23.6.2007 | 20:35
Ljótasti hundur heims ber nafn með rentu


Set hér inn myndir af þeim báðum. Þið getið valið hvorum ykkar finnst ljótari, en eitt er ljóst að hvorugur eru þeir eins og ljúfu hundarnir hérna í íslensku sveitasælunni.
![]() |
Ljótasti hundur heims krýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.6.2007 | 18:22
Gefum sögunni meiri gaum á vef bæjarins

Þetta er svo sannarlega gott og blessað. Þó að vefur Akureyrarbæjar hafi alla tíð að mínu mati verið stórglæsilegur, upplýsandi og vandaður, í raun í fararbroddi vefsetra sem er á vegum íslensks sveitarfélags hefur mér alltaf fundist hann eiginlega ofhlaðinn. Kannski kippast einhverjir við þegar að ég segi þetta en ég segi það samt. Mér finnst sumar upplýsingar of flóknar að finna og vefurinn er stundum of mikið völundarhús er leita þarf snöggt að ýmsu smálegu sem oft blasir ekki við. Ég hef heyrt á fleirum að þeir upplifa hið sama.
Með einföldun vefsíðunnar og að skipta henni upp í nokkur svið sem hver og einn velur úr er betra að tína fram lykilpunkta þess sem fólk vill skoða með heimsókninni á vef Akureyrarbæjar. Að mjög mörgu leyti er heimasíða Akureyrarbæjar andlit bæjarins. Vefurinn þarf að vera svalur frontur stjórnsýslu, afþreyingar, upplýsinga og lykilpunkta, bæði fyrir þá sem búa í bænum og vilja kynna sér betur málefni sveitarfélagsins og eins þess sem er í ferðahug hingað norður. Við eigum að sinna öllum hliðum, því vefurinn á ekki bara að þjónusta mig og þig á Akureyri heldur líka þann sem vill heimsækja okkur, jafnvel í sumar, hver veit.
Mér finnst hafa tekist vel til með stofnun Akureyrarstofu. Þar eru undir sama hætti markaðs-, menningar- og ferðamál Akureyrarbæjar og mun hún aðallega einbeita sér að Akureyri en verða vissulega jafnframt þátttakandi í samvinnuverkefnum hér í Eyjafirði og annars staðar. Elín Margrét fór vel yfir öll þau mál í framsögu sinni á þriðjudag og þakka ég henni greinargóða umfjöllun. Eitt finnst mér þó vanta og það stórlega. Það er að hlúa betur að sögu Akureyrarbæjar, á netinu, og það auðvitað á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Að mínu mati væri vel til fundið að safna saman á vef bæjarins samantekt um bæjarstjóra í sögu Akureyrarbæjar, bæjarfulltrúa í langri sögu sveitarfélagsins og heiðursborgara Akureyrarbæjar. Þetta er umfjöllun sem hvergi er til staðar. Ég hef alla tíð verið aðdáandi sögunnar og viljað veg hennar sem mestan, alltaf haft gaman að lesa og skrifa um fortíð jafnt sem nútíð, t.d. í pólitík og talið mikilvægt að halda ýmsum til haga. Það er mikilvægt að hlúa að þessum þáttum á vegum bæjarins.
Jón Hjaltason hefur ritað nokkur afburðagóð rit af sögu Akureyrarbæjar, rit sem hann á heiður fyrir, enda vönduð og vel úr garði gerð. Það væri vel til fundið að fá Jón eða einhvern annan sögulega þenkjandi mann til að taka þessar upplýsingar saman, sem varla er mikið vandamál, nú eða hreinlega birta meira á vefnum úr bókum Jóns um sögu Akureyrarbæjar, sem reyndar full þörf er á að halda áfram, enda endar saga bæjarins ekki við síðasta bindi Jóns.
Vefur Akureyrarbæjar á að vera stolt okkar og flaggskip hér í kynningu á bænum. Jafnframt þarf að huga þar að sögu bæjarins, sem er merk og áhugaverð. Ungir sem eldri Akureyringar líta oft á vef sveitarfélagsins og þar væri söguhorn vel þegið með öllum öðrum mikilvægum upplýsingum. Þetta eru verkefni sem ber að vinna að við uppstokkun heimasíðu bæjarins sem nú stendur yfir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2007 | 15:18
Litrík umræða í bloggheimum um barnaklámsmál
Það er óhætt að mikil umræða hafi orðið í samfélaginu og í netheimum í kjölfar skrifa Elíasar Halldórs Ágústssonar, fyrrum kerfisstjóra í Reiknistofnun Háskóla Íslands, hér á Moggablogginu um barnaklámsmál og uppljóstranir hans um að tveir Moggabloggarar hafi verið þeir sem um ræði í því tilfelli. Það er auðvitað stóralvarlegt mál sé það rétt að lögreglan hafi fengið ábendingar um málið á sínum tíma, árið 1999, og ekki aðhafst neitt. Stór hluti umræðunnar snerist um að fá nöfn viðkomandi, en Elías Halldór gaf engin nöfn upp en kom umræðu af stað. Ekki leið á löngu þar til flestir töldu sig komna á slóð viðkomandi og um fátt er meira talað nú en viðkomandi menn.
Það er erfitt að fullyrða neitt um málið svosem, nema þá að það er háalvarlegt. Þetta eru ásakanir af því tagi að lögreglan á að taka þær upp og fara yfir stöðu þess frá öllum hliðum. Annað er varla líðandi. Þar sem að nöfn viðkomandi sem Elías Halldór gefur upp að hafi staðið að baki þessu eru orðin opinberuð að því er virðist má leiða getum að því að bálið magnist enn frekar. Svo er allavega þegar hægt að sjá hér í bloggkerfinu. Þetta er auðvitað mál sem vekur heitar skoðanir og hugleiðingar. Það er viðbúið þegar að fram koma skrif af þessu tagi að þeir sem lesa vilji fara næsta skref og leiða málið til lykta. Sumir hafa verið duglegri en aðrir í þessu ef marka má skrif hér.
Barnaklámsmál af því tagi sem Elías Halldór Ágústsson opinberar eru þess eðlis að miklu meira en eitt bloggkerfi nötrar í raun. Þessi umræða hefur farið sem eldur í sinu um samfélagið. Ísland í dag hefur tekið málið upp og það virðist bara rétt að byrja. Það verður fróðlegt að sjá hvert framhaldið verði nú þegar að þetta er komið í hámæli og greinilegt er að Moggabloggararnir sem um ræðir hafa tekið skrifin verulega til sín og er greinilega ekki sama um þá umfjöllun sem hafin er. Það verður svo auðvitað athyglisvert að sjá hvort að slóð málsins verði rakin að fullu og hvernig það verði rannsakað, sem hlýtur að blasa við að verði gert.
Sé það rétt að lögreglan hafi skellt skollaeyrum við þessu máli fyrir átta árum er það svo í sjálfu sér stóralvarlegt mál sem ekki má þaga í hel frekar en hitt málið sjálft.
Það er erfitt að fullyrða neitt um málið svosem, nema þá að það er háalvarlegt. Þetta eru ásakanir af því tagi að lögreglan á að taka þær upp og fara yfir stöðu þess frá öllum hliðum. Annað er varla líðandi. Þar sem að nöfn viðkomandi sem Elías Halldór gefur upp að hafi staðið að baki þessu eru orðin opinberuð að því er virðist má leiða getum að því að bálið magnist enn frekar. Svo er allavega þegar hægt að sjá hér í bloggkerfinu. Þetta er auðvitað mál sem vekur heitar skoðanir og hugleiðingar. Það er viðbúið þegar að fram koma skrif af þessu tagi að þeir sem lesa vilji fara næsta skref og leiða málið til lykta. Sumir hafa verið duglegri en aðrir í þessu ef marka má skrif hér.
Barnaklámsmál af því tagi sem Elías Halldór Ágústsson opinberar eru þess eðlis að miklu meira en eitt bloggkerfi nötrar í raun. Þessi umræða hefur farið sem eldur í sinu um samfélagið. Ísland í dag hefur tekið málið upp og það virðist bara rétt að byrja. Það verður fróðlegt að sjá hvert framhaldið verði nú þegar að þetta er komið í hámæli og greinilegt er að Moggabloggararnir sem um ræðir hafa tekið skrifin verulega til sín og er greinilega ekki sama um þá umfjöllun sem hafin er. Það verður svo auðvitað athyglisvert að sjá hvort að slóð málsins verði rakin að fullu og hvernig það verði rannsakað, sem hlýtur að blasa við að verði gert.
Sé það rétt að lögreglan hafi skellt skollaeyrum við þessu máli fyrir átta árum er það svo í sjálfu sér stóralvarlegt mál sem ekki má þaga í hel frekar en hitt málið sjálft.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2007 | 13:35
Tony Blair kveður forystu alþjóðastjórnmálanna

Margar sögur hafa gengið af fyrsta fundi Elísabetar II og Tony Blair föstudaginn 2. maí 1997 þegar að hann tók við völdum í Bretlandi eftir sögulegan kosningasigur, þann stærsta í sögu Verkamannaflokksins. Þá brotnaði Íhaldsflokkurinn nær í mél og var smár og beygður. Hann var maður allt annarra tíma en hún á alþjóðavettvangi og fulltrúi nýrra tíma, eins og átti eftir að sjást í deilum þeirra bakvið tjöldin eftir dauða Díönu, prinsessu af Wales, í ágúst 1997 þar sem Blair leiddi byltingu fólksins gegn konungsfjölskyldunni sem sat þögul hjá í sorgarferli almennings, þar til að Blair tók völdin og Elísabet II fór til London og ávarpaði þjóð í sorg.
Eins og fyrr segir hafa margar sögur gengið af fundinum í Buckingham-höll. Honum er lýst nákvæmlega í kvikmyndinni The Queen með bravúr að flestra mati, talin raunsönn lýsing á fyrsta fundi þessara fulltrúa gerólíkra tíma í breskri sögu. Tony Blair var fyrsti forsætisráðherrann á valdaferli drottningar sem fæddur var eftir að hún tók við krúnunni árið 1952 og væntanlega mun svo fara að hann verði sá eini, nema að David Cameron verði forsætisráðherra árið 2009, sem hægrimenn eins og ég vona auðvitað mjög, og Elísabet II þá enn á drottningarvakt. Blair-hjónin voru fyrir valdaferilinn miklir andstæðingar gamla valdsins og Cherie Blair átti aldrei erfitt með að stuða drottninguna og valdakjarnann hennar t.d. í kosningabaráttunni 1997 og við eftirmála dauða Díönu prinsessu.
Tony Blair virðist þó hafa lært að virða drottninguna og meta. Það sést vel í kvikmyndinni The Queen. Það sást merkilega vel í aðdraganda útfarar Díönu. Drottningin hefur þó aldrei verið unnandi Blairs og sögusagnir herma að hún hafi talið dagana mjög lengi eftir að losna við Blair. Það komst í pressuna um daginn að drottningin teldi Blair hafa verið misheppnaðan stjórnmálamann og ekki staðið undir væntingum. Það eru orð að sönnu, lítum bara á skoðanakannanir. Það er flestum ljóst að drottningin fagnar því að Gordon Brown taki við völdum. Hann er Skoti, intellectual-týpa og maður hugsjóna. Það væri eflaust gaman að vera fluga á vegg á fundi þeirra á miðvikudag.
Tony Blair talaði af krafti á sínum síðasta blaðamannafundi. Skarð hans verður auðvitað mikið fyrir breska fjölmiðla sérstaklega, enda hafa þeir lengi hossað honum, sérstaklega fyrir Íraksstríðið og sumir allt til endalokanna meira en aðrir. Blair hefur verið maður sviðsljóssins, tilbúinn til að gera allt fyrir spinnið, plottið og myndavélablossana. Athyglin hefur verið honum mikilvæg. Brown er maður annarrar gerðar, hann er mikill hugsuður en um leið meiri pólitíkus á bakvið tjöldin og er mun litlausari sem persóna en hinn litríki Blair sem sjarmeraði Breta fyrir áratug og var lengi vel dálæti þeirra, stolt og yndi. Eða allt þar til að hans glampi hvarf með sprengjublossunum í Bagdad.
Blair hefur verið í vörn allt frá því að hann missti út úr sér í þrengingum að hann myndi ekki fara í fjórðu kosningarnar. Það eru þrjú ár frá þeim dómgreindarskorti sem hefur þurrkað hans glansa upp mun hraðar en eiginlega Íraksmálið, þó eflaust sé það blanda af því öllu sem blasi við þegar að gerðar eru ástæður þess að hann fer hrakinn og veðraður frá völdunum sem Bretar fólu honum með landslide-stórsigri fyrir áratug og var hylltur sem þjóðhetja er hann kom sem forsætisráðherra fyrst í Downingstræti af sínu fólki. Hann verður ekki hylltur við lokin og flestir lykilmenn Brown-kjarnans hafa talið dagana óralengi eftir að hann færi frá völdum.
Nú er komið að því. Það er kaldhæðnislegt að síðasti blaðamannafundurinn, síðasti sviðsljómi þessa sigursæla leiðtoga jafnaðarmanna sem hefur hrakist frá völdum hægt og hljótt á sviptingasömum þrem árum, hafi verið í húsakynnum Evrópusambandsins í Brussel. Margir þeirra sem þar voru hafa fjallað um það eitt mánuðum saman hvenær að hann muni nákvæmlega hætta og hversu lengi hann myndi vera fyrir Gordon Brown þeim Tony og Cherie til mikilla vansa.
Ég hélt reyndar um tíma að hinn svefnlausi Tony Blair myndi vitna á þessari örlagastundu ferils síns til Richards Nixons sem sagði árið 1962 er hann ætlaði sér að hætta í pólitík eftir að hafa tapað ríkisstjóraslag í Kaliforníu og áður forsetakosningunum 1960 fyrir JFK: "You won´t have Nixon to kick around anymore, because, gentlemen, this is my last press conference."
Það gerðist þó ekki. Þess í stað kláraði hann fundinn og sagði lágt er hann gekk frá púltinu og eflaust til að halda beint í háttinn. "Well, then it´s off to bed". Kaldhæðnisleg lokaorð eins valdamesta stjórnmálamanns heims á sínum síðasta blaðamannafundi á fjölmiðlavænum stjórnmálaferli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2007 | 10:57
Eyjan fer af stað - kjaftasagan um Egil var rétt
Merkilegast þykir mér að sjá Friðjón R. Friðjónsson skrifa þarna, en hann var 2. varaformaður SUS hluta þess tíma sem ég var í stjórninni, ásamt þeim Guðmundi Svanssyni og Tómasi Hafliðasyni. Svo er auðvitað athyglisvert að Þráinn Bertelsson skrifar þarna. Ekki kemur að óvörum að sjá pólitíkusana Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, og Björn Inga Hrafnsson, borgarfulltrúa, blogga þarna á vefsetri Péturs og Andrésar. Merkilegt að sjá Björgvin á Bæjarslúðrinu austfirska skrifa þarna.
Nöfnin þarna eru annars að mér sýnist þessi:
- Andrés Jónsson
- Andrés Magnússon
- Arna Schram
- Björgvin Valur Guðmundsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Egill Helgason
- Friðjón R. Friðjónsson
- Grímur Atlason
- Guðmundur Rúnar Svansson
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Helga Vala Helgadóttir
- Magnús Sveinn Helgason
- Pétur Gunnarsson
- Pétur Tyrfingsson
- Tómas Hafliðason
- Þorbjörg Gunnlaugsdóttir
- Þráinn Bertelsson
- Össur Skarphéðinsson
Ég fór yfir þetta í gær í þessum skrifum og nefndi nöfnin sem hafa verið í umræðunni. Auðvitað voru þau öll rétt, enda hefðu þau sem áður hefðu verið nefnd tekið fyrir það á bloggum sínum hefði sá orðrómur verið rangur. En það er skiljanlegt að fólk vilji færa sig til sé það ekki sátt að einhverju leyti og eða vilji mynda aðra elítu á vefnum, einskonar vefrit í blokkarformi.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur þarna. Þetta samfélag verður allavega líflegt. Á moggablogginu heldur lífið áfram eins og ekkert hafi gerst. Það koma alltaf einhverjir í annarra stað. Það sýnir sagan okkur frá opnun fyrir ári.
Ég ætla mér að skrifa áfram hér mínar pælingar. Hér líður mér vel og engin ástæða til að hreyfa sig um set. Það hefur enda aldrei komið til greina að færa sig frá því að ég opnaði hér í september 2006.
![]() |
Nýr fjölmiðill tekur til starfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)