Ætlar fólk aldrei að læra neitt - nýtt "Lúkasarmál"

Mér finnst beinlínis ömurlegt að lesa fréttina um að setið sé um strák í Reykjanesbæ sem eigi að hafa tekið þátt í hinni grófu líkamsárás, en er alsaklaus um það. Hvernig er það, ætlar fólk aldrei að læra neitt? Á að svara ofbeldi með því að beita ofbeldi? Á að trúa því að fullorðið fólk hafi ekkert til málanna að leggja nema hóta þessum strákum og nafngreina þá - niðurlægja meira en orðið er. Verst af öllu er að rangur strákur sé sakaður um þetta ofbeldi og þurfi að upplifa hreint umsátursástand fyrir utan heimili sitt, reynt sé að ráðast á hann í orði og verki.

Ég spyr bara aftur, ætlum við aldrei að læra neitt?


mbl.is Grímuklæddir menn sitja um heimili hjá saklausum pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traustur heiðarleiki

Ég held að heiðarlegasti maður dagsins hljóti að vera sá sem skilaði 30 þúsund evrum, sem hann fékk inn á reikninginn. Veit ekki hvort það sé orðið sjálfsagt að fólk sé heiðarlegt og tilkynni um slík mistök en þetta er allavega gott dæmi um að einhversstaðar í þessum kuldalega heimi er enn til heiðarleiki og traustur karakter.


mbl.is Fékk 30 þúsund evrur inn á reikning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er illa komið fram við Íslendinga í Danmörku?

Leitt er að heyra hvernig komið sé fram við Íslendinga í Danmörku, ef marka má ýmsar sögur sem heyrst hafa að undanförnu. Ég hef heyrt ansi margar sögur í þessa átt, að íslensku fólki hafi verið sýnd hrein lítilsvirðing þegar í ljós hafi komið hvaðan það kom. Þetta er mikið þjóðaráfall vissulega, enda hafa Íslendingar getað borið höfuðið hátt á alþjóðavettvangi og haft mikil tækifæri. Í einu vetfangi virðist það hafa breyst.

Þeir sem ég hef talað við og eru erlendis, einkum í Bretlandi, segjast hafa misst sjálfsvirðinguna yfir að vera Íslendingar, einkum fyrst eftir bankahrunið. Ég skil það mjög vel ef þetta er framkoman sem landar okkar verða fyrir á erlendri grundu. Ég hef eiginlega ekki viljað trúa því að Danir, frændur okkur, komi svona fram við okkur, en kannski þarf maður að fara að endurskoða það mat.


mbl.is Neitað um viðskipti í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband