27.11.2008 | 21:26
Sterk staða Seðlabankans í breyttu samfélagi
Lagasetning um gjaldeyrismál breytir miklu í íslensku samfélagi. Sett verða mikil höft á hreyfingar á fjármagni og skilaskylda á gjaldeyri. Með þessu eru Seðlabankanum færð mjög mikil völd, allt að því verkstjórnarhlutverk í að byggja upp nýtt samfélag og koma böndum á vandann. Við yngra fólkið í þessu samfélagi höfum aðeins heyrt um höft í sögubókunum og slík mörk en nú verða þau hinn blákaldi raunveruleiki.
Ég ætla rétt að vona að ekki þurfi lengi að hafa þessi lög í gildi og þetta fyrirkomulag, en það er sannarlega nauðsynlegt núna. Ekki er annað hægt þegar þessi lagasetning er að fara í gegn en velta því fyrir sér hvernig næstu mánuðir verða. Margt mun breytast og við horfumst í augu við mun þrengri skorður en settar hafa verið á samfélagið í áratugi. Við komumst í gegnum það, þó erfitt verði.
![]() |
Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2008 | 17:51
Verður byltingarástand á Austurvelli um helgina?
Mér finnst samt staðan vera þannig að sé fólk tilbúið í alvöru ofbeldi gegn stjórnvöldum muni það gerast um helgina eða á mánudaginn, fullveldisdaginn 1. desember, þegar laganeminn vildi grípa til byltingar, ef ég skildi hana rétt. Við verðum að sjá til hvað gerist. Löggan virðist minna á sig.
![]() |
Á ekki von á byltingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2008 | 16:16
Davíð þarf að segja frá vitneskju sinni
Ég velti þó fyrir mér hvort Davíð hafi með yfirlýsingu sinni verið að tala til einhvers í gegnum myndavélarnar og hópinn á morgunverðarfundinum? Hvers þá? Einhvers af ráðherrum Samfylkingarinnar?
![]() |
Davíð frestar komu sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2008 | 01:18
Skiljanleg óánægja með ræðu Katrínar
Hef reyndar heyrt ólíkar skoðanir á ræðunni. Sitt sýnist auðvitað hverjum. En mér finnst það of langt gengið að hóta ráðamönnum ofbeldi og gefa í skyn að valdarán og bylting sé rétta svarið í vanda íslensku þjóðarinnar. Slíkt er ekki vænlegt fyrir þá sem fóru af stað með friðsöm mótmæli á Austurvelli og rýrir boðskap þeirra.
![]() |
Óánægð með ræðu á heimasíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |