Af hverju henda unglingar mat í þinghúsið?

Mér finnst það skjóta frekar skökku við að unglingar kasti mat í þinghúsið í kreppunni. Eru þetta skilaboðin sem æska landsins vill senda frá sér eða er þetta bara týpískt hugsunarleysi sem engu skilar? Mér finnst það frekar sorglegt að æska landsins sendi frá sér svo mikla fáfræði og tómleg skilaboð. Satt best að segja er ekkert í þessu sem er viti borið eða gáfulegt. Þetta varpar skugga á annars ágæt mótmæli, enda er eðlilegt að fólk komi saman og tali saman af alvöru.

Að henda mat á þinghúsið er ekki gáfulegt innlegg í krepputalið, á mjög erfiðum tímum fyrir þjóðina.

mbl.is Þinghúsið þrifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmenn mótmæli - lýðræðisvakning örlagatíma

Enginn vafi leikur á því að mótmælin í dag voru fjölmenn og áhrifarík. Mikið er hægt að gera með samstöðu og öflugum orðum. Umgjörðin í dag var mun betur heppnuð en um síðustu helgi og fókusinn var á það sem gerðist á sviðinu og þann fjölda sem var samankominn. Þetta er öflugur fjöldi fólks og greinilegt að mjög fjölgar í hópi þeirra sem fylkja sér saman og standa saman í baráttunni fyrir lýðræðisvakningu. Mér finnst eðlilegt að þjóðin standi saman og tjái skoðanir sínar, hversu ólíkar sem þær annars eru á þessum örlagatímum.

Ég ákvað að fara í lýðræðisgönguna hér á Akureyri í dag og fylgdist með ræðuhöldum á Ráðhústorginu. Þar kom fjöldi fólks saman, fólk með ólíkar skoðanir og fylktu liði í ópólitískri samkomu. Ég hitti þar fullt af fólki og átti fín samtöl. Fjarri því fólk sem myndi vera sammála um alla hluti, en eru sammála í því að þjóðin þarf að vera vakandi og taka af skarið þegar þess er þörf. Mér fannst þetta hressileg ganga í nóvemberkuldanum, kuldatíð þjóðarinnar í svo mörgum skilningi þess orðs.

mbl.is Friður og blóm á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannaði Mogginn ekki betur björgunarsöguna?

Mogginn virðist hafa brennt sig frekar illa með því að kanna ekki betur sögu Íslendingsins sem sagðist ekki hafa verið bjargað úr sjávarháska. Við vorum ansi mörg í dag sem trúðum þessari sögu sem heilögum sannleik og furðuðum okkur á framkomunni við manninn. Meira en lítið virðist hafa vantað í þessa sögu í Moggafréttinni og greinilega ekki verið kannað betur hversu traust undirstaða frásagnarinnar var.

Þetta er svolítið vandræðalegt mál fyrir Moggann, enda var þetta að mörgu leyti frétt dagsins - klárlega sú sem vakti mesta athygli, fyrir utan blessaða pólitíkina. Fólki hérna heima blöskraði framkoman við manninn en virðist ekki hafa heyrt alla söguna. Mogginn þarf að tvíkanna heimildirnar betur áður en skrifað er greinilega.

mbl.is Lögregla ber sögu Íslendings til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband