Sterk staða Björgvins G. - áfall Ágústs Ólafs

Björgvin G. Sigurðsson Stærstu tíðindi ráðherrakapals Samfylkingarinnar, fyrir utan pólitíska niðurlægingu varaformanns flokksins, er hiklaust að Björgvin G. Sigurðsson verði viðskiptaráðherra. Það var flétta sem fáir sáu fyrir og byggir mjög undir stjórnmálaferil hins 36 ára Árnesings, sem fyrir aðeins nokkrum mánuðum erfði pólitískt ríki Margrétar Frímannsdóttur á Suðurlandi. Raddir um að hann rísi enn hærra innan flokksins hljóta að vakna við þessa miklu pólitísku stöðuhækkun hans.

Fyrirfram var ég mjög efins um að Björgvin G. yrði ráðherra að þessu sinni. Það voru greinilega óþarfar pælingar að efast um stöðu hans innan Samfylkingarinnar. Sá einstaklingur sem verður viðskiptaráðherra á öðru kjörtímabili sínu á þingi og hefur ekki náð fertugsaldri er enginn léttvigtarmaður innan síns flokks í þessari stöðu. Reyndar hef ég alltaf litið á Björgvin G. sem sterkasta forystumann sinnar kynslóðar hjá Samfylkingunni og mikinn framtíðarmann. Þessi niðurstaða styrkir hann mjög.

Það eru reyndar mikil tíðindi í sjálfu sér að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið sé brotið upp og fært aftur í sinn gamla farveg. Síðasti ráðherrann sem gegndi einungis stöðu viðskiptaráðherra í íslenskri stjórnmálasögu er Jón Sigurðsson, gamall forystukappi á vinstrivængnum, sem var ráðherra málaflokksins árin 1987-1988. Frá árinu 1988 hafa iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti verið flokkað sem eitt, en þá tók Jón við báðum málaflokkum, en Friðrik Sophusson var síðasti iðnaðarráðherrann fram að því, í stjórn Þorsteins Pálssonar 1987-1988. Þannig að það eru tímamót með því að taka upp þessi tvö ráðuneyti sér aftur.

Ágúst Ólafur Ágústsson átti mjög erfitt með að leyna vonbrigðum sínum í viðtali á Stöð 2 í kvöld. Þessi ráðherrakapall er gríðarlegt áfall fyrir hann og stöðu hans sem varaformanns. Hann virðist ekki vera metinn þungavigtarmaður innan flokksins og hefur ekki stöðu sem lykilráðherra fyrir flokk sinn. Jafnan er það metið öruggt að varaformaður stjórnmálaflokks verði ráðherra og sérstaklega þegar að viðkomandi flokkur hefur úr sex ráðherrastólum að spila fyrir sig.

Vond staða Ágústs Ólafs hefur reyndar sést víða, sérstaklega í því að hann þurfti að berjast hatrammlega í prófkjöri fyrir því að hækka upp í fjórða sætið í prófkjöri í nóvember 2006, semsagt því að hljóta annað sætið á öðrum listanum í Reykjavík, og fáir vildu rýma til fyrir stöðu hans. Þessi staða mun veikja hann utan flokksins, ásýnd hans verður önnur. Það blasir algjörlega við í þessari stöðu.

En ekki þarf Björgvin að kvarta í þessum ráðherrakapal. Hann styrkist mjög með því að fá lyklavöld að viðskiptaráðuneytinu, sem er auðvitað mjög stór málaflokkur og hann verður lykilmaður í stjórnmálunum hér á næstu árum. Á meðan situr varaformaðurinn eftir sem einhver verkamaður inn á við en ekki út á við í ríkisstjórn. Það eru kostuleg örlög.

mbl.is Björgvin: Stefnuyfirlýsing felst í skiptingu iðnaðar- og viðskiptamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk staða Björns Bjarnasonar

Björn Bjarnason Ég er mjög ánægður með það að Björn Bjarnason verður áfram dómsmálaráðherra og heldur sinni stöðu í ríkisstjórn eftir stjórnarskiptin. Ég tel að þetta sé mjög mikill persónulegur sigur fyrir Björn eftir allt sem á undan er gengið undanfarna daga og vikur í þeim málum sem mikið hefur verið fjallað um. Ég skrifaði pistil hér á vefinn þann 16. maí sl. þar sem ég sagði þá skoðun mína að Björn yrði að halda sinni stöðu í ljósi þess sem hafði verið í umræðunni dagana á undan.

Persónulega hef ég alla tíð borið mikla virðingu fyrir Birni Bjarnasyni. Þar ræður mjög miklu eljusemi hans og kraftur í stjórnmálastarfi - ennfremur því að hann var fyrsti forystumaður Sjálfstæðisflokksins sem sýndi skrifum mínum og flokksstarfi einhvern áhuga og sýndi í verki að hann mæti það. Hann hefur alla tíð verið vinnusamur og öflugur, vefur hans ber vitni þeim krafti sem einkennt hefur hans stjórnmálastarf en þar má fara yfir alla hans pólitík frá a-ö með aðgengilegum hætti.

Það er mér gleðiefni að Björn njóti í þessu ráðherravali áralangra verka sinna og forystu á vegum flokksins. Hann hefur alla tíð lagt heill og hag Sjálfstæðisflokksins í fyrsta sæti og sinnt kjarna flokksins vel. Það skiptir að mínu mati miklu máli og það hefur eflaust skipt máli er á hólminn kom. Þetta er altént mikill persónulegur sigur fyrir Björn í erfiðri stöðu síðustu daga.

« Fyrri síða

Bloggfærslur 23. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband