11.4.2007 | 21:32
D-listinn stærstur í Suðri - VG fjórfaldar fylgið
Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með þrjú þingsæti í könnuninni en VG með tvö, en hafa þar ekkert sæti nú. Framsóknarflokkur mælist aðeins með einn þingmann og myndi missa eitt. Frjálslyndir, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin mælast ekki með þingmann, frjálslyndir missa því sætið sem Magnús Þór Hafsteinsson fékk síðast. Skv. því eru inni; Árni M. Mathiesen, Árni Johnsen og Kjartan Ólafsson (Sjálfstæðisflokki), Björgvin G. Sigurðsson, Lúðvík Bergvinsson og Róbert Marshall (Samfylkingu), Atli Gíslason og Alma Lísa Jóhannsdóttir (VG) og Guðni Ágústsson (Framsóknarflokki). Mikil óvissa er yfir því hvaða flokkur hlyti jöfnunarsætið í þessari mælingu.
Sjálfstæðisflokkurinn: 30,4% - (29,2%)
Samfylkingin: 25,4% - (29,7%)
VG: 17,6% - (4,7%)
Framsóknarflokkurinn: 16,7% - (23,7%)
Frjálslyndi flokkurinn: 6,3% - (8,7%)
Íslandshreyfingin: 2,1%
Baráttusamtökin: 1,5%
Stöð 2 var með góða umfjöllun á málum kjördæmisins á fundinum á Selfossi. Þar voru góðar umræður og í raun var merkilegast að sjá hversu mjög VG er að bæta við sig og hve mikið fall Framsóknarflokksins er í kjördæmi varaformanns flokksins. Þessi staða er auðvitað nokkuð áfall fyrir Guðna Ágústsson og hans fólk. Samfylkingin helst mun betur á fylginu í stórsigrinum síðast og ekki er mikill munur þannig séð á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Þessi könnun er að sýna mun minni fylgissveiflu til Sjálfstæðisflokksins en mælingar hafa sýnt um nokkuð skeið. Mikla athygli vekur hve lítið framboð litlu framboðanna er og greinilega erfið staða sem blasir við þeim.
Áhugavert var að fylgjast með umræðunum. Mikla athygli vöktu skoðanaskipti um stóriðju og atvinnumálin. Ekki voru allir sammála um þau mál og lausnirnar voru misjafnar. Athygli vakti að Björgvin G. Sigurðsson vildi lítið gefa fyrir stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Var þetta mest afgerandi neitun á þann valkost sem ég hef séð lengi úr þessari áttinni. Annars var Guðni Ágústsson mikið að tala um tækifærin framundan og verk flokks síns og reyna að tala hann upp. Atli var glaður skiljanlega yfir góðu fylgi og trúr sinni stefnu í einu og öllu. Mikla athygli vakti hversu mjög kaffibandalagið er dautt, en lítið var um lífsmark í því.
Heilt yfir voru þetta hinar fínustu umræður, einkum fyrir okkur sem fylgjumst með kjördæminu úr fjarlægð, og farið vel yfir stutta sögu kjördæmisins og pólitíska fortíð svæðisins, þeirra svæða sem það mynda. Egill Helgason var sem fyrr með athyglisverða umfjöllun og vandaða á pólitískri sögu kjördæmisins og kom með góða fróðleiksmola. Stöð 2 stendur sig vel með þennan pakka. Logi Bergmann las kvöldfréttirnar frá Selfossi og mikill metnaður yfir öllu dæminu hjá Stöð 2, rétt eins og hjá RÚV sem sendir vel út efni utan af landi í kosningapakkanum.
Það stefnir í spennandi kosningar. Mikil spenna er yfir málum í Suðurkjördæmi sýnist mér eins og annarsstaðar. Þessi könnun sýnir vel bylgjuna til VG og styrk Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem leiðandi póla á svæðinu. VG stimplar sig rækilega inn með Atla inni og ennfremur Selfyssinginn Ölmu Lísu. Svo virðist vera sem að Framsókn heyji þar baráttu fyrir því að tryggja kjör bloggvinar míns, Bjarna Harðarsonar, inn á þing. Íslandshreyfingin virðist engu flugi vera að ná. Þetta fer að verða vandræðalegt fyrir þau.
Mikla athygli vekur að enginn Suðurnesjamaður mælist inni skv. könnuninni. Suðurnesin eru fjölmennasti hluti Suðurkjördæmis svo að þetta hljóta að teljast stórtíðindi að enginn frá þessu öfluga svæði mælist á þingi. En það hefur svosem verið fyrirsjáanlegt frá falli þingmanna svæðisins í prófkjörum í aðdraganda kosninganna.
Mánuður er til kosninga. Það stefnir í öfluga og beitta baráttu þar sem allt verður lagt í sölurnar. Held að þetta verði með beittustu kosningabaráttum til þessa sem við erum að sjá nú fara á fullt með landsfundum um helgina og því allir að ræsa maskínur sínar.
![]() |
Stóraukið fylgi VG í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2007 | 18:47
Bestu kveðjur til Björns

Ég vil senda Birni mínar bestu kveðjur og óska honum góðs bata.
![]() |
Björn Bjarnason á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2007 | 17:41
Sterk staða Sjálfstæðisflokksins í Norðvestri
Skv. kjördæmakönnun Gallups í Norðvesturkjördæmi mælist Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá kjördæmakjörna þingmenn þar. VG mælist nú meira en helmingi stærri en í kosningunum 2003. Samfylking og Framsóknarflokkur missa báðir umtalsvert fylgi og kjördæmakjörinn þingmann. VG bætir við sig manni. Þingmönnum kjördæmisins fækkar um einn. Íslandshreyfingin nær skv. þessu ekki kjördæmakjörnum manni inn.
Sjálfstæðisflokkur: 30,1% (29,6%)
VG: 23% (10,6%)
Samfylkingin 15,7% (23,2%)
Framsóknarflokkur: 13,7% (21,7 %)
Frjálslyndi flokkurinn: 12,9% (14,2%)
Íslandshreyfingin: 4,4%
Þingmenn skv. könnun
Sturla Böðvarsson (Sjálfstæðisflokki)
Einar Kristinn Guðfinnsson
Einar Oddur Kristjánsson
Jón Bjarnason (VG)
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir
Guðbjartur Hannesson (Samfylkingu)
Magnús Stefánsson (Framsóknarflokki)
Guðjón Arnar Kristjánsson (Frjálslynda flokknum)
Fallin skv. könnun
Anna Kristín Gunnarsdóttir
Kristinn H. Gunnarsson
Þetta er merkileg niðurstaða. Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin tapa umtalsverðu fylgi, bæði missa tæp tíu prósentustig og mann. Frjálslyndir mælast nærri kjörfylginu 2003. Íslandshreyfingin virðist ekki vera að fá neitt alvöru start. Sjálfstæðisflokkurinn stendur mjög vel yfir kjörfylginu og með þrjá kjördæmakjörna.
VG bætir umtalsverðu fylgi við sig og eru greinilega á mikilli siglingu í kjördæminu undir forystu Jóns Bjarnasonar. Þessi könnun hlýtur að vera mikið áfall fyrir Samfylkingu og Framsóknarflokk, sem standa greinilega illa á þessum tímapunkti. Anna Kristín er greinilega kolfallin af þingi skv. þessu en staða Kristins H. er í óvissu.
Þetta er allavega athyglisverð mæling, sem gefur ágætis vísbendingar og pælingar í pólitísku umræðuna.
![]() |
VG bætir við sig í Norðvesturkjördæmi samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2007 | 14:44
Samfylkingin missir þriðjung í Reykjavík suður

Samkvæmt þeim könnunum er Samfylkingin að missa kjördæmakjörinn þingmann en gæti jafnvel fengið jöfnunarmann. Engu að síður er allavega eitt sæti fyrir borð í því sem ætti að vera lykilkjördæmi Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri í Reykjavík í tæpan áratug og þótti sigursæll stjórnmálamaður. Þessi kjördæmakönnun í kjördæmi hennar boðar fátt gott fyrir Samfylkinguna. Mörður Árnason er kolfallinn af þingi sem fjórði maður á lista miðað við tölurnar.
Það er raunalegt fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins að mælast í svona mikilli down-stöðu og fátt virðist þar ganga. Það að Ingibjörg Sólrún væri óvinsælli en vinsælli meðal kvenna voru mestu tíðindi könnunar á fylgi stjórnmálamannanna. Staðan í Reykjavík suður er enn ein vondu tíðindin í sarp allra annarra undanfarinna mánaða. Staðan fyrir flokk og formann kristallaðist vel í greiningu minni hér fyrir nokkrum dögum. Það sést sífellt betur að þetta verður erfið kosningabarátta fyrir Ingibjörgu Sólrúnu.
Það er aldrei gott fyrir flokk sem hefur aldrei verið í ríkisstjórn og verandi með leiðtoga sem hefur haft tvö ár til að byggja upp sterkan stjórnarandstöðuflokk fyrir kosningar að mælast svona illa. Þett er erfið staða og greinilegt af viðbrögðum Samfylkingarmanna, í kommentum hér og annarsstaðar, að þar er hrein afneitun í gangi á þeirri vondu stöðu sem uppi er.
11.4.2007 | 12:56
Goðsögn í lifanda lífi - hús Cash brennur

Ég skrifaði einmitt um þá kvikmynd hér að kvöldi páskadags og fór yfir skoðanir mínar á myndinni og helstu hliðum hennar. Þetta er auðvitað mjög sterk mynd, bæði í frásögn og öllum umbúnaði. Túlkun Joaquin Phoenix á söngvaranum var óaðfinnanleg, ekki aðeins lék hann Cash heldur túlkaði lögin hans með bravúr. Reese Witherspoon fékk óskarinn fyrir túlkun ferilsins í hlutverki June og markaði sig sem alvöru leikkonu með öll tækifæri í bransanum.
Heimili Cash-hjónanna í Henderson í Tennessee var þeirra helgasti reitur í lífinu. Þar áttu þau heima allan sinn búskap, allt frá giftingunni árið 1968 þar til yfir lauk árið 2003. Nú berast fréttir af því að það sé brunnið. Það eru nokkur tíðindi. Þar vann Cash nær alla tónlist sína frá árinu 1968 og þar var unnið að hinum ógleymanlegu plötum með Cash undir lok ferilsins sem römmuðu allt ævistarf hans inn í glæsilega gylltan ramma. Myndbandið við hið frábæra lag, Hurt, var þar tekið upp. Þetta hús átti sér merka sögu, einkum var byggingarstíllinn eftirminnilegur. Nýlega hafði Barry Gibb, úr Bee Gees, keypt húsið.
Í tónlistarspilaranum hér er að finna fjögur lög með Johnny Cash; Ring of fire, Hurt, On the Evening Train og We´ll Meet Again. Fyrstnefnda lagið er eitt af vinsælustu lögum ferils hans en hin eru af hinum eftirminnilegu plötum undir lok ferilsins með síðustu hljóðritununum, árin 2002 og 2003. On the Evening Train er yndislegt lag, fallegur texti og túlkunin er næm. Hurt er sterkt lag, sem rammar inn ævi söngvarans við leiðarlok. Mögnuð túlkun. We´ll Meet Again er þekktast í túlkun Veru Lynn frá stríðsárunum og hljómaði t.d. í kvikmyndinni Dr. Strangelove.
Að lokum er þar einn frægasti dúett þeirra Johnny og June; Jackson, algjört klassalag. Þarna er frægasta útgáfa þess, úr tónleikunum frægu úr Folsom-fangelsinu.
![]() |
Hús Johnny Cash brann til grunna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)