25.5.2007 | 22:30
Björn og Ingibjörg Sólrún hlið við hlið
Það eru svo sannarlega nýjir tímar með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Tveir stórir pólar í stjórnmálunum hafa tekið upp samstarf. Það breytir auðvitað stjórnmálalandslaginu mjög. Þetta er ríkisstjórn með öflugt umboð, mikinn og traustan þingmeirihluta, og hefur því traustari grunn til verka en ella. Það er eðlilegt að stjórnarsáttmáli flokkanna sé mjög opinn, enda held ég að þessir flokkar verði að finna vel taktinn áður en haldið er af stað. Mér finnst það hafa tekist merkilega vel og tel að það verði spennandi tímar sem taki við með þessari stjórn.
Nú eru vinstri grænir orðnir stærstir í stjórnarandstöðunni. Nú verða þeir hinsvegar að fara að vinna að allavega einhverju leyti með Framsóknarflokknum. Það verður athyglisvert að sjá hvernig að þeir muni ná saman Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Þetta er mjög veik stjórnarandstaða, en aðeins 20 einstaklingar manna hana. Fyrrum stjórnarandstaða var með um 30 þingsæti, svo að hlutföllin í þinginu breytast mjög við upphaf sumarþings á fimmtudaginn.
Upphaf nýrra tíma verða í verklagi þar og fróðlegt að sjá hvernig stjórnarandstaðan þjappar sér saman gegn svo stórum og voldugum stjórnarmeirihluta. Það sem er þó merkilegast við þessa nýju tíma er samstarf þessara lykilpóla í íslenskum stjórnmálum. Þetta kallar á miklar breytingar heilt yfir og eflaust mun það taka smátíma fyrir einhverja stjórnmálamenn og áhugamenn um pólitík að átta sig á þessu nýja landslagi og eins fyrir fólk að ná takti saman. Það eru þó allar forsendur fyrir því að það muni ganga fljótt og vel.
Það að sjá Björn og Ingibjörgu Sólrúnu hlið við hlið sem samherja í ríkisstjórn er þó merkilegt í öllu falli og sýnir vel þær breytingar sem orðið hafa á aðeins rúmri viku í pólitíkinni. Þetta verður líflegt vorþing tel ég og eflaust verður þingveturinn næsti kraftmikill, þó engar kosningar séu í nánd, nema þá mögulega kapphlaup um Bessastaði eftir slétt ár.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.5.2007 | 20:31
Mjög ósmekklegt
Það er mjög notalegt að hafa netið, til að fræðast og vera í samskiptum við annað fólk. Netið er mjög mikilvægur staður, flestir nota sér þann vettvang með einum eða öðrum hætti. Það er þó ógeðfellt að sjá og heyra fréttir af svona efni sem þar gengur sem kastar rýrð á þennan vettvang. Viðbrögðin við þessum leik eru mjög eindregið í eina átt, þó að einhverji reyni að réttlæta svona óhugnað með einhverjum undarlegum rökum.
Það má vel vera að svona efni verði til þess að setja verði einhverjar reglur um netið, taka verði á vafamálum þar. Það er mjög vont ef út í það þarf að fara, en ef það er nauðsynlegt verður það að gera. Það verður að taka á öllum svona skuggalegum málum með afgerandi hætti.
![]() |
"Afar ósmekklegur leikur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.5.2007 | 17:40
Kristrún aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar

Kristrún hefur verið varaþingmaður frá kosningunum 2003 og verið lykilmanneskja í hópi formannsins og náin henni, eins og sérstaklega sást í hinu harðvítuga formannskjöri í Samfylkingunni árið 2005. Hún tók sæti hennar í stjórnarskrárnefnd. Það hafði hávær orðrómur um að Kristrún yrði aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar í utanríkisráðuneytinu og það er svosem varla furða miðað við það hversu nánar þær hafa verið í pólitísku starfi, innan flokks og utan.
Það er mjög mikið skrafað um það hverjir verði aðstoðarmenn ráðherra Samfylkingarinnar og þeirra Geirs H. Haarde og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, en Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, hefur tekið sæti á Alþingi. Það verður fróðlegt að sjá hverjir muni aðstoða ráðherrana. Það verður mest rætt núna næstu dagana, áður en Alþingi kemur saman á fimmtudaginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.5.2007 | 16:42
Flokkur í vanda - undarleg greining Halldórs

Það er mjög merkilegt að lesa stjórnmálaskýringu og greiningu Halldórs á stöðu mála fyrir Framsóknarflokkinn. Þar er fjallað um möguleg hliðaráhrif þess hvernig fór fyrir Framsóknarflokknum en skiljanlega er ekki vikið að stóru ástæðu þess að flokkurinn fór jafnilla og raun ber vitni. Stóra ástæðan er auðvitað hversu rosalega flokkurinn tærðist upp innan frá í innanflokkserjum undir lok valdaferils Halldórs Ásgrímssonar. Það var kannski fullmikil bjartsýni að halda að Halldór myndi hreinlega segja hreint út að þar lægi stóri vandi Framsóknarflokksins á undanförnum árum, en samt sem áður koma skýringar hans að stórum hluta að óvörum.
Vissulega náði Framsóknarflokkurinn miklum völdum og áhrifum á formannsferli Halldórs Ásgrímssonar, kannski að margra mati alltof miklum völdum miðað við kjörfylgi, en samt sem áður fór þar valdamikill leiðtogi flokks með mikil áhrif. Um það deilir enginn. Það verður held ég ekki deilt um það að flokkurinn var skelfilega á sig kominn við lok formannsferils Halldórs - á þeirri stund sem hann sagði af sér við Þingvelli fyrir tæpu ári. Þar var hnípinn flokkur í vanda og framundan voru enn meiri vandræði á vegferðinni. Það var reyndar með ólíkindum að Halldór skyldi einfaldlega ekki segja af sér formennsku um leið og hann hætti sem forsætisráðherra til að hlífa Framsóknarflokknum við óþarfa væringum.
Þá hefði Guðni Ágústsson orðið formaður Framsóknarflokksins án kosningar, verandi varaformaður Framsóknarflokksins. Farinn var langur krókur til að forðast það, stolts Halldórs vegna, en ekki vegna flokkshags. Innan við ári eftir pólitísk endalok Halldórs er Guðni orðinn formaður, án kosningar, verandi varaformaður flokksins. Það fór að lokum svo að leitað var til höfðingjans frá Brúnastöðum um leiðsögn út úr vandræðunum. Þetta ár hefur verið Framsóknarflokknum erfitt. Það voru víðtækar raddir um það fyrir ári þegar að Halldór bognaði og hætti hvort að flokkurinn væri orðinn stjórntækur.
Ég held að það hafi staðið mjög tæpt þessa júnídaga að stjórnarsamstarfinu yrði slitið. Innri ólga innan flokksins var við það að lama samstarfið þegar að Halldór og Guðni, sem greinilega áttu samskipti í frostmarki um þá tíð og reyndar lengi áður, sömdu frið sín á milli. Þetta voru sorgleg endalok fyrir Halldór en umfram allt var þetta merki þess hve flokkurinn stóð illa. Það fór svo að afhroð flokksins, sem var sögulegt og afgerandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, varð ekki umflúið. Skýringar Halldórs á afhroðinu eru skondnar. Þar vantar eina skýringu og hina mest áberandi þeirra allra.
Uppbygging tekur við í elsta starfandi stjórnmálaflokki landsins. Þar er horft til framtíðar. Bændahöfðinginn Guðni er tekinn við þessum rótgróna landsbyggðarflokki og væntanlega mun Valgerður Sverrisdóttir vera við hlið hans sem varaformaður, einn af nánustu samstarfsmönnum Halldórs Ásgrímssonar á löngum stjórnmálaferli, - sá stjórnmálamaður sem mest talaði innan úr Halldórsarminum gegn því að Guðni yrði formaður Framsóknarflokksins sumarið 2006.
Nú stefnir allt í að Framsóknarflokkurinn verði týpískur félagshyggjuflokkur og muni byggja sig upp í stjórnarandstöðu sem vinstriskotið afl, eins og það var svo áberandi fyrir formannsferil Halldórs Ásgrímssonar. Ég held að við munum sjá mörg líkindi með Guðna og Steingrími Hermannssyni forðum daga sem byggði flokkinn sem breiðan félagshyggjuflokk sem talar frekar til vinstri en hægri. Sjáum allavega til hvernig þau reyna að töfra sig út úr samansöfnuðum áralöngum innri vanda og kergju.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 14:47
Merkileg athugasemd Jóns Sigurðssonar

Staða Jóns Sigurðssonar var flestum ljós er stjórnarsamstarfinu lauk. Það var erfið staða í ljósi þess að formaður stjórnmálaflokks verður að hafa vettvang til að tala af krafti í stjórnmálum, hann verður að geta verið í lykilhlutverki. Úrslit kosninganna 12. maí og það sem við tók með endalokum stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks varð að endalokum fyrir Jón í stjórnmálum. Það var heiðarlegt og rétt mat hans að formaður flokksins í stjórnarandstöðuvist yrði að vera alþingismaður með aðgang að fjölmiðlum á réttu stöðunum.
Ég hef margoft sagt það mat mitt að Jón hafi tekið við erfiðu verkefni, tröllvöxnu verkefni sem var óyfirstíganlegt á svo skömmum tíma. Ég tel að Jón hafi ekki tapað þessum kosningum, þær voru tapaðar eftir afsögn Halldórs Ásgrímssonar og vonda stöðu innan flokksins undir lok formannsferils hans. Það var við ramman reip að draga. Að mörgu leyti tek ég undir orð Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, í bloggfærslu, þar sem hann víkur örlítið að Jóni.
![]() |
Athugasemd frá Jóni Sigurðssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 14:31
Magnús Þorlákur verður meistarinn
Leikur hann þar með eftir sigur frænda míns, Jónasar Arnar Helgasonar, sem vann keppnina fyrir ári. Magnús Þorlákur er aðeins 18 ára gamall og er þessi árangur sérstaklega glæsilegur í ljósi aldurs hans, en Jónas Örn var 21 árs þegar að hann sigraði meistarann fyrir ári.
Þetta var flottur sigur hjá Magnúsi og ég óska honum til hamingju með milljónirnar fimm og glæsilegan sigur.
![]() |
Magnús Þorlákur varð meistarinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 13:21
Valgerður gefur kost á sér til varaformennsku
Það kemur ekki á óvart að Valgerður Sverrisdóttir, leiðtogi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, gefi kost á sér til varaformennsku í flokknum, nú þegar að Guðni Ágústsson er orðinn formaður Framsóknarflokksins. Valgerður vann mikinn varnarsigur hér í kjördæminu í kosningunum 12. maí sl, en hér hlaut flokkurinn þrjá þingmenn kjörna af sjö á landsvísu. Staða hennar innan flokksins hefur styrkst mjög og hún sækist nú eftir að leiða flokkinn með nýjum formanni í uppbyggingarstarfi hans.
Valgerður hefur alla tíð verið vinnusöm í pólitík og lagt sig alla í verkefnin sem henni er treyst fyrir - hún hefur haft traust samherja sinna til verka. Valgerður er vissulega hörkutól í íslenskum stjórnmálum. Um það verður ekki deilt að hún þorir að láta vaða og gerir hlutina eftir sínu höfði. Henni hefur alla tíð verið treyst fyrir lykilembættum innan Framsóknarflokksins: hún var fyrsta þingkona flokksins í marga áratugi og sú önnur, síðar þingflokksformaður og loks iðnaðar- og viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra í tæp átta ár. Hún hefur lengst íslenskra kvenna setið í ríkisstjórn.
Valgerður hefur verið einn sterkasti landsbyggðarleiðtogi flokksins, rétt eins og Guðni Ágústsson. Úrslit kosninganna 12. maí sl. eru með þeim hætti að byggja verður flokkinn upp frá landsbyggðinni í raun, enda varð afhroð flokksins mest í Reykjavík. Valgerður hefur verið þingmaður hér í tvo áratugi, frá árinu 1987. Þó stundum hafi oft verið harkalega að henni sótt sigraði hún alla slagina. Henni tókst að ná lausu þingsæti Ingvars Gíslasonar árið 1987 er mjög var tekist á um hann og sigraði þar marga öfluga karlmenn. Sótt var að sætinu hennar fyrir kosningarnar 1995 og í aðdraganda kosninganna 1999 sóttust hún og Jakob Björnsson fyrrum bæjarstjóri á Akureyri, um leiðtogastólinn er Guðmundur Bjarnason hætti (og fór í Íbúðalánasjóð).
Valgerður vann glæsilegan sigur og Jakob fór með skottið milli lappanna frá þeirri baráttu við Valgerði. Hún vann svo leiðtogasæti flokksins í Norðausturkjördæmi með glans fyrir kosningarnar 2003 og vann Jón Kristjánsson í drengilegri baráttu. Hún hefur því alltaf þurft að berjast fyrir sínu og ávallt haft betur innan síns flokks. Þar hefur hún notið mikillar virðingar samherja í kjördæmum sínum og haft sterka stöðu til fjölda ára. Valgerður hefur bæði átt góða og vonda daga í pólitík. Sennilega eru þingkosningarnar 1999 botninn á hennar pólitíska ferli. Þá var hún í fyrsta sinn leiðtogi Framsóknarflokksins í kosningum.
Úrslitin voru flokknum slæm hér og mörkuðu sögulegt lágmark. Þá hlaut flokkurinn aðeins Valgerði kjörna og Framsókn missti fyrsta þingmann Norðurlandskjördæmis eystra í fyrsta skiptið til Sjálfstæðisflokksins. Eftir stóð Halldór Blöndal sigursæll sem leiðtogi kjördæmisins - það var gleðileg kosninganótt fyrir okkur en framsóknarmenn sátu eftir fúlir í gömlu lykilvígi. Þetta voru seinustu kosningarnar í gamla Norðurlandskjördæmi eystra. Í þingkosningunum 2003 var einn mesti hápunktur ferils Valgerðar. Þá hlaut flokkurinn fjóra þingmenn kjörna í Norðausturkjördæmi og Valgerður varð fyrsti þingmaður kjördæmisins.
Varnarsigur er rétta orðið yfir stöðuna eftir kosningarnar hér í Norðausturkjördæmi í vor. Flokknum var aldrei í raun spáð fleirum en tveim þingmönnum en tókst að halda sér stærri en Samfylkingin og VG og hljóta þriðja manninn, þvert á kannanir, sem höfðu flestar spáð annað hvort VG eða Samfylkingu þrem. Valgerður Sverrisdóttir er mikil kjarnakona. Hún er langrækin og lætur enga, allra síst pólitíska andstæðinga, eiga eitthvað inni hjá sér.
Í gegnum kynni mín af henni hef ég kynnst öflugri og beittri konu sem talar af krafti þegar að hún hefur skoðanir. Það er mikilvægt að svoleiðis fólk sé í stjórnmálum. Þrátt fyrir allt tel ég að hún sé einn sterkasti forystumaður Framsóknarflokksins í dag og ég tel blasa við að hún verði varaformaður.
![]() |
Valgerður: Tilbúin að takast á við varaformannsembættið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2007 | 00:09
Ógeð á netinu
Mér finnst mikilvægt að það verði tekið á þessu máli og fagna viðbrögðum lögreglu í þeim efnum. Þetta er einfaldlega of svart til að horfa þegjandi á. Mér sýnist á viðbrögðunum að öllu siðuðu fólki sé brugðið yfir þessum ósóma. Ekki er ég hissa á því.
![]() |
Nauðgunarþjálfun á Netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)