29.12.2006 | 23:45
Ford fellir áfellisdóm yfir Bush og Íraksstríðinu
Flogið verður með lík Gerald Ford, 38. forseta Bandaríkjanna frá Kaliforníu til Washington með Air Force One á morgun. Á sunnudag og mánudag mun líkkista hans hvíla á virðingarbörum í Capitol Rotunda, hvelfingu þinghússins í Washington, og viðhafnarútför hans fer fram í dómkirkjunni í borginni á þriðjudag. Í skugga þessarar hinstu kveðju í garð Fords og stjórnmálaferils hans sem fram fer hina næstu daga er hulunni svipt af stórmerkilegu viðtali Bob Woodward við Ford forseta frá árinu 2004 sem aldrei hefur verið birt opinberlega áður.
Í þessu viðtali sem birt var í Washington Post fellir Ford algjöran áfellisdóm yfir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og verklaginu við upphaf Íraksstríðsins. Ford er mjög beinskeyttur í gagnrýni sinni og skiljanlegt miðað við innihald orða þessa reynda þingspekings og stjórnmálamanns, sem varð forseti Bandaríkjanna án þess að sækjast aldrei fyrirfram eftir embættinu, að hann hafi viljað að viðtalið yrði fyrst birt að honum látnum. Það er enda svo afgerandi gagnrýni að hann hefði aldrei farið úr eftirlaunakyrrðinni til að tjá þær í viðtali eða farið í eld umræðunnar.
Bob Woodward hefur ritað margar bækur um stjórnmál og hefur í áratugi verið einn af helstu stjórnmálaskýrendum Washington Post. Woodward afhjúpaði ásamt Carl Bernstein eitt umfangsmesta pólitíska hneykslismál 20. aldarinnar, sjálft Watergate-málið, sem leiddi að lokum til afsagnar Richards Nixons af forsetastóli í Bandaríkjunum og þess að Gerald Ford varð forseti Bandaríkjanna. Þetta viðtal eru vissulega stórtíðindi og það er afhjúpað á þeim tímamótum að Ford hefur kvatt þetta líf og heldur hinsta sinni til Washington. George W. Bush mun flytja ræðu við útför Fords.
Athygli vakti að Bush ákvað að flýta ekki för sinni úr jólaleyfi í Crawford í Texas til að vera viðstaddur er komið verður með líkkistu Fords í þinghúsið á morgun þar sem athöfn á að fara fram. Þess í stað mun hann ekki halda til Washington fyrr en á nýársdag skömmu áður en þinghúsinu verður lokað, en landsmönnum gefst kostur að fara að kistu Fords í þinghúsinu til að votta honum virðingu sína. Eftir að þetta viðtal var afhjúpað ákvað Bush að vera um kyrrt í Texas framyfir helgina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2006 | 21:04
Saddam Hussein líflátinn í dögun

Síðasti sólarhringurinn á litríkri ævi einræðisherrans Saddams Husseins er því runninn upp. Það væri efni í langan pistil að fara yfir ævi þessa forna leiðtoga Baath-flokksins. Ekki er allt fagurt í þeirri valdasögu, eins og flestir vita. Ef marka má síðustu skilaboð hans til umheimsins í jarðneskri tilveru mun Saddam líta nú á sig sem píslarvott fyrir stuðningsmenn sína nú við endalok ævi sinnar. Væntanlega mun dauði hans leiða til gríðarlegra átaka og sviptinga af harðari tagi en við höfum séð í Írak frá falli stjórnar Saddams.
Saddam Hussein var dýrkaður sem Guð væri í hugum stuðningsmanna hans í einræðissamfélagi hans í áratugi. Það verður fróðlegt að sjá hvaða stall hann fær eftir morgundaginn, eftir að hann hefur sagt skilið við þennan heim.
![]() |
Gengið frá öllum pappírum vegna aftöku Saddams |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2006 | 14:32
Skelfilegur bikar fyrir íþróttamann ársins

Nýji bikarinn er svo skelfilegur að maður á varla nógu góð orð til að lýsa honum. Hann er samansettur úr efnum sem engan veginn eiga samleið og heildarmyndin verður stór og klunnalegur bikar sem virðist því miður ekki vera líklegur til að haldast önnur 50 ár milli þeirra sem fá titilinn. Í samanburði við hinn gamla góða bikar er þetta eiginlega ótrúlegt kúltúrsjokk, svo maður finni eitthvað almennilegt orð. Semsagt, orð dagsins til samtaka íþróttafréttamanna er: skiptið um bikar.
Eruð þið annars ekki sammála mér?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.12.2006 | 13:40
Saddam afhentur Írökum - aftaka um helgina

Búast má við miklum óeirðum og vargöld í Írak í kjölfar dauða Saddams Husseins nú um helgina. Greinilegt er að ekki átti að upplýsa meginþætti aftökunnar fyrirfram en leki af fyrirætlunum hefur breytt stöðu mála. Greinilegt er að írakska ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að Saddam verði tekinn af lífi fyrir trúarhátíðina Eid, sem hefst á sunnudag. Bandarísku fréttastöðvarnar, fyrst þeirra varð CBS, fullyrti í gær megindagsetningar og ákvarðanir um aftökuna og virðast að þær heimildir muni standast að fullu.
Flestir vilja eflaust vita hvernig að Írak verði handan Saddams Husseins. Við komumst eflaust brátt að því hvernig sú staða verði með raun og sann.
![]() |
al-Maliki: Ekkert hindrar aftöku Saddams Hussein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2006 | 07:53
Verður Árni Johnsen á lista í Suðurkjördæmi?

Flokksfélög hafa ályktað gegn því að Árni verði ofarlega á lista og fjöldi flokksmanna hefur tjáð sig gegn framboði Árna á bloggsíðum og á öðrum vettvangi. Margir í Suðurkjördæmi hafa stutt Árna og þeir veittu honum annað tækifæri í þessu prófkjöri. Er á hólminn kemur ráðast örlög þessara mála á kjördæmisþingi, en þar kemur vilji flokksmanna í æðstu trúnaðarstöðum og ábyrgðarverkefnum fram með afgerandi hætti. Það verður þeirra að taka afstöðu til þess hvort Árni fari fram í þeirra nafni.
Eins og ég hef áður bent á er Árni Johnsen að fara fram í nafni Sjálfstæðisflokksins fari hann að nýju í sæti á framboðslista sem gefur öruggt þingsæti. Áhrif þessa munu sjást stað víðar en bara í Suðurkjördæmi. Þetta vita flokksmenn um allt land mjög vel og margir óttast áhrif þessa framboðs. Nýjasta skoðanakönnun Gallups var sláandi að mörgu leyti og sýndi þónokkurt fall milli mánaða. Beðið er nú næstu skoðanakönnunar Gallups sem birtist á sunnudaginn, gamlársdag, síðasta dag ársins. Mun þar verða fyrst og fremst litið á stöðu stjórnarflokkanna og Frjálslynda flokksins væntanlega, þó að allir stjórnmálaáhugamenn bíði spenntir eftir könnuninni.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fer fyrir miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að lokum eins og allir aðrir slíkir fyrir þessar þingkosningar. Verði Árni Johnsen staðfestur í annað sætið á kjördæmisþingi verður fróðlegt að sjá hvað gerist í miðstjórn flokksins í þessu máli. Niðurstöðu er að vænta með þennan lista eins og fyrr segir í janúar. Vilji flokksmanna í Suðurkjördæmi skiptir vissulega máli í þessu efni, en þar ákveður innsti kjarni flokksins endanlega skipan síns lista. Athygli vakti í síðustu könnun að flokkurinn seig niður á við í öllum kjördæmum nema Suðrinu. Víða var fallið um tíu prósentustig, einkum á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Norðausturkjördæmi.
Ég hef oft sagt mínar skoðanir á því hvað sé best fyrir Sjálfstæðisflokkinn í þessu svokallaða Árnamáli þó búast megi við að það verði flokknum erfitt sama hvernig því lýkur er á hólminn kemur.