofi Annan kveður sviðsljós fjölmiðlanna

Annan hefur gegnt embættinu í tíu ár nú um áramótin, en það er hámarkstími sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna getur setið í forsæti hjá SÞ. Afríka hefur átt seturétt í embættinu nú samtals í 15 ár, en forveri Annans, Egyptinn Boutros-Boutros Ghali, ríkti á framkvæmdastjórastóli árin 1992-1997 en hlaut ekki stuðning til að sitja lengur í embætti, en Bandaríkjastjórn (Clinton-stjórnin) beitti neitunarvaldi til að stöðva tilnefningu hans til endurkjörs haustið 1996, svo að hann gat ekki náð endurkjöri og hann féll í forkönnun svokallaðri. Það var í fyrsta skipti fram að því sem sitjandi yfirmaður fékk ekki endurkjör.
Það blasir við öllum að mikil breyting verður er Ban Ki-Moon tekur við embætti framkvæmdastjórans. Kofi Annan hefur verið einn af mest áberandi framkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna, lykilfriðarpostuli og holdgervingur fjölmiðlaathygli og fréttaumfjöllunar fyrir framkvæmdastjóraferilinn og auðvitað mun frekar á meðan honum stóð. Valið á Ban Ki-Moon í embættið í haust markaði þau þáttaskil að nú er valinn yfirmaður með öðru ívafi í Sameinuðu þjóðirnar, yfirmaður sem ekki er fjölmiðlastjarna og er diplómat sem lítið mun bera á miðað við hinn vinsæla Kofi Annan, sem hefur verið öflugur friðarpostuli og alheimsmálsvari friðar, en hann hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir fimm árum, árið 2001.
Annan var framan af farsæll í embætti sínu, en mjög hallaði á seinna tímabili hans. Árin 2004 og 2005 voru sérstaklega erfið fyrir hann, enda lá hann þá undir ámæli vegna málefna sonar síns, Kojo Annan. Var sérstaklega um það deilt hvort Annan hafi haft vitneskju um það að svissneskt fyrirtæki sem sonur hans starfaði hjá, hafði gert samninga í tengslum við áætlun Sameinuðu þjóðanna um olíusölu frá Írak meðan á viðskiptabanninu við landið stóð. Í formlegri úttekt á málinu kom fram að ekki væru nægar vísbendingar fyrir hendi um að Annan hefði vitað um málið en hann var þó gagnrýndur þar harkalega.
Í úttektinni í mars 2005 mátti finna mikinn áfellisdóm yfir Annan vegna þessa máls. Hafði verið talið fyrirfram að úttektin myndi hreinsa Annan af öllum grun, og því enginn vafi á að þetta var mesta áfall ferils hans, enda var hann ekki hreinsaður af málinu, enda þar m.a. sagt að hann hafi fyrirskipað eyðingu gagna eftir að rannsóknin hófst. Enginn vafi leikur á að orðspor Annans skaðaðist af öllu málinu. Fram að því hafði hann verið nær óumdeildur og talinn mr. clean innan Sameinuðu þjóðanna, en þetta mál skaðaði hann mjög og bar hann merki þessa hneykslismáls eftir það.
Það verður fróðlegt að fylgjast með nýjum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna við yfirmannsskiptin um áramótin. Jafnframt verður mikið fylgst með því hvert hlutskipti Kofi Annans verður er hann hættir störfum; hvort að hann verði áfram sama fjölmiðlastjarnan og var á tíu ára framkvæmdastjóraferli eða muni draga sig mjög í hlé úr sviðsljósinu.
![]() |
Annan mun ávíta Bandaríkin í lokaræðu sinni sem framkvæmdastjóri SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2006 | 16:42
Magga Frímanns kveður með stæl

Saga stelpunnar frá Stokkseyri, skrásett af Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur, er ekki þurr upptalning á pólitískum grobbsögum eða leiðinlegum innihaldslausum afrekum, eins og sumar ævisögur. Margrét færir okkur kjarnann í sinni pólitík til lesandans af krafti, við skynjum öll að þar fer hugsjónakona sem barðist af krafti fyrir kjósendur sína og þorði að vera kjaftfor og beitt. Það verður seint sagt um Margréti að hún hafi liðast áfram ljúft og liðugt, hún þorði og gerði. Það birtist vel í bókinni. Þar er líka skrifað að fullkominni hreinskilni og af krafti um það sem mætti Margréti á löngum stjórnmálaferli. Lýsingar hennar eru lifandi og einbeittar, þar er ekki töluð nein tæpitunga.
Margrét markaði spor í stjórnmálasögu landsins. Hún var þingflokksformaður Alþýðubandalagsins 1988-1992, formaður Alþýðubandalagsins 1995-2000, varaformaður Samfylkingarinnar 2000-2003 og þingflokksformaður Samfylkingarinnar 2004-2006. Hún hefur leitt framboðslista í öllum kosningum frá árinu 1987 á Suðurlandi. Margrét var fyrsta konan sem leiddi einn af gömlu fjórflokkunum og sigur hennar yfir Steingrími J. Sigfússyni í hörðu formannskjöri í Alþýðubandalaginu er Ólafur Ragnar Grímsson lét af formennsku árið 1995 var nokkuð sögulegur. Án hennar hefði Alþýðubandalagið aldrei farið í sameiningarviðræður við kratana og Kvennalistakonur. Hún stýrði málinu og var óneitanlega ljósmóðir Samfylkingarinnar.
Stjórnmálasaga Margrétar er samofin sögu vinstriflokkanna síðustu tvo áratugina, bæði hvað varðar vonbrigði við langa stjórnarandstöðusetu og ennfremur merka sögu við að koma vinstriöflum, sundruðum sem standandi öflum, saman í eina sæng. Þarna er sameiningarsaga vinstriflokkanna á tíunda áratugnum rakin ítarlega, farið yfir formannsslaginn í Alþýðubandalaginu árið 1995 og baráttu lífsins fyrir Margréti, við illvígt mein. Það var hennar pólitíski hápunktur að sigra Steingrím. Sigurinn varð þó súrsætur fyrir hana og hún varð síðar að horfa upp á flokkinn brotna hægt og rólega og lauk væringum þeirra tveggja síðar með því að Steingrímur og armur hans í flokknum yfirgáfu hann með miklu þjósti árið 1998.
Það situr greinilega eftir í Margréti að ekki tókst að mynda vinstriblokk allra afla í aðdraganda kosninganna 1999. Greinilegt er að hún kennir Steingrími J. um að það tókst ekki og vandar honum ekki kveðjurnar í þeim efnum. Biturleikinn og vonbrigðin vegna þess sem mistókst birtist vel í lýsingum Margrétar í þessu öfluga uppgjöri við kommana í Alþýðubandalaginu sem yfirgáfu flokkinn og skildu eftir Ólafsarminn í Alþýðubandalaginu sem síðar sameinaðist öðrum vinstriöflum í Samfylkingunni. Í bókinni lýsir hún Steingrími með kuldalegum og einbeittum hætti. Eftir stóðu tveir flokkar og Samfylkingunni mistókst að stimpla sig inn af krafti í kosningunum 1999, tækifæri Margrétar til að landa sameinuðum flokki mistókust.
Margrét markaði sér þó spor. Án hennar framlags hefði Samfylkingin aldrei verið stofnuð. Hún var móðir Samfylkingarinnar, ekki aðeins ljósmóðir verkanna heldur sú sem tryggði tilveru þessarar fylkingar sem þó leiddi ekki saman alla vinstrimenn með afgerandi hætti. Sú sameining mistókst. En Samfylkingin varð til vegna framlags Margrétar og varð hún talsmaður kosningabandalagsins árið 1999. Það var merkileg saga sem átti sér stað í kosningunum 1999 og mér telst til að Margrét hafi verið fyrsta konan sem leiddi alvöruafl, stórt afl, í þingkosningum. Sú saga hefur ekki enn verið rituð og Margrét segir hana með þeim þunga sem hún telur rétt nú.
Ég hafði gaman af lestri þessarar bókar. Þeir sem meta stjórnmál mikils hafa gaman af að lesa hlið Margrétar á mörgum lykilátakamálum vinstriblokkarinnar síðustu árin. Sérstaklega stendur uppúr hversu mikið pólitískt einelti Margrét mátti þola innan Alþýðubandalagsins. Lýsingar hennar á því hvernig flokkurinn smátt og smátt molaðist niður er eftirminnileg og enginn stjórnmálaáhugamaður má sleppa því að lesa þessa sögu. Margrét var lykilpersóna í valdaátökum innan Alþýðubandalagsins og segir listilega frá hennar hlið á þeim valdaerjum sem gegnumsýrðu Alþýðubandalagið hægt og rólega, uns yfir lauk.
Margt má reyndar segja um Margréti, en hún er fyrst og fremst kjarnakona í stjórnmálum og hefur frá mörgu að segja, sérstaklega nú þegar að hún er að hætta í stjórnmálunum. Hún á að baki langan feril, sem mér fannst áhugavert að lesa um í frásögn hennar. Ég held að það sé ekki ofmælt að brotthvarf Margrétar veiki Samfylkinguna. Það sjá allir sem lesa. Athyglisverðast við bókina er hversu lítið er þar vikið að samstarfi hennar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Varla er það furða.
Hvernig er það annars, átti Ingibjörg Sólrún við Margréti Frímannsdóttur þegar að hún veittist að þingflokki sínum nýlega með eftirminnilegum hætti í Keflavík? Ef svo er, telst það óverðskuldað í huga þeirra sem lesa sögu kjarnakonunnar frá Stokkseyri.
Í gær ritaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, góðan pistil um bók Margrétar Frímannsdóttur og bendi ég á þau skrif hér með.
Stjórnmálasaga Margrétar er samofin sögu vinstriflokkanna síðustu tvo áratugina, bæði hvað varðar vonbrigði við langa stjórnarandstöðusetu og ennfremur merka sögu við að koma vinstriöflum, sundruðum sem standandi öflum, saman í eina sæng. Þarna er sameiningarsaga vinstriflokkanna á tíunda áratugnum rakin ítarlega, farið yfir formannsslaginn í Alþýðubandalaginu árið 1995 og baráttu lífsins fyrir Margréti, við illvígt mein. Það var hennar pólitíski hápunktur að sigra Steingrím. Sigurinn varð þó súrsætur fyrir hana og hún varð síðar að horfa upp á flokkinn brotna hægt og rólega og lauk væringum þeirra tveggja síðar með því að Steingrímur og armur hans í flokknum yfirgáfu hann með miklu þjósti árið 1998.
Það situr greinilega eftir í Margréti að ekki tókst að mynda vinstriblokk allra afla í aðdraganda kosninganna 1999. Greinilegt er að hún kennir Steingrími J. um að það tókst ekki og vandar honum ekki kveðjurnar í þeim efnum. Biturleikinn og vonbrigðin vegna þess sem mistókst birtist vel í lýsingum Margrétar í þessu öfluga uppgjöri við kommana í Alþýðubandalaginu sem yfirgáfu flokkinn og skildu eftir Ólafsarminn í Alþýðubandalaginu sem síðar sameinaðist öðrum vinstriöflum í Samfylkingunni. Í bókinni lýsir hún Steingrími með kuldalegum og einbeittum hætti. Eftir stóðu tveir flokkar og Samfylkingunni mistókst að stimpla sig inn af krafti í kosningunum 1999, tækifæri Margrétar til að landa sameinuðum flokki mistókust.
Margrét markaði sér þó spor. Án hennar framlags hefði Samfylkingin aldrei verið stofnuð. Hún var móðir Samfylkingarinnar, ekki aðeins ljósmóðir verkanna heldur sú sem tryggði tilveru þessarar fylkingar sem þó leiddi ekki saman alla vinstrimenn með afgerandi hætti. Sú sameining mistókst. En Samfylkingin varð til vegna framlags Margrétar og varð hún talsmaður kosningabandalagsins árið 1999. Það var merkileg saga sem átti sér stað í kosningunum 1999 og mér telst til að Margrét hafi verið fyrsta konan sem leiddi alvöruafl, stórt afl, í þingkosningum. Sú saga hefur ekki enn verið rituð og Margrét segir hana með þeim þunga sem hún telur rétt nú.
Ég hafði gaman af lestri þessarar bókar. Þeir sem meta stjórnmál mikils hafa gaman af að lesa hlið Margrétar á mörgum lykilátakamálum vinstriblokkarinnar síðustu árin. Sérstaklega stendur uppúr hversu mikið pólitískt einelti Margrét mátti þola innan Alþýðubandalagsins. Lýsingar hennar á því hvernig flokkurinn smátt og smátt molaðist niður er eftirminnileg og enginn stjórnmálaáhugamaður má sleppa því að lesa þessa sögu. Margrét var lykilpersóna í valdaátökum innan Alþýðubandalagsins og segir listilega frá hennar hlið á þeim valdaerjum sem gegnumsýrðu Alþýðubandalagið hægt og rólega, uns yfir lauk.
Margt má reyndar segja um Margréti, en hún er fyrst og fremst kjarnakona í stjórnmálum og hefur frá mörgu að segja, sérstaklega nú þegar að hún er að hætta í stjórnmálunum. Hún á að baki langan feril, sem mér fannst áhugavert að lesa um í frásögn hennar. Ég held að það sé ekki ofmælt að brotthvarf Margrétar veiki Samfylkinguna. Það sjá allir sem lesa. Athyglisverðast við bókina er hversu lítið er þar vikið að samstarfi hennar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Varla er það furða.
Hvernig er það annars, átti Ingibjörg Sólrún við Margréti Frímannsdóttur þegar að hún veittist að þingflokki sínum nýlega með eftirminnilegum hætti í Keflavík? Ef svo er, telst það óverðskuldað í huga þeirra sem lesa sögu kjarnakonunnar frá Stokkseyri.
Í gær ritaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, góðan pistil um bók Margrétar Frímannsdóttur og bendi ég á þau skrif hér með.
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.12.2006 | 14:36
Sorglegt ár í umferðinni á Íslandi

Það sem mér fannst sorglegast að lesa um varðandi þetta slys í gær er að fólk sýnir ekki biðlund er hlúð er að slösuðu fólki. Það er ömurlegt að lesa að fólk sem er á vettvangi slyss af þessu tagi sýnir ekki fólkinu þá virðingu að bíða meðan að hlúð er slösuðum. Þetta nísti mig inn að beini, satt best að segja og maður fer að hugsa um úr hverju fólk er eiginlega gert. Þetta er skelfilegt um að lesa og til skammar fyrir fólk að geta ekki beðið einhverja stund meðan að lögregla og sjúkrabíll geta athafnað sig á svæðinu. Það er enda svo í tilfelli af þessu tagi að þeir sem koma að svona slysi verða að geta unnið sín verk án þess að verða fyrir því að bílar reyni að fara fram úr, eins og sagt er. Sorglegt alveg.
Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með fréttum seinustu vikna af alvarlegum slysum í umferðinni og dapurlegum örlögum fjölda fólks sem látið hefur lífið í þessum slysum. Það blasir við að þetta ár er að verða eitt það sorglegasta í umferðinni hérlendis. Árið 2000 létust 33 í umferðarslysum hér á Íslandi, og er það hið versta síðustu áratugina. Það stefnir því í að þetta ár standi næst því hvað sorgleg slys viðvíkur. Það er nöpur staðreynd. Oft heyrum við sorglegar tölur um lát fólks í bílslysum og ýmsa tölfræði á bakvið það. Á bakvið þessar nöpru tölur eru fjölskyldur í sárum - einstaklingar í sorg vegna sorglegs fráfalls náinna ættingja.
Í grunninn séð vekja þessi sorglegu umferðarslys okkur öll til lífsins í þessum efnum, eða ég ætla rétt að vona það. Dapurleg umferðarslys seinustu vikna og hörmuleg örlög fjölda Íslendinga sem látist hafa eða slasast mjög illa í skelfilegum umferðarslysum á að vera okkur vitnisburður þess að taka til okkar ráða - það þarf að hugleiða stöðu mála og reyna að bæta umferðarmenninguna. Það er lykilverkefni að mínu mati.
![]() |
Einn maður lést í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)