5.2.2007 | 22:47
Dimmustu heimar netsamfélagsins

Það eru aðeins nokkrar vikur síðan að Stöð 2 afhjúpaði harða heima netsins og það sem getur gerst á einkamálasíðum og flétti hulunni af sjúkum sálum sem virðast þar þrífast. Kompás og umsjónarmenn þess þáttar eiga hrós skilið fyrir vandaða umfjöllun, þetta er heimur sem varð að afhjúpa og fjalla um - þessi umfjöllun var allavega mikilvæg. Það verður seint sagt að það sé ánægulegt að horfa á svona efni, en það var nauðsynlegt að afhjúpa það sem greinilega gerist á netinu.
Það má spyrja sig að því í hvaða átt heimurinn er að snúa. Kompás sýndi okkur hvernig sjúkar sálir ráðast inn í huga ómótaðra barna og enn annan daginn heyrast fréttir um að lögregla sé kvödd að heimilum fólks til að grípa inn í heimilisátök þar sem foreldrarnir reyna að hafa stjórn á netnotkun barna sinna og missa stjórn á stöðunni - lögreglan verður aðilinn sem aðeins getur lægt öldur. Það er margt mjög hart í gangi. Það eru svo sannarlega bæði ljósir og dökkir heimar til í samfélaginu.
![]() |
Tálbeita" fundin sek um að leggja á ráðin um nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2007 | 20:53
Björn Bjarnason á sjúkrahúsi
Ég vil senda Birni mínar bestu kveðjur og óska honum góðs bata.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.2.2007 | 18:37
Much ado about nothing....

Big Brother hefur gengið í einhver ár og bæði verið gerðar þáttaraðir með óþekktu fólki og þekktu. Í fyrra vakti mikla athygli að George Galloway, þingmaður Respect-sérframboðsins í Bethnal Green and Bow-hverfinu í London og fyrrum þingmaður Verkamannaflokksins, var þar og þótti gera sig að hálfgerðu erkiflóni þar sem hann lék kött og var í eldrauðum djöflabúningi með hala og alles. Alveg kostulegt. Kannski er hægt að gera svona þáttaröð hér heima og klæða Steingrím J. í svona múnderingu.
En þetta viðtal á Sky áðan var alveg kostulegt. Það sem fólk lifir sig inn í svona feik-drama.... Ég segi bara eins og meistari Shakespeare; Much ado about nothing....
![]() |
Þátttakendur í Stóra bróður enn niðurbrotnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2007 | 16:38
Góð ályktun stjórnar SUS
Við í stjórn SUS sendum frá okkur eftirfarandi ályktun fyrir stundu. Hún er kjarnyrt og talar sínu máli vel sjálf tel ég.
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir furðu sinni með svokallaðan samning" milli ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands um styrki til sauðfjárræktar. Sú forræðishyggja sem fram kemur í þessari gjörð ríkisvaldsins er með öllu óþolandi. Stórfelldar niðurgreiðslur á tiltekinni matvöru í krafti skattheimtu, framleiðsluhöft og verðstýring gengur þvert á flest þau grundvallargildi sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir.
Það er mikill bjarnargreiði við íslenska sauðfjárrækt að aftengja greinina eðlilegum lögmálum frjáls markaðar. Tímabundnar stuðningsaðgerðir vegna niðurfellingar á öllum verndartollum hefði hugsanlega mátt réttlæta, en einhliða gjafagerningur af þessu tagi á kostnað skattgreiðenda er fullkomlega fráleitur.
SUS telur jafnframt mjög gagnrýnisvert að með samningi þessum er ríkisvaldið að hafa bein áhrif á framleiðslu og verðmyndun vörunnar með svokallaðri útflutningsskyldu. Með þessu er ríkið að taka eina grein framyfir aðrar í landbúnaði og viðhalda miðstýrðri verðmyndunarstefnu. Útflutningaskyldan felur í sér að framleiðendum er beinlínis skylt að flytja afurðir sínar út þegar framboð verður meira en eftirspurn á innlendum á markaði beinlínis í þeim tilgangi að halda uppi háu verði á innanlandsmarkaði. Er ljóst að þetta samræmist alls ekki grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins um frjálsan markaðsbúskap.
Að mati SUS er hlálegt að halda því fram samningur þessi sé gerður með það að markmiði örva markaðsvitund bænda og afurðastöðva og halda jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar, eins og kemur fram í fyrstu grein hans. Hljóti þessi samningur" staðfestingu Alþingis er ljóst að sauðfjárrækt á Íslandi verður áfram föst í hlekkjum hafta og miðstýringar. Íslenskir bændur eru fullkomlega færir um spreyta sig á frjálsum markaði og eiga skilið að fá tækifæri til þess."
![]() |
Ungir sjálfstæðismenn gagnrýna sauðfjársamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.2.2007 | 13:36
Ryan O´Neal í mjög vondum málum

Margir muna eftir Ryan O´Neal úr hinni rómantísku vasaklútamynd Love Story árið 1970. Þar fór hann á kostum í hlutverki ferilsins sem Oliver Barrett, sem fellur fyrir Jennifer Cavalleri en missir hana með sorglegum hætti langt fyrir aldur fram. Það er svo sannarlega súrsæt ástarsaga. Það er ekki hægt að segja annað en að sú mynd hafi verið toppur leikferla bæði O´Neal og Ali MacGraw. Myndin varð ein sterkasta mynd ársins 1970, þó sennilega sé hún einum of væmin á að horfa nú var það mynd tilfinninga og krafts.
Persónulega fannst mér O´Neal bestur í hinni sígildu og ómótstæðilegu Paper Moon frá árinu 1973. Þar lék hann á móti dóttur sinni, Tatum. Mjög sterk mynd og leika feðginin mjög útsmogin feðgin sem leggja saman í púkkið til að hafa í sig og á; hann selur biblíur til grandalausra ekkna í sorg og hún leikur með. Fyndinn pakki. Tatum fékk óskarsverðlaunin, yngst allra leikara í sögu Óskarsverðlaunanna, fyrir túlkun sína á Addie en pabbinn varð ekki síðri. Myndin hefur frá fyrsta degi verið klassasmíð. Nefna mætti fleiri myndir með O´Neal, en í seinni tíð hefur ferill hans verið mjög lágstemmdur. Það síðasta sem ég man eftir með honum er hlutverk Jerrys Fox í Miss Match og Rodney Scavo í Desperate Housewifes.
En Ryan er heldur betur í klúðri, vægast sagt. Verður fróðlegt að sjá hvernig að þessu máli muni ljúka.
![]() |
Ryan O'Neal handtekinn eftir átök við son sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 00:27
Þvílíkur skandall

Félagi minn, Þorkell Gunnar, kom með góðar pælingar um þetta á síðunni sinni. Er meira og minna sammála því og mati hans á því hvernig lið mótsins eigi að vera skipað. Það að Gaui hafi ekki verið valinn er allavega eitthvað sem ég botna ekki í.
En svona er þetta víst. Mótið er allavega búið. Þýskir tóku þetta á heimavelli eins og ég sagði hér í kvöld og Danir fengu bronsið, fyrstu medalíu sína á HM í fjóra áratugi. Er enn alltof fúll út í Dani eftir leikinn á þriðjudag til að geta brosað yfir því í sannleika sagt. :)
Það er gott þegar að heimalið getur byggt upp stemmningu og neglt titil og kraft á heimavelli. Það tókst þeim þýsku. Okkur tókst það því miður ekki þegar að við höfðum mótið hérna heima árið 1995. Það var hreinræktuð sorgarsaga, einfalt mál.
En já, þetta mót er allavega búið. Ég er harðákveðinn á að fara á EM á næsta ári. Það er víst í Norge. Það er orðið allllltof langt síðan að ég hef farið til Noregs.....
![]() |
Guðjón Valur ekki í úrvalsliði HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)