Eyjan fer af stað - kjaftasagan um Egil var rétt

Egill Helgason Nýja bloggsamfélagið Eyjan hefur opnað. Kjaftasagan um að Egill Helgason myndi blogga þar varð svo sannarlega rétt. Hér skrifaði Egill í þrjár vikur. Auk hans skrifa þarna um tuttugu bloggarar, tíu til ellefu þeirra sýnist mér að hafi skrifað hér á Moggablogginu. Miklar kjaftasögur gengu um það í vikunni hverjir myndu skrifa þarna og reyndust þær allar réttar sýnist mér.

Merkilegast þykir mér að sjá Friðjón R. Friðjónsson skrifa þarna, en hann var 2. varaformaður SUS hluta þess tíma sem ég var í stjórninni, ásamt þeim Guðmundi Svanssyni og Tómasi Hafliðasyni. Svo er auðvitað athyglisvert að Þráinn Bertelsson skrifar þarna. Ekki kemur að óvörum að sjá pólitíkusana Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, og Björn Inga Hrafnsson, borgarfulltrúa, blogga þarna á vefsetri Péturs og Andrésar. Merkilegt að sjá Björgvin á Bæjarslúðrinu austfirska skrifa þarna.

Nöfnin þarna eru annars að mér sýnist þessi:
  • Andrés Jónsson
  • Andrés Magnússon
  • Arna Schram
  • Björgvin Valur Guðmundsson
  • Björn Ingi Hrafnsson
  • Egill Helgason
  • Friðjón R. Friðjónsson
  • Grímur Atlason
  • Guðmundur Rúnar Svansson
  • Hafrún Kristjánsdóttir
  • Helga Vala Helgadóttir
  • Magnús Sveinn Helgason
  • Pétur Gunnarsson
  • Pétur Tyrfingsson
  • Tómas Hafliðason
  • Þorbjörg Gunnlaugsdóttir
  • Þráinn Bertelsson
  • Össur Skarphéðinsson

    Ég fór yfir þetta í gær í þessum skrifum og nefndi nöfnin sem hafa verið í umræðunni. Auðvitað voru þau öll rétt, enda hefðu þau sem áður hefðu verið nefnd tekið fyrir það á bloggum sínum hefði sá orðrómur verið rangur. En það er skiljanlegt að fólk vilji færa sig til sé það ekki sátt að einhverju leyti og eða vilji mynda aðra elítu á vefnum, einskonar vefrit í blokkarformi.

    Það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur þarna. Þetta samfélag verður allavega líflegt. Á moggablogginu heldur lífið áfram eins og ekkert hafi gerst. Það koma alltaf einhverjir í annarra stað. Það sýnir sagan okkur frá opnun fyrir ári.

    Ég ætla mér að skrifa áfram hér mínar pælingar. Hér líður mér vel og engin ástæða til að hreyfa sig um set. Það hefur enda aldrei komið til greina að færa sig frá því að ég opnaði hér í september 2006.

mbl.is Nýr fjölmiðill tekur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband