Óskar biður um að samningi verði rift

Óskar og Björn Ingi Það kemur ekki að óvörum að Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi, óski eftir því að verktakasamningi hans við Faxaflóahafnir verði rift. Það var nokkuð ljóst eftir umræðu síðustu daga, sérstaklega eftir hvassa rimmu Björns Inga Hrafnssonar og Dags B. Eggertssonar í Kastljósi að það taldist á gráu svæði að stjórnmálamenn sem taka sæti á framboðslista væru á sama tíma líka verkefnaráðnir til sama stjórnvalds.

Það er auðvitað á mjög gráu svæði og vekur umræðu um óeðlileg tengsl að Óskar Bergsson sé samtímis varaborgarfulltrúi og formaður í framkvæmdaráði og svo verkefnaráðinn til Faxaflóahafna. Það gat ekki verið með öðrum hætti þetta mál en að Óskar ákveddi hvoru megin við borðið setið væri. Þegar að menn komast í þessa stöðu, finnst mér enda að val verði að vera um hvort sinna eigi verkefnatengdum verkefnum fyrir sveitarfélagið eða beinni stjórnmálaþátttöku. Einfaldara getur það vart verið.

Þetta var greinilega orðið vandræðamál fyrir meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Það gat vart endað öðruvísi en með þessum hætti.

mbl.is Óskar biður um að samningi hans við Faxaflóahafnir verði rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Algerlega sammála - ekki einu sinni skömmustulausir Framsóknarmenn fá nokkuð slíkt af sér til lengdar, ekki þegar umræðan er komin á þann veg sem orðið var. Makalaust samt að hafa yfirleitt munstrað þetta upp til að byrja með. En það lýsir bara innréttingum viðkomandi, eins og þegar hefur verið bent á.

Jón Agnar Ólason, 19.12.2006 kl. 13:14

2 identicon

Óskar Bergsson hefur sýnt það og sannað að hann er algjörlega siðlaus. Það er einfaldlega stórhættulegt að slíkir menn hafi umsjón með fjármunum okkar borgarbúa. Hvað gerir hann næst. Og mun það komast upp??

Óskar á að segja af sér og það strax og Björn Ingi líka.

Valbjörn (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband