2.11.2008 | 23:58
McCain vs. Obama > 2 dagar

Æ líklegra verður nú að Barack Obama verði kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna eftir 48 klukkustundir. Forskot Obama er enn það traust og afgerandi í flestum könnunum að það yrði pólitískt kraftaverk tækist John McCain að komast í Hvíta húsið. McCain-sigur úr þessu yrðu merkilegustu úrslit í bandarískum forsetakosningum frá árinu 1948 þegar Thomas Dewey, fyrrum ríkisstjóri í New York, tapaði fyrir Harry S. Truman, sitjandi forseta, þvert á allar skoðanakannanir, en hann hafði tapað fyrir Roosevelt og Truman fjórum árum áður.
Harry S. Truman birtist sigri hrósandi á kosninganótt, eftir að hafa skellt Dewey og tryggt sér eigið kjörtímabil í Hvíta húsinu (hann var kjörinn sem varaforseti Roosevelts og tók við þegar hann varð bráðkvaddur skömmu fyrir stríðslok vorið 1945), og veifaði forsíðu Chicago Daily Tribune með stríðsletrinu Dewey Defeats Truman. Blaðið tók sénsinn og ákvað að veðja á Dewey. Ef McCain sigrar Obama úr þessu myndi hann örugglega minna á Truman veifandi hinu seinheppna blaði frá Chicago, heimaborg keppinautarins.
Ég er sammála því mati að kosningabaráttan, sérstaklega lokaspretturinn, minnir ískyggilega mikið á það þegar Bill Clinton skellti hinum reynda Bob Dole árið 1996 og reyndar ekki síður þegar hann sigraði George H. W. Bush fjórum árum áður. Báðir voru lánlausir og áttu mjög erfitt í baráttu við mun yngri frambjóðenda, sem hafði stærsta sóknarfærið á umbrotatímum, gat boðið ferska og nýja forystu gegn gömlu tímunum. Þó McCain hafi aldrei ráðið ríkjum í Hvíta húsinu eða ráðuneyti í forsetatíð Bush þá er hann brenndur af þeim tíma.
Dole var 73 ára þegar Clinton forseti vann hann. Í rauninni átti hann aldrei séns, þó innst inni vonuðust repúblikanar allir eftir því. Honum mistókst að ná til óháðra og tapaði á því að fólki fannst hann of gamall og boða fortíðina við hlið yngri kynslóðar sem hafði nýja nálgun í pólitísku starfi. John McCain er árinu yngri en Dole þegar hann tapaði fyrir Clinton og hefur sama stimpil. Annars er ég viss um að McCain hefði haft alvöru séns ef efnahagskreppan hefði ekki skollið á.
Í þeirri stöðu væri líklegra að baráttan snerist um utanríkismál, lykilmál stjórnmálaferils og persónu hans, gömlu stríðskempunnar. En þetta eru örlagatímar, ráðandi stjórnvöld og erindrekar hennar eiga undir högg að sækja. Á slíkum tímum er líklegt að fólk vilji nýja tíma og nýja kynslóð til forystu. Því er ekki ósennilegt að Bandaríkjamenn færi Obama traust umboð. Annað yrðu söguleg úrslit, rétt eins og kjör Obama mun verða fari svo að hann sigri.
En það hefur svosem verið vitað frá upphafi að þetta yrðu sögulegar kosningar - þetta eru fyrstu kosningarnar frá 1928 þar sem sitjandi forseti eða varaforseti eru ekki í kjöri, ekki einu sinni í forkosningaferlinu, og það er blökkumaður í kjöri. Þetta getur ekki annað en orðið sögulegt. Get þó ekki neitað því að það yrði merkileg endalok ef Obama tapar á sigurvissu stuðningsmannanna. En það er mjög ólíklegt, eins og stemmningin er.
![]() |
Öruggasta forustan síðan 1996 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.11.2008 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.11.2008 | 17:42
Fjölmiðlavænt matador-spil Jóns Ásgeirs
Mér finnst samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlamarkaði mikið áhyggjuefni. Þeir sem vörðu fjölmiðlalögin á sínum tíma höfðu algjörlega rétt fyrir sér - stöðumatið þá varð kaldhæðnislega sterkt miðað við tal þeirra sem helst voru andvígir lögunum. Við sjáum nú mjög alvarlega atburðarás sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir þá sem létu blekkjast og tóku þátt í andstöðunni gegn fjölmiðlalögunum á sínum tíma.
![]() |
Löngu ákveðin hlutafjáraukning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2008 | 14:04
365 fært á milli vasa á Jóni Ásgeiri
Ég veit ekki hvort maður eigi að vera undrandi á því að Jón Ásgeir Jóhannesson sé að færa 365 á milli vasa á sér og kaupa upp alla einkareknu fjölmiðla landsins án þess að nokkur kippi sér upp við það. Ég spyr þó bara hvort Samkeppniseftirlitið sé algjörlega marklaus og handónýt stofnun. Nýlega hefur það gerst að bæði stóru dagblöð landsins fóru undir sama hatt og nú hefur það gerst að allir einkareknu fjölmiðlarnir eru á sömu hendi nema Skjár einn og Viðskiptablaðið.
Enda er ekki nema von að spurt sé hvort ástæðan fyrir því að allir stærstu fjölmiðlarnir voru steinsofandi á meðan allt fór á versta veg í samfélaginu hvort að þeir hafi aðeins sinnt hagsmunagæslu fyrir eigendur sína. Eitt er þó orðið alvarlegt mál og það er að auðmennirnir eiga fjölmiðlana og kaupa sér mikinn frið.
Því hefur það verið þannig að fjölmiðlarnir, sem áttu að vera vakandi, voru handónýtir þegar á þeim þurfti að halda. Yfirborðsmennskan þar er líka pínlega áberandi. En kannski þarf maður ekki að vera hissa að auðmenn safni öllum fjölmiðlunum á sömu hendi og hafi þar með þetta mikilvæga afl í lófa sér og stýra fréttaflæðinu óbeint.
Mikið hafa þeir annars á samviskunni þeir sem stöðvuðu fjölmiðlalögin af. Þau voru mikilvægt mál á sínum tíma en voru stöðvuð af forseta Baugsveldisins, manninum sem hefur farið heimsreisuna með útrásarvíkingunum sem settu þjóðina á hausinn.
Enda er ekki nema von að spurt sé hvort ástæðan fyrir því að allir stærstu fjölmiðlarnir voru steinsofandi á meðan allt fór á versta veg í samfélaginu hvort að þeir hafi aðeins sinnt hagsmunagæslu fyrir eigendur sína. Eitt er þó orðið alvarlegt mál og það er að auðmennirnir eiga fjölmiðlana og kaupa sér mikinn frið.
Því hefur það verið þannig að fjölmiðlarnir, sem áttu að vera vakandi, voru handónýtir þegar á þeim þurfti að halda. Yfirborðsmennskan þar er líka pínlega áberandi. En kannski þarf maður ekki að vera hissa að auðmenn safni öllum fjölmiðlunum á sömu hendi og hafi þar með þetta mikilvæga afl í lófa sér og stýra fréttaflæðinu óbeint.
Mikið hafa þeir annars á samviskunni þeir sem stöðvuðu fjölmiðlalögin af. Þau voru mikilvægt mál á sínum tíma en voru stöðvuð af forseta Baugsveldisins, manninum sem hefur farið heimsreisuna með útrásarvíkingunum sem settu þjóðina á hausinn.
![]() |
Félag Jóns Ásgeirs keypti fjölmiðla 365 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)