19.12.2006 | 20:35
Athyglisverðir listar Framsóknar í Reykjavík

Sú merkilega flétta er að Guðjón Ólafur Jónsson, alþingismaður, er í öðru sætinu á eftir Jóni og Sæunn Stefánsdóttir, alþingismaður og ritari Framsóknarflokksins, skipar annað sætið á eftir Jónínu. Fyrirfram taldi ég að Framsókn myndi hafa þetta með hinum hættinum og blanda listanum eftir kynjum. En þetta vekur allavega athygli, rétt eins og það að hafa fólk utan borgarinnar á listanum. Jón Sigurðsson er auðvitað með lögheimili í Kópavogi, en eins og flestir muna var Árni Magnússon með lögheimili í Hveragerði verandi þingmaður Reykjavíkur.

En þetta eru merkilegir listar hjá framsóknarmönnum. Fyndnast af öllu telst væntanlega að einstaklingur með lögheimili hér upp í Skarðshlíð í þorpinu á Akureyri sé á framboðslistanum í nyrðri borgarkjördæminu.
![]() |
Jónína og Jón í fyrstu sætunum á framboðslista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.12.2006 | 19:20
Frítt í strætó á Akureyri frá áramótum

Það var ein af helstu lykiláherslum Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni í vor að frítt yrði í strætó innanbæjar og aðrir flokkar voru með svipaðar áherslur. Það eru viss tímamót fólgin í því að frítt verði í strætó hér innanbæjar og hlýtur að teljast metnaðarfullt verkefni hjá bæjaryfirvöldum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.12.2006 | 16:20
Gert ráð fyrir rekstrarafgangi hjá Akureyrarbæ
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, mun mæla fyrir fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar í síðasta skipti á fundi bæjarstjórnar innan stundar. Í áætluninni er gert ráð fyrir að heildartekjur verði tæpir 12,2 milljarðar króna á næsta ári en heildargjöld tæplega 11,9 milljarðar samkvæmt samstæðureikningi og rekstrarafgangur verði því tæpar 300 milljónir.
Kristján Þór lætur af embætti bæjarstjóra þann 9. janúar. Fundur bæjarstjórnar í dag er sá síðasti á þessu ári og jafnframt sá síðasti á bæjarstjóraferli Kristjáns Þórs, sem gegnt hefur embættinu í tæp níu ár. Það eru því tímamót á stjórnmálaferli Kristjáns Þórs í dag. Þann 9. janúar nk. mun hann taka við sem forseti bæjarstjórnar af Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, verðandi bæjarstjóra, sem verður fyrst kvenna bæjarstjóri í sögu Akureyrarkaupstaðar.
Skv. áætluninni verður veltufjárhlutfall samstæðureiknings 1,4 og eiginfjárhlutfall er 0,35%. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ verður haldið áfram að efla þjónustu við íbúa og ýmsar viðbætur í rekstrinum á þessu ári koma af fullum þunga fram í rekstri næsta árs. Er m.a. nefndur rekstur leikskólans Hólmasólar, hækkun niðurgreiðslna vegna barna hjá daggæsluaðilum, snjóframleiðslukerfi í Hlíðarfjalli o.fl.
Þá gerir fjárhagsáætlunin ráð fyrir miklum fjárfestingum í grunngerð samfélagsins og er það í samræmi við málefnasamning meirihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem setið hafa í meirihluta frá sveitarstjórnarkosningunum í maí. Samkvæmt framkvæmdayfirliti Akureyrarbæjar eru framkvæmdir A-hluta rúmir 1,4 milljarðar. Þar af eru 175 milljónir vegna fræðslu- og uppeldismála.
690 milljónir eru vegna menningarmála og munar þar mest um menningarhús en áætlað er að framkvæma fyrir 680 milljónir vegna þess. Til æskulýðs- og íþróttamála verður varið 313 milljónum til framkvæmda og þar af fara 213 milljónir til byggingar fjölnotahúss í Hrísey. Ýmsar framkvæmdir vegna gatnamála eru áætlaðar 461 milljón.
Í B-hluta eru 885 milljónir áætlaðar til framkvæmda og munar þar mestu um hlut Norðurorku eða sem nemur 416 milljónum og 283 milljóna framkvæmdum við fráveitumál. Skatttekjur aðalsjóðs eru áætlaðar tæpir 5,6 milljarðar króna og aðrar tekjur Akureyrarbæjar eru tæpir 6,6 milljarðar skv. samstæðureikningi.
![]() |
Gert ráð fyrir rekstrarafgangi hjá bæjarsjóði Akureyrar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2006 | 14:31
Tímabært að Martin Scorsese fái óskarinn

Nú stefnir í að hann fái sjöttu tilnefninguna, nú fyrir The Departed, sem er án nokkurs vafa ein besta kvikmynd ársins 2006. Algjört meistaraverk svo vægt sé til orða tekið. Mér finnst það fyrir löngu orðinn ljótur blettur á bandarísku kvikmyndaakademíunni hvernig þeir hafa sniðgengið Scorsese og kvikmyndir hans. Ég hélt í fyrra að hann myndi fá óskarinn fyrir The Aviator, en þá fóru verðlaunin til Clint Eastwood. Taldi ég að hann fengi verðlaunin bæði fyrir myndina, svo og glæsilegt framlag til sögu kvikmyndanna. Svo fór ekki.
Martin Scorsese hefur til fjölda ára verið einn af mínum uppáhaldsleikstjórum. Það mun verða kvikmyndabransanum til vansa fái hann ekki Óskarinn að þessu sinni og það hlýtur að verða að nú sé komið að því. Það er því ekki undarlegt að vinir hans og velunnarar séu farnir að vinna að því að nú komi að því. Sumarið 2003 skrifaði ég ítarlegan pistil um leikstjóraferil og ævi Scorsese og ég bendi á hann hér með.
![]() |
Matt Damon: Löngu orðið tímabært að Scorsese hljóti Óskarinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2006 | 12:29
Óskar biður um að samningi verði rift

Það er auðvitað á mjög gráu svæði og vekur umræðu um óeðlileg tengsl að Óskar Bergsson sé samtímis varaborgarfulltrúi og formaður í framkvæmdaráði og svo verkefnaráðinn til Faxaflóahafna. Það gat ekki verið með öðrum hætti þetta mál en að Óskar ákveddi hvoru megin við borðið setið væri. Þegar að menn komast í þessa stöðu, finnst mér enda að val verði að vera um hvort sinna eigi verkefnatengdum verkefnum fyrir sveitarfélagið eða beinni stjórnmálaþátttöku. Einfaldara getur það vart verið.
Þetta var greinilega orðið vandræðamál fyrir meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Það gat vart endað öðruvísi en með þessum hætti.
![]() |
Óskar biður um að samningi hans við Faxaflóahafnir verði rift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)