Stjórnin heldur aftur velli - gríðarlegar sviptingar

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mælist aftur inni nú á fjórða tímanum inni með þingmeirihluta. Þessi nótt hefur einkennst af gríðarlegum sviptingum og óvissan er hvergi nærri búin. Enn eru nokkur kjördæmi eftir og staðan ekki ljós greinilega fyrr en síðasta atkvæðið er talið. Það sem mér finnst merkilegast er að Höskuldur Þórhallsson, framsóknarmaður og vinur minn, er greinilega á leið á þing og Lára Stefánsdóttir, Samfylkingarkona og vinkona mín, er fallin út.

Það er mjög gleðilegt að sjá að hér í Norðaustri er þetta barátta um að ná Akureyringi á þing. Mjög spennandi. Ég held að Höski muni ná þessu sæti. Þetta er greinilega barátta hér og óvissa yfir. Samfylkingin er greinilega að tapa fylgi í Norðausturkjördæmi frá kosningunum 2003. Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið Norðaustrið. Punktur með það. Það er svo innilega glæsilegt að Stjáni verði fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hér á Hótel KEA hefur verið mikil gleði.

Staðan er þó enn óviss og óljóst hvernig fer. Þetta verður spenna út í gegn.

mbl.is Fréttaskýring: Samfylking kemur á óvart – Framsókn í sögulegu lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin aftur fallin - mikil óvissa yfir stöðunni

Stjórnin er aftur fallin eftir nýjustu tölur í Suðvesturkjördæmi. Ragga Ríkharðs aftur dottin út og staðan mjög óviss. Hér á minni kosningavöku er mikið spáð í spilin og allir að spá í stöðuna með sínum hætti. Það verður auðvitað spurt að leikslokum. Þetta er mest spennandi kosninganótt sem ég hef upplifað til þessa, sennilega frá 1991 þegar að vinstristjórn Steingríms var mjög tæp. Stjórnin veltur til og frá og ekki vitað um hvað gerist. Þetta verður spennandi í nótt, segi ég og skrifa. Er hættur að þora að spá um hvað gerist. ;)

Er Sjálfstæðisflokkurinn að bjarga stjórninni?

Eftir nýjustu tölur í Suðvesturkjördæmi er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks aftur með þingmeirihluta, hefur 32 þingsæti. Þetta er ótrúleg sveifla sem sést þar og fróðlegt að sjá hvort að þessi 25. þingmaður Sjálfstæðisflokksins helst inni og bjargar stjórninni. Spennan er allavega gríðarleg og ekkert öruggt um stöðu mála.

Hér á Hótel KEA er gríðarleg stemmning. Við gleðjumst öll sem eitt með góðan sigur í kjördæminu og fögnum þeirri stöðu sem sést. Hér var langt lófaklapp er Ragga Ríkharðs datt inn og stjórnin hélt. En það er auðvitað spurt að leikslokum.


« Fyrri síða

Bloggfærslur 13. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband