Af hverju henda unglingar mat í þinghúsið?

Mér finnst það skjóta frekar skökku við að unglingar kasti mat í þinghúsið í kreppunni. Eru þetta skilaboðin sem æska landsins vill senda frá sér eða er þetta bara týpískt hugsunarleysi sem engu skilar? Mér finnst það frekar sorglegt að æska landsins sendi frá sér svo mikla fáfræði og tómleg skilaboð. Satt best að segja er ekkert í þessu sem er viti borið eða gáfulegt. Þetta varpar skugga á annars ágæt mótmæli, enda er eðlilegt að fólk komi saman og tali saman af alvöru.

Að henda mat á þinghúsið er ekki gáfulegt innlegg í krepputalið, á mjög erfiðum tímum fyrir þjóðina.

mbl.is Þinghúsið þrifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æska landsins heimsk! Ertu gengin af göflunum?!

Menntun og upplýsing hefur aldrei verið betri frá upphafi mannkyns og hjá yngri kynslóðum núna.

Sko það að henda einu ómerkilegu eggi í alþingi er ekki heimskulegt. Ef Alþingismennirnir verða settir á fallöxina fyrir framan allt landið á austurvelli, þá fyrst má tala um eitthvað sem er heimskulegt. Og já byltingarnar eru mun friðsamlegri og þroskaðri en þekkst hefur í gegnum tímann. Semsagt kynslóðirnar hafa orðið GÁFAÐARI!

Hlöðver Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: Jón Sigurður

Að tala um að æska landsins sé að senda einhver skilaboð þegar nokkrir krakkar taka sig saman og henda matvælum í Alþingishúsið er jafn gáfulegt og að segja að í hvert skipti sem þú hefur skoðun þá séu Akureyringar að senda einhver skilaboð.

Að minnsta kosti hefur það farið framhjá mér að þessir krakkar séu einhverjir sérstakir talsmenn eða fulltrúar íslenskrar æsku.

Jón Sigurður, 15.11.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Af hverju henda unglingar mat í þinghúsið ?

Unglingar eru auðvitað unglingar, og þeir tjá sig gjarnan með tilþrifum þegar tilfinningar og reiði bera þá ofurliði.

Með óbreyttri stöðu í stjórn Seðlabankanns, má allt eins búast við einhverju öðru en matvælum verði grýtt á næstunni

hilmar jónsson, 15.11.2008 kl. 20:06

4 identicon

Þau eru með skilaboð. Ég var þarna og fylgdist með og ekki vantaði mótmælaspjöldin og borðana með kröfunum, svo það er ekki alveg rétt hjá þér að það hafi ekki verið neinar kröfur sem fylgdu þessum aðgerðum hjá unga fólkinu. Mér finnst þetta hjá þeim bara ekkert skrýtið, kannski eiga þessir uglingar foreldra heima sem hafa grátið sína stöðu, tapaðar eignir og vinna farin. Ef ég væri á þessum aldri tæki ég þátt í þessu með þeim. Stjórnvöld eiga það skilið.

Valsól (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 20:16

5 identicon

Af hverju? Það þarf bara að spyrja unglingana sjálfa að því. Kannski er betra að þeir hendi ónýtum mat í Alþingishúsið í stað þess að mæta með molotofsprengjur eða vélbyssur. Unglingar eru og hafa alltaf verið unglingar. Svo eldast þeir og þroskast og myndu varla kasta mat í Alþingishúsið milli þrítugs og fertugs. EN - hefur einhver spurt þessa unglinga hvers vegna þeir gera þetta?Það væri fróðlegt að vita svör þeirra.

Nína S (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 20:18

6 Smámynd: nicejerk

Mér sýndist að Þinghúsið væri "rifið". Bara eldrimannagleraugnabilun geri ég ráð fyrir.

nicejerk, 15.11.2008 kl. 20:20

7 identicon

Þetta er alveg dæmigert fyrir ykkur gömlu kallana í Sjálfstæðisflokknum. Skiljið ekki stemmninguna né ástandið. Skljið ekki reiðina, óttan og vonleysið.

Þið skiljið yfir höfuð ekki nokkurn skapaðan hlut.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 20:27

8 Smámynd: Jón Þór Benediktsson

   Minnir mig á söguna er þeir hentu síðasta sláturkeppinum út úr Borgarvirki.
Þetta er góður húmor á móti krepputalinu að fólk í kreppu hafi efni á að henda mat í húsvegg niður í bæ. Tek ofan fyrir þeim sem sjá svona spaugilega hlið á vandræðaganginum

Jón Þór Benediktsson, 15.11.2008 kl. 22:55

9 Smámynd: Brynjólfur Bragason

Getur verið að æska landsins sé að spegla ráðamenn þjóðarinnar, tómleg skilboð og fáfræði ?

Brynjólfur Bragason, 15.11.2008 kl. 23:46

10 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Misstir þú alveg af unglingsárunum ?

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 16.11.2008 kl. 01:24

11 Smámynd: Kristleifur Guðmundsson

Já var það ekki að fólk komi saman og tali, hvert hefur þetta tal okkar ráðamanna svo sem komið okkur, jú í gröfina ég tek ofan fyrir ungmennum þessa lands fyrir að láta í sér heyra. að menn skuli voga sér að tala um fáfræði þessa hóps sem eru sennilega einu þjóðfélagsþegnar okkar sem ekki hafa verið heilaþvegnir af þessu velmegnunarkjaftæði.

þetta er fólk sem vill bara hafa það ágætt en ekki vera í fjötrum okkar kynslóðar sem búin er að keyra þetta land okkar í kaf á alþjóðar vettvangi.

og menn mega þakka fyrir að ekki skuli umræðan vera um borgarastyrjöld hér í landi  

Kristleifur Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 01:40

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin. Gott að heyra í ykkur um þetta. Við sum erum ósammála og verðum að vera sammála um að vera ósammála. Ekkert mál svosem.

Mér finnst þetta frekar tilgangslaust að henda mat í hús, þegar ekki nokkur maður er þar inni og skil ekki tilganginn. Gæti kannski örskilið pointið væri einhver action inni í húsinu, t.d. eins og þegar NATÓ-aðildin var samþykkt í mars 1949. En að henda mat í kreppu, er það ekki frekar barnalegt?

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.11.2008 kl. 01:44

13 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Skyrkast Helga var náttúrulega mjög sterkur verknaður, sem kom honum í sögubækurnar burtséð frá öðrum mótmælum hans, og hans leið til að koma vissu pointi að, hans leið til að fá útrás á þeim sem fara með valdið, að henda matnum beint á liðið. Enda hefur það orðið mjög sögulegur verknaður og eitt eftirminnilegasta verk Helga.

Hann er einn þekktasti mótmælandi Íslands og stendur vel undir því heiti. Veit ekki hvort ráðamenn sem nú eru við völd lenda í hinu sama, en það er eitt að henda mat á hús sem ekki nokkur maður er í og að henda mat í hús þar sem eitthvað er að gerast og verið að mótmæla einhverju tilteknu verki. En þetta er svosem matsatriði.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.11.2008 kl. 01:55

14 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Vil reyndar koma á framfæri kommenti vegna athugasemdanna hér. Sumir sem höfðu skrifað voru eitthvað fúlir með að komment birtust ekki og sendu mér tölvupósta vegna þess. Ég var ekki við tölvu í kvöld, eftir að ég skrifaði færslurnar tvær, en staðfesti allt þegar ég komst við tölvu. Svo það sé á hreinu og ég hafi ekki eyðilagt laugardagskvöldið fyrir einhverjum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.11.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband