7.12.2006 | 16:52
Mikil viðbrögð við skrifum um Árna Johnsen

Ég taldi ekki annað hægt en að skrifa hér hreint út, það hafa verið tæpitungulaus skrif. Það er ekki neitt annað hægt í þessari stöðu. Málið er ekki í höndum minna eða fleiri sem mér hafa skrifað, en við getum og eigum að láta skoðun okkar í ljósi. Skoðanakannanir hafa sýnt stöðuna mjög vel og við gerum hið rétta með öflugum og góðum skrifum um þessi mál. En það er gott að fá þessar kveðjur. Ég hreinlega vissi ekki á hverju ég ætti von við skrifunum, en varla þessum mikla fjölda tölvupósta. Mjög ánægjulegt og sannkallað gleðiefni að finna fyrir þessum straumum. Þakka fyrir alla þessa pósta.
Nú er valdið í höndum flokksmanna í Suðurkjördæmi. Kjördæmisþing mun þar taka afstöðu. Að því loknu fer framboðslistinn fyrir miðstjórn flokksins. Vona ég að viðeigandi breytingar verði á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á þessum stöðum muni Árni Johnsen ekki draga framboð sitt til baka. Það er ekki fýsilegt í mínum augum að standa í því á þessum kosningavetri að verja þingframboð Árna Johnsen og það mun ég ekki gera. Ég hef tekið afstöðu í þá átt og mun standa við það.
7.12.2006 | 15:12
Frambjóðandi vill sjá úrslit úr prófkjöri

Nú hefur Sigurjón Benediktsson, einn frambjóðanda í prófkjörinu, skrifað um þessa merkilegu staðreynd á bloggvef sinn. Hann telur eðlilegt að þessar heildartölur verði birtar opinberlega. Tek ég heilshugar undir þau skrif, enda skil ég ekki að formaður kjörnefndar opinberi ekki að fullu þessar tölur. Sjálfur veit ég að frambjóðendur fengu þessar tölur og einhverjir fleiri og við sem þekkjum til mála vitum stöðuna mjög vel. En þessi tafla hefur enn ekki verið birt opinberlega frá kjörnefnd og þar stendur eitthvað í veginum ef marka má Sigurjón.
Það hlýtur að vera að formaður kjörnefndar láti birta þessar tölur á Íslendingi, vef flokksins í bænum. Annað væri með öllu óeðlilegt að mínu mati, enda er hefð fyrir því að atkvæðatölur í öll sæti sem kosið er um séu birtar opinberlega, allavega á vef Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2006 | 13:03
Vont vinnulag í málefnum Ríkisútvarpsins

Nú er talað um að geyma frumvarpið fram í janúar. Maður hefur heyrt þennan ansi oft áður og leggur varla peningana sína undir að það fari í gegn innan skamms. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, átti erfitt með að leyna gremju sinn í viðtali á Stöð 2 í hádeginu og skiljanlegt að hann sé að verða frekar pirraður yfir stöðunni. Þetta er enda að verða frekar tuskuleg staða fyrir stjórnarflokkana að mínu mati. Það verður fróðlegt að sjá þriðju umræðu eftir jólin. Má fullyrða að hún verði lífleg, enda eru mjög deildar meiningar um þessa formbreytingu Ríkisútvarpsins.
Ein tíðindi dagsins er blaðamannafundur formanns Samfylkingarinnar með þingflokksformanni og fulltrúa flokksins í menntamálanefnd í morgun. Erindið var þar að tilkynna að Samfylkingin væri andvíg því að almannaútvarp yrði hlutafélagavætt og vildi að það yrði gert að sjálfseignarstofnun. Það eru merkileg tíðindi, svo ekki sé meira sagt. Fetar Samfylkingin þar í fótspor Framsóknarflokksins með athyglisverðum hætti. Það var enda upphaflega hugmynd Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum forsætisráðherra, að það yrði gert.
![]() |
Ráðherra segist sátt við niðurstöðuna um RÚV ohf. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2006 | 02:32
Vandræðagangur Ingibjargar Sólrúnar
Það voru mikil tímamót sem urðu hjá Samfylkingunni á fundi í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Þar viðurkenndi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opinberlega og heiðarlega stærsta og augljósasta vanda flokksins: þjóðin treystir ekki flokknum fyrir völdum við landsstjórnina. Það er heiðarlegt og rétt mat hafandi farið yfir nýjustu skoðanakönnun Gallups. Þar mælist Samfylkingin með 16 þingsæti.
Eitthvað hefur þessi hreinskilni Ingibjargar Sólrúnar hitt lítið í mark hjá Össuri Skarphéðinssyni, formanni þingflokksins, og skal engan undra í sannleika sagt. Það er enda verið að reyna að brennimerkja stöðu flokksins öðrum en formanninum. Orðin eru vantraust formannsins á sitt lið, einkum þá sem þar hafa lengst verið. Það eru enda fá dæmi um það að flokksformaður hafi talað eins hreinskilið og napurt um samstarfsmenn sína. Það er því varla undur að þessi ummæli hafi níst inn að beini hjá þeim sem lengst þar hafa unnið.
Það er athyglisvert að sjá svona ræðu á galopnum fundi frammi fyrir fjölmiðlum. Vaninn er ef að þú vilt veita þeim sem næst þér standa eitthvað tiltal þá gerirðu það ekki í fjölskylduboði eða vinnustaðafögnuðinum. Vaninn er að það sé gert bakvið tjöldin og með lágstemmdum hætti. En þetta er öðruvísi þarna og vandræðagangurinn verður enn meiri. Ingibjörg Sólrún getur haldið tölu yfir þingflokknum á hverjum degi á fundum með þingmönnum en þarna var talað til þjóðarinnar. Skilaboðin voru skýr. Flokknum hefði mistekist verk sitt, en nú væri hún komin til sögunnar til að bjarga málunum. Meiri vandræðagangurinn.
Ætlar Ingibjörg að kenna þingflokknum um ef illa fer að vori? Ber hún enga ábyrgð á stöðunni nú, eftir eins og hálfs árs formennsku? Egill Helgason var hreinskilinn á Stöð 2 í kvöld. Hann sagði Ingibjörgu Sólrúnu vera orðinn laskaðan stjórnmálamann sem gæti litlu bjargað héðan af. Egill kemur á óvart í túlkun sinni og fær prik fyrir að segja það sem augljóst er. Þetta er auðvitað nokkuð rétt ályktun og mat hjá Agli.
Ingibjörg Sólrún sagði í Reykjanesbæ stöðuna eins og hún er með heiðarlegum hætti: þingflokkur Samfylkingarinnar nýtur ekki trausts landsmanna. Það er brennimerkt á enni flokksins. Kaldhæðnislegt mjög. Fyndnast af öllu var að á þriðjudaginn í þinginu var sami þingflokkur orðinn fínn og flottur að hennar mati. Þvílíkur vandræðagangur.
![]() |
Lífleg umræða um ræðu formanns Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)