Ólafur Ragnar þarf að útskýra ræðu sína

Ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar hafa heldur betur vakið athygli. Mér finnst það heldur betur stórfréttir ef satt reynist að forsetinn hafi tekist að tengja saman lánveitingu Rússa til Íslendinga og herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Mikilvægt er að fá hið sanna fram í málinu og auðvitað er rétt að birta ræðuna orðrétt svo hægt sé að lesa hvað forsetinn sagði í stað þess að rífast um það. Ef hann hefur sagt þetta eru það stórfréttir í utanríkispólitík og hlutleysi forsetaembættisins verður að orði í sögubókunum.

Reyndar má velta því fyrir sér hvort forsetinn hafi ekki fyrir löngu farið af braut hlutleysis og tekið sér stöðu sem örlagavaldur í ræðu og riti. Mér finnst það vekja mikla athygli að forsetinn veiti ekki viðtal og fari ekki sjálfur yfir hvað hann sagði í ræðunni og leggi út frá því. Mér finnst lýsingar af ræðunni ekki beint þess eðlis að það styrki forsetaembættið sem valdalaust embætti og það fær á sig annan blæ.

Ég sé reyndar að erlenda pressan er búin að átta sig á tengslum Ólafs Ragnars við auðmennina og staða hans sé erfið í ljósi þess. Kannski má búast við að hún muni ganga lengra og fara að ráðast að íslenska forsetanum með þeim hætti sem pressan hér heima hefur ekki þorað fram að þessu.

mbl.is Fréttir af ummælum forseta ónákvæmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki nóg? „Forsetinn tjáir sig að venju ekki um þær umræður sem fram fóru á fundinum en rétt er þó að taka fram að fréttir erlendra fjölmiðla af fundinum eru ekki nákvæmar. Til dæmis er fjarri lagi að forsetinn hafi þar tengt hugsanlega lánveitingu Rússa til Íslendinga við fyrrum herstöð bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli,” segir í svari Örnólfs við fyrirspurn um málið.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband