12.11.2008 | 14:48
Árdegi á hausinn - níu ára strákur í sárum
Miðað við fréttir síðustu dagana kemur ekki að óvörum að Árdegi sé komið í þrot, enda miklir erfiðleikar þar. Mér varð við þær fregnir fyrst hugsað til níu ára stráksins sem var illa svikinn af BT og þurfti að bíða í fimm mánuði eftir nýrri leikjatölvu frá BT áður en allt fór á hausinn. Held að þetta sé eitthvað daprasta PR fyrir eitt fyrirtæki mjög lengi.
![]() |
Árdegi óskar eftir gjaldþrotaskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2008 | 12:06
Ólafur Ragnar þarf að útskýra ræðu sína
Ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar hafa heldur betur vakið athygli. Mér finnst það heldur betur stórfréttir ef satt reynist að forsetinn hafi tekist að tengja saman lánveitingu Rússa til Íslendinga og herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Mikilvægt er að fá hið sanna fram í málinu og auðvitað er rétt að birta ræðuna orðrétt svo hægt sé að lesa hvað forsetinn sagði í stað þess að rífast um það. Ef hann hefur sagt þetta eru það stórfréttir í utanríkispólitík og hlutleysi forsetaembættisins verður að orði í sögubókunum.
Reyndar má velta því fyrir sér hvort forsetinn hafi ekki fyrir löngu farið af braut hlutleysis og tekið sér stöðu sem örlagavaldur í ræðu og riti. Mér finnst það vekja mikla athygli að forsetinn veiti ekki viðtal og fari ekki sjálfur yfir hvað hann sagði í ræðunni og leggi út frá því. Mér finnst lýsingar af ræðunni ekki beint þess eðlis að það styrki forsetaembættið sem valdalaust embætti og það fær á sig annan blæ.
Ég sé reyndar að erlenda pressan er búin að átta sig á tengslum Ólafs Ragnars við auðmennina og staða hans sé erfið í ljósi þess. Kannski má búast við að hún muni ganga lengra og fara að ráðast að íslenska forsetanum með þeim hætti sem pressan hér heima hefur ekki þorað fram að þessu.
Reyndar má velta því fyrir sér hvort forsetinn hafi ekki fyrir löngu farið af braut hlutleysis og tekið sér stöðu sem örlagavaldur í ræðu og riti. Mér finnst það vekja mikla athygli að forsetinn veiti ekki viðtal og fari ekki sjálfur yfir hvað hann sagði í ræðunni og leggi út frá því. Mér finnst lýsingar af ræðunni ekki beint þess eðlis að það styrki forsetaembættið sem valdalaust embætti og það fær á sig annan blæ.
Ég sé reyndar að erlenda pressan er búin að átta sig á tengslum Ólafs Ragnars við auðmennina og staða hans sé erfið í ljósi þess. Kannski má búast við að hún muni ganga lengra og fara að ráðast að íslenska forsetanum með þeim hætti sem pressan hér heima hefur ekki þorað fram að þessu.
![]() |
Fréttir af ummælum forseta ónákvæmar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2008 | 01:05
Hundaval Obama skyggir á pólitísku umræðuna

Mér finnst það frekar fyndið að meira er talað um það í fjölmiðlum í Bandaríkjunum hvernig hund Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, tekur með sér í Hvíta húsið en hverjir verði ráðherrar í ríkisstjórn hans. Kannski segir þetta sitt um fréttamatið eftir traustan sigur Obama í forsetakosningunum og táknrænt loforð hans til dætranna að kvöldi kjördags þar sem hann sagðist hafa lofað stelpunum sínum að fá hund með sér í Hvíta húsið.
Þetta bræddi hjörtu margra Bandaríkjamanna og hefur átt sinn sess í pressunni. Reyndar er mjög algengt að forsetar í Bandaríkjunum taki með sér hund í Hvíta húsið. Mér telst til að flestir forseta Bandaríkjanna síðustu áratugina hafi haft hund í húsinu og sumir haft fleiri gæludýr. Á þessum vef er áhugaverð samantekt um þetta.
En kannski fer að líða að því að pólitískar skipanir Obama verði meira í kastljósinu en valið á hundunum.
![]() |
Forsetahundsins leitað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008 | 00:15
Mildar afsögn Bjarna átakalínurnar í Framsókn?
Mér finnst það mjög kaldhæðnisleg tilviljun að Bjarni Harðarson segi af sér þingmennsku á sama degi og Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér embætti félagsmálaráðherra fyrir fjórtán árum. Báðar afsagnir voru í kastljósi fjölmiðla en eru um margt mjög ólíkar. Kannski eru þessar afsagnir tímanna tákn um að stjórnmálamenn axli ábyrgð á mistökum sínum en sumum þykir örugglega að mikið vanti þar á. Sumir segja reyndar að menn segi aðeins af sér fyrir litlar sakir en þeir sem brjóta alvarlega af sér sitji hinsvegar áfram.
Þessi afsögn hlýtur að varpa þungu fargi af Bjarna, eins og greinilega má sjá af myndklippunni með þessari frétt. Ef hann hefði setið lengur eftir svo alvarlegan verknað, þar sem hann vegur mjög harkalega að varaformanni sínum, samherja innan eigin flokks, er hætt við að Framsóknarflokkurinn hefði skaðast meira en orðið er og hann hefði átt mjög erfitt með að sitja áfram þingflokksfundi í svo litlum þingflokki og eiga samskipti eftir að hafa orðið svo mjög á. Hann tekur rétta ákvörðun með tilliti til flokkshagsmuna.
Þetta mál er fyrst og fremst áfall fyrir Framsóknarflokkinn. Hann er mjög illa þjakaður af innanmeinum, og virðist enn eiga við fortíðardrauga að glíma auk þess sem Evrópumálin eru að fara mjög illa með samstöðuna innan hans og fjarri því útséð með frekari átök. Mér finnst það eiginlega sorglegt þegar samherjar í flokki eru tilbúnir að veita hvor öðru svo þung högg og allt í skjóli nafnleyndar. Þetta er hrein lágkúra og hefði verið þungur skuggi yfir Bjarna að óbreyttu.
Ákvörðun hans tryggir honum framhaldslíf í pólitík, hvar svo sem hann vill taka þátt. Hann tekur sína ábyrgð og hreinsar þetta mál út. Þingmennska hans hefði verið stórlega sködduð ef hann hefði haldið áfram og hann hefði átt mjög erfitt með að verða trúverðugur í verkum sínum. Hitt er svo annað mál hvort þetta alvarlega mál fyrir Framsóknarflokkinn mildi átakalínur innan hans. Þar hlýtur forystan að hugleiða hvort hann sé að ganga frá sjálfum sér án utanaðkomandi aðstoðar.
Framsóknarflokkurinn hefur allt frá því Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra átt mjög erfitt með að komast yfir eigin innanmein. Forystumenn hans hafa verið sjálfum sér verstir og veitt flokknum sár sem bundu enda á ríkisstjórnarþátttöku hans og hafa komið í veg fyrir að hann nái sér af sárum sínum og komist út úr eyðimerkurgöngunni. Þar virðist pólitíska baráttan vera orðin að lífsbaráttu við erfiðar aðstæður. Þetta mál veikir flokk í miklum vanda - þar hljóta menn að hugsa sitt ráð.
Þessi afsögn hlýtur að varpa þungu fargi af Bjarna, eins og greinilega má sjá af myndklippunni með þessari frétt. Ef hann hefði setið lengur eftir svo alvarlegan verknað, þar sem hann vegur mjög harkalega að varaformanni sínum, samherja innan eigin flokks, er hætt við að Framsóknarflokkurinn hefði skaðast meira en orðið er og hann hefði átt mjög erfitt með að sitja áfram þingflokksfundi í svo litlum þingflokki og eiga samskipti eftir að hafa orðið svo mjög á. Hann tekur rétta ákvörðun með tilliti til flokkshagsmuna.
Þetta mál er fyrst og fremst áfall fyrir Framsóknarflokkinn. Hann er mjög illa þjakaður af innanmeinum, og virðist enn eiga við fortíðardrauga að glíma auk þess sem Evrópumálin eru að fara mjög illa með samstöðuna innan hans og fjarri því útséð með frekari átök. Mér finnst það eiginlega sorglegt þegar samherjar í flokki eru tilbúnir að veita hvor öðru svo þung högg og allt í skjóli nafnleyndar. Þetta er hrein lágkúra og hefði verið þungur skuggi yfir Bjarna að óbreyttu.
Ákvörðun hans tryggir honum framhaldslíf í pólitík, hvar svo sem hann vill taka þátt. Hann tekur sína ábyrgð og hreinsar þetta mál út. Þingmennska hans hefði verið stórlega sködduð ef hann hefði haldið áfram og hann hefði átt mjög erfitt með að verða trúverðugur í verkum sínum. Hitt er svo annað mál hvort þetta alvarlega mál fyrir Framsóknarflokkinn mildi átakalínur innan hans. Þar hlýtur forystan að hugleiða hvort hann sé að ganga frá sjálfum sér án utanaðkomandi aðstoðar.
Framsóknarflokkurinn hefur allt frá því Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra átt mjög erfitt með að komast yfir eigin innanmein. Forystumenn hans hafa verið sjálfum sér verstir og veitt flokknum sár sem bundu enda á ríkisstjórnarþátttöku hans og hafa komið í veg fyrir að hann nái sér af sárum sínum og komist út úr eyðimerkurgöngunni. Þar virðist pólitíska baráttan vera orðin að lífsbaráttu við erfiðar aðstæður. Þetta mál veikir flokk í miklum vanda - þar hljóta menn að hugsa sitt ráð.
![]() |
Fékk aðeins í magann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |