Fréttaflutningur með súrum bandarískum keim

Mér finnst allt talið um Ásdísi Rán orðið svolítið hjáróma. Ég verð eiginlega að velta því fyrir mér hvaða erindi varir hennar eiga við landsmenn alla í fjölmiðlum. Mér finnst fréttaflutningurinn svolítið bera keim af nú-segjum-við-fréttir-um-fræga-fólkið umfjöllun. Er verið að breyta Ásdísi Rán í celeb-týpu á borð við Paris Hilton og Britney Spears?

Ætla að vona að svo sé ekki. Við þurfum ekkert á svona fréttaflutningi að halda hér heima á Fróni. Þetta er ekkert annað en froða, fréttaflutningur með súrum bandarískum keim.

mbl.is Varir Ásdísar Ránar eru á allra vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

eins og núna er búið að koma í ljós þá hafa íslenskir fréttamenn bara ekki dug eða getu til þess að segja frá fréttum. auðveldara að búa bara til einhverja séð og heyrt fréttir og setja þýðingarvélina í gang á erlendarfréttir. miklu ódýrara og reynir ekkert á þá.

Fannar frá Rifi, 18.12.2008 kl. 14:27

2 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála þér!

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:34

3 identicon

Það sorglega við þetta allt saman er að hún virðist sjálf kunna vel við þessar fréttir.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 18:44

4 identicon

Ég bara spyr á móti ... hvaða heilvitum manni dettur í hug að lesa um eða skrifa um Ásdís Rán??? 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 18:46

5 identicon

Hef ekki hugmynd um hvort ég er femínisti eða ekki. En varðandi Ásdísi Rán, þá hefur hún umfram margar stjörnur erlendis sem eru sífellt í sviðsljósinu, að hún bloggar beint, svarar beint og kemur bara hreint fram. Svo finnst mér hún ekki bera nein merki um anorexíu, henni er umhugað um útlit sitt og halda sér í formi, með hollu mataræði og hreyfingu. Það er skárra að fá kroppafréttir og aðrar fréttir af henni frá henni sjálfri en ekki slúðurblöðum. Bara svona til að ýta við þér, Stefán, ef þú færir í brúnkumeðferð og gerðir út á glæsilegan líkama þinn, hollt mataræðið og hressileika og héldir svo úti bloggsíðu um hvernig það gangi nú allt saman að fá fyrir salti í grautinn fyrir það tiltæki, þá væri það bara fínt. Engar slúðurfregnir um þig, bara eye to eye samband við aðdáendur þína. Ágæt tilbreyting frá krepputalinu, finnst þér ekki?

Nína S (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:02

6 identicon

Einmitt og svo voru hörkufréttir, hún er að koma heim um jólin......

Líkt og þúsundir en ekkifrétta mönnum þykir ástæða að segja frá því.

Þeim er kannski vorkunn greyjunum, ekki hægt að segja frá neinu safaríku núna  þessi misserin, nema að missa vinnuna.

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:54

7 identicon

Varð að kíkja á þessa frétt eftir að hafa séð andsvar Morgunblaðsins (bls. 40) við þessu innleggi Stefáns. Eftir að hafa lesið þetta þá er ekki hægt annað en að vera innilega sammála Stefáni.

Ragnar (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 09:32

8 Smámynd: Geiri glaði

sama hér.. leit hingað inn eftir að hafa lesið umfjöllunina í Mogganum.... var óneitanlega hugsað til þessarrar dýrmætu sekúndu sem ég eyddi af lífi mínu í gær að lesa fyrirsögnina á þessarri guðsvoluðu frétt..... sé eftir henni þó hún hafi verið stutt, hefði getað nýtt hana mun betur þegar litið er til baka.  Needless to say, þá smellti ég ekki á fréttina í gær frekar en nokkra aðra þar sem nafn umræddar gerviljósku ber fyrir augum... annars. Hrú Nína... "hefur hún umfram margar stjörnur erlendis......"    STJÖRNUR ?!?!?! ... Ásdís? ...  hahahahahhahahahahahahhahahahahahahahahaha góður, þessi dugar mér fram yfir áramót!!! 

Geiri glaði, 19.12.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband