20.6.2007 | 22:21
Lánleysi KR heldur áfram með tapi í Kópavogi
Það virðist vera að barátta KR í sumar verði vörn fyrir því að halda sætinu í deildinni. Það er alveg ljóst að KR-liðið má ekki við fleiri skakkaföllum og er orðið brothættara en dæmi eru um árum ef ekki áratugum saman. Það hlýtur að vera svakaleg stemmning hjá KR við þessa skelfingarbyrjun á sumrinu og ljóst að eitthvað verulega er að fara úrskeiðis í þeirra herbúðum. Staða þjálfarans hefur verið að veikjast með hverjum ósigrinum og við hvert stigið sem glatast í sumar. Tap fyrir HK er ekki ósennilega metið sem brottrekstrarsök hjá þeim sem vilja árangur í Vesturbænum.
KR hefur lengst af verið gullaldarlið í íslenskri knattspyrnu. Deyfðin og stemmningsleysið þar er orðið hróplega áberandi og eflaust spyrja flestir sig að því hvernig KR ætli að vinna tímabilið eftir þessa martröð í upphafi mótsins. Þar eru góð ráð orðin mjög dýr og algjör skelfingarbragur yfir þessu forna knattspyrnuveldi sem er að upplifa sína dökkustu daga óralengi.
![]() |
HK og Keflavík og FH fögnuðu sigrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.6.2007 | 21:15
Jónína Bjartmarz vill að útvarpsstjóri axli ábyrgð

Það stefnir ekki í það, enda svarar Ríkisútvarpið fyrir sig af krafti í málinu og Kastljós svaraði strax í gær niðurstöðu siðanefndar fimlega og lið fyrir lið. Það hefur verið vitað frá upphafi að útvarpsstjóri vakti yfir umfjöllun Kastljóss, enda er hlutverk hans yfir þættinum afgerandi. Það er því klókt hjá Jónínu að mæta stöðunni með því að krefjast að hann fari frá með þetta á bakinu heldur en aðrir. Þetta er enda klókur leikur.
Jónína Bjartmarz varð fyrir þungum skelli í þessum kosningum. Það er fjarstæða að telja að þetta mál eitt hafi gengið frá stjórnmálaferli hennar. Fylgi hennar í Reykjavík og flokksins reyndar líka var dapurt áður en þetta mál kom upp og staðan breyttist harla lítið til góðs eða ills. Vond staða um allt land, ekki bara í kjördæmi hennar, segir sína sögu vel. En það er skiljanlegt að hún vilji reyna að koma ábyrgðinni annað.
20.6.2007 | 18:28
Össur gefur lítið fyrir hugmyndir um landfyllingu

Það er að styttast að örlagastund í málum Alcan á Íslandi og hver framtíð álversins í Straumsvík verði. Það virðist vera aðeins tvennt í boði: stækkun í Straumsvík eða tilfærsla álversins til Þorlákshafnar eða Voga á Vatnsleysuströnd. Það yrði óneitanlega kaldhæðnislegt ef að gamlir draumar um álver á Keilisnesi sem voru háleitir í iðnaðarráðherratíð Jóns Sigurðssonar, fyrrum iðnaðarráðherra Alþýðuflokksins og seðlabankastjóra, yrðu að veruleika í iðnaðarráðherratíð Össurar Skarphéðinssonar. Kannski var það markmið rætt við Arnarhvol í dag. Hver veit.
Það verður fróðlegt að sjá hver verður niðurstaða málsins. Margir í Hafnarfirði sitja og bíða spenntir. Sérstaklega bæjarstjórinn sem virðist geta núna loksins tjáð skoðanir sínar um álmálin þegar að tvær örlagaríkar kosningar fyrir Samfylkinguna eru að baki; álverskosningin og þingkosningar. Það er ljóst hver hugur bæjarstjórans er orðinn í málinu en enn fróðlegra væri að heyra mat Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, eftir fundinn með fulltrúum Alcan. Hvernig ætli Fagra Ísland fari saman við framtíðarsýn Alcan?
![]() |
Fulltrúar Alcan áttu fund með iðnaðarráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2007 | 17:11
Listasumar hefst - menningarblær í Lystigarðinum

Listasumar stendur ávallt frá Jónsmessu til ágústloka er menningarhátíð bæjarins, Akureyrarvaka, fer fram. Eftir ræðuna var boðið upp á tónlistaratriði með hinum góða og óborganlega dúett Hundi í óskilum, en þeir fluttu Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson með bravúr. Alltaf voldugt og gott ljóð, en þarna í mjög nýstárlegri útsetningu vægast sagt. Það er alltaf gaman að fylgjast með þeim Eiríki og Hjörleifi flytja lög í nýstárlegum útgáfum og þeim er frekar fátt heilagt.
Í Lystigarðinum hefur nú verið sett upp ljóðasýningin: Jónas í Lystigarðinum. Þar eru ljóð Jónasar kynnt. Það er viðeigandi að helga Jónasi sess á Listasumri hér á Akureyri, en í nóvember verða 200 ár liðin frá fæðingu Jónasar, dagur íslenskrar tungu er á fæðingardegi hans 16. nóvember og dagurinn því helgaður honum. Vönduð sýning var svo um Jónas á Amtsbókasafninu fyrr á árinu. Ljóðin á sýningunni eru valin af Halldóri Blöndal, formanni afmælisnefndar Jónasar Hallgrímssonar.
Það var notalegt að fara í Lystigarðinn áðan og spjalla við gott fólk og njóta veitinganna, en boðið var upp á hlaðborð ávaxta og grænmetis og ávaxtadrykki. Vel við hæfi á góðum sumardegi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2007 | 14:39
Íslandshreyfingin heldur áfram starfsemi sinni
Íslandshreyfingin beið mikinn og áberandi ósigur í alþingiskosningunum 12. maí sl. og forystumenn flokksins urðu fyrir auðmýkjandi niðurlægingu eftir tal mánuðum saman um mikilvægt hlutverk nýs flokks. Þar tókst ekki að byggja fylkingu ólíkra afla, umfram allt mistókst þó að gera flokkinn að stuðningsafli til hægri. Úrslitin sýndu og sönnuðu að Íslandshreyfingin náði ekki fylgi frá hægri, það tókst ekki að byggja þann flokk sem trúverðugan valkost á þeim grunni.
Íslandshreyfingin ætlar þó að halda áfram þrátt fyrir auðmýkjandi niðurlægingu í kosningunum. Flokkurinn var myndaður á erfiðum tímum, það gekk illa að fá frambjóðendur og mitt í því kraðaki að safna á listana varð að safna meðmælendum og vinna grunnvinnu flokks. Flokkurinn drukknaði í þeirri grunnvinnu og var orðinn úreltur í raun þegar á hólminn kom er framboðsfresti lauk og loks tókst að manna listana, sem greinilega varð svo erfitt að það tókst ekki fyrr en innan við mánuður var til kjördags. Það gekk greinilega illa við grunnvinnuna og sá þungi sligaði nýja aflið.
Það er skiljanlegt að Íslandshreyfingin vilji sækja fram áfram til næstu verka og láta reyna á hvort það hafi grunn til áframhaldandi verka, í næstu kosningum. Heldur verður að teljast ólíklegt að Ómar Ragnarsson leiði flokkinn áfram til þeirra verka, t.d. í gegnum kosningar að nýju. Greinileg átök voru á milli Ómars og Margrétar um formennskuna fyrir kosningarnar í vor. Þar gaf Margrét eftir. Eflaust mun Margrét reyna að gera flokkinn að sínum með áberandi hætti fyrr en síðar og sækjast eftir að leiða flokkinn í gegnum næstu verkefni. Nú reynir á hversu samstæður þessi sundurleiti hópur verður.
![]() |
Innra starf Íslandshreyfingarinnar verður eflt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2007 | 12:42
Lúðvík Geirsson vill stækka álver með landfyllingu

Fram hefur reyndar komið í fréttum að Alcan geti hæglega stækkað álverið í Straumsvík upp í 350.000 tonn, miðað við gildandi deiliskipulag, þrátt fyrir að stækkun hafi verið felld. Það er alveg ljóst að álverið heyrir sögunni til í óbreyttu formi. Alcan hefur litið á valkostina sem að stækka það á svæðinu eða færa það annað. Það hefur sést vel að alvara er í því af tali við yfirvöld í Þorlákshöfn og Vogum á Vatnsleysuströnd. Það eru viðræður sem miðast af því að finna nýja valkosti, utan Hafnarfjarðar.
Það er skiljanlegt að Lúðvíki og bæjarstjórnarmeirihluta Samfylkingarinnar sé það mjög annt að stækka álverið þrátt fyrir úrslitin í kosningunni. Það er samt sem áður mjög kostulegt að heyra þessa skoðun koma frá Lúðvíki sjálfum eftir allt sem á undan er gengið. Lífseig hefur verið sagan um að forysta Samfylkingarinnar og bæjarstjórinn hafi viljað stækka álverið en orðið undir í kosningunni. Það var reyndar með ólíkindum að bæjarstjóranum tókst að tala um álverið og stækkunarmálið í aðdraganda og eftirmála kosninganna um stækkun án þess nokkru sinni að tjá eigin skoðanir.
Þær eru þó að afhjúpast þessa dagana með landfyllingartali bæjarstjórans sem vill greinilega halda fyrirtækinu í Firðinum og vílar ekki fyrir sér að horfa framhjá íbúðarkosningu í þeim efnum. Það verður fróðlegt hversu mikið álverið í Straumsvík muni stækka eftir allt saman, það er alveg klárt nú að stækkun þar er ekki út af borðinu þó að sú versíón hennar á kjördag, 31. mars sl, sé það.
![]() |
Álver á landfyllingu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2007 | 12:06
Þorgerður Katrín stýrði fundi á kvenréttindadegi

Þorgerður Katrín varð fyrsta konan í íslenskri stjórnmálasögu fyrir tæpu ári til að stýra fundum ríkisstjórnar landsins og hefur gegnt embættinu, þó auðvitað aðeins í forföllum hafi verið. Frá árinu 1970 hafa þrettán konur setið í ríkisstjórn Íslands, en Auður Auðuns varð það ár fyrst kvenna til að taka sæti í ríkisstjórn sem dómsmálaráðherra í kjölfar fráfalls Bjarna Benediktssonar.
20.6.2007 | 01:03
Valur tapar á Skaganum - staða FH vænkast
Ég leit á leikinn á Sýn í kvöld. Það var áhugavert að sjá leikinn. Ekki fannst mér nú boltaspil Skagamanna vera beint fagurt. Þeir fengu vissulega tvö bestu færin í leiknum og náðu með því sigri. Þessi sigur er auðvitað mikilvægur fyrir Guðjón Þórðarson í stöðunni sem blasir við honum sem þjálfara Skagamanna. Tapið hlýtur að vera blóðug skelfing fyrir Valsmenn eins og deildin lítur út þessa stundina.
Það verður því spenna annaðkvöld í úrvalsdeildinni. FH getur tryggt sér gott forskot á titilinn og KR getur bjargað sér frá fullkominni hneisu með sigri. Staða KR verður mest í sviðsljósinu þó á morgun, enda mun sjöunda tapið í röð verða þeim mikil skelfing fari svo. Sigur myndi jafnvel færa þeim öryggið á ný, sem ekki hefur sést til þetta sumarið nema í mjög smáum skömmtum sannarlega.
![]() |
ÍA vann Val eftir að hafa lent undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)