18.12.2008 | 23:44
Hrokafulli dómarinn
Simon þessi er þekktur fyrir að úthúða keppendum, stundum frekar harkalega og óvægið, og fer engan milliveg. Stundum hittir það í mark en oftar en ekki er orðaval hans niðrandi og kuldalegt fyrir þá sem hafa lagt mikið á sig að mæta, þó þeir séu kannski laglausir eða ekki beint sú súperstjarna sem þeir hafa haldið. Þunn lína er á milli þess að gagnrýnin sé uppbyggileg eða brýtur fólk hreinlega niður.
Fróðlegt verður að sjá hversu lengi American Idol og þessir helstu þættir sem þeim fylgja munu halda áfram frægðargöngu sinni. Hér heima vorum við með Idol um skeið á Stöð 2 og svo X-factor. Nú að koma Idol aftur á skjáinn. Spurning hvort verður fyrr úrelt, dómarinn hrokafulli eða formúla þáttanna.
![]() |
Engar breytingar á American Idol þrátt fyrir dauðsfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.12.2008 | 13:09
Fréttaflutningur með súrum bandarískum keim
Ætla að vona að svo sé ekki. Við þurfum ekkert á svona fréttaflutningi að halda hér heima á Fróni. Þetta er ekkert annað en froða, fréttaflutningur með súrum bandarískum keim.
![]() |
Varir Ásdísar Ránar eru á allra vörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.12.2008 | 11:41
Skynsamleg ákvörðun - Tryggva ekki vært í LÍ
Ég fagna þeirri ákvörðun Tryggva Jónssonar að hætta störfum í Landsbankanum. Honum var ekki vært þar og varð að taka af skarið og labba út áður en honum yrði hreinlega vikið frá störfum vegna óánægju landsmanna. Ómögulegt er fyrir bankann að sitja undir því að maður svo nátengdur umdeildum útrásarvíkingum sé á þessum stað og mun aðeins vekja óánægju og kynda undir kjaftasögur um að spillingin kraumaði þar undir og Tryggvi væri að búa í haginn fyrir vini sína með vistinni í bankanum.
Í gærkvöldi kom fram svo ekki verður um villst að sögusagnir um náin tengsl Tryggva við Baugsmenn á við rök að styðjast og er engin kjaftasaga. Mér hefði fundist meiri sómi að því fyrir Tryggva að koma hreint fram og segja frá nánum tengslum sínum við þessa menn frekar en reyna að breiða yfir það með aumu orðagjálfri. Eftir þá frétt var honum varla sætt í þessari stöðu og eðlilegast að hann sjái það sjálfur frekar en aðrir taki þá ákvörðun fyrir hann.
![]() |
Tryggvi hættur í Landsbankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2008 | 00:36
Gleður það einhverja að ráðist sé á útrásarvíkinga?
Mikill hiti er í samfélaginu og hefur verið að stigmagnast undanfarna mánuði. Aðallega hefur verið ráðist að stjórnmálamönnum en nú virðist sem reiðin beinist að útrásarvíkingunum. Árás mótmælendanna á Jón Ásgeir Jóhannesson er gott dæmi um þetta og væntanlega má búast við að einhverjir vera ófeimnir að sýna skap sitt ef þeir sjá þessa menn. Einn helsti mótmælandinn sem veittist að Jóni segist hafa fengið mikla frelsistilfinningu við að kasta snjóbolta í hausinn á honum. Væntanlega getur svo farið að ofbeldi verði lausnin fyrir þá sem eru reiðir og sárir núna.
Ég held að það sé full þörf á því að velta fyrir sér hversu mikil lausn ofbeldi er í þessari stöðu. Gleður það okkur að ráðist sé á auðmennina, útrásarvíkingana sjálfa, sem við vorum alltof mörg með glýjuna í augunum fyrir áður fyrr? Er ofbeldi gegn þeim besta lausnin? Ljótt er ef satt er. En kannski þarf maður ekki að vera hissa á því að einhverjir hugsi sem svo að ofbeldi sé rétta lausnin eða refsing fyrir þá sem settu landsmenn á hausinn.
Ég er á þeirri skoðun að reiði landsmanna hafi fyrst beinst á vitlausan stað. Auðvitað er eðlilegt að landsmenn séu reiðir út í þessa fjárplógsmenn sem tóku áhættuna og spiluðu með okkur öll. Slíkt er eðlilegt. En það á að refsa þeim eðlilega, taka á málum þeirra. Kannski er stóra ástæðan fyrir grimmdinni og reiðinni, sem sást við 101 Hótel í dag þar sem ráðist var að Jóni og með mótmælunum í Landsbankanum, að fólk telur hina seku vera að sleppa.
Fólk kallar fyrst og fremst eftir réttlæti og gerð verði reikningsskil þess sem gert var. Slík krafa er eðlileg og er mikilvægt að hún verði að veruleika.
![]() |
Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |