Jónína Bjartmarz vill að útvarpsstjóri axli ábyrgð

Jónína Bjartmarz Jónína Bjartmarz, fyrrum umhverfisráðherra og alþingismaður Framsóknarflokksins, vill að Páll Magnússon, útvarpsstjóri, axli ábyrgð í kjölfar niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélags Íslands í máli hennar gegn umfjöllun Kastljóss í aprílmánuði. Ummæli hennar, sem féllu í fréttatíma Stöðvar 2 verða vart túlkuð öðruvísi en sem svo að hún vilji að Páll segi af sér embætti.

Það stefnir ekki í það, enda svarar Ríkisútvarpið fyrir sig af krafti í málinu og Kastljós svaraði strax í gær niðurstöðu siðanefndar fimlega og lið fyrir lið. Það hefur verið vitað frá upphafi að útvarpsstjóri vakti yfir umfjöllun Kastljóss, enda er hlutverk hans yfir þættinum afgerandi. Það er því klókt hjá Jónínu að mæta stöðunni með því að krefjast að hann fari frá með þetta á bakinu heldur en aðrir. Þetta er enda klókur leikur.

Jónína Bjartmarz varð fyrir þungum skelli í þessum kosningum. Það er fjarstæða að telja að þetta mál eitt hafi gengið frá stjórnmálaferli hennar. Fylgi hennar í Reykjavík og flokksins reyndar líka var dapurt áður en þetta mál kom upp og staðan breyttist harla lítið til góðs eða ills. Vond staða um allt land, ekki bara í kjördæmi hennar, segir sína sögu vel. En það er skiljanlegt að hún vilji reyna að koma ábyrgðinni annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband