Birna og krabbameinið

Veikindi Birnu Einarsdóttur skipta að mínu mati engu máli þegar talað er um hvort hún sé hæf viðskiptalega séð til að stjórna einum af stærstu bönkum landsins. Auðvitað er vonandi að hún nái sér alveg af veikindunum en ekki er spurt um þau þegar kemur að getu hennar til forystu í Glitni, verðandi Íslandsbanka, hvort heldur sem er nú eða í framtíðinni.

Reyndar sýnist mér mjög ólíklegt að hún verði áfram bankastjóri þar. Bæði hún og Elín Sigfúsdóttir eru of umdeildar og tengdar liðnu tímunum í forystu bankanna í útrásartíðinni til að þær geti leitt bankana án þess að landsmenn hneykslist á því. Þar þarf nýja forystu, alvöru nýja tíma, ekki næsta bæ við spillinguna sem mótmælt er.

mbl.is Stríddi við krabbamein frá sumri að aðalfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhannes hótar verðhækkunum í Bónus

Ég get ómögulega skilið Jóhannes í Bónus öðruvísi en sem svo að hann hóti viðskiptavinum Bónus verðhækkunum nú eftir að þeir fengu skellinn mikla - voru sektaðir fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Reyna á að kaupa fólk til fylgilags með hótunum og í leiðinni fá viðskiptavinina til að vorkenna feðgunum þar sem ráðist sé á þá. Ég held að þessi fórnarlambaleikur hafi staðið einum of lengi hjá Bónus til að fólk láti blekkjast aftur. Betra væri að Jóhannes í Bónus viðurkenndi brot sín og talaði um þau af auðmýkt og stillingu. En það getur hann ekki gert.

Ég held að flestir átti sig orðið á því að Bónus hefur gengið fram með mjög óeðlilegum hætti í samkeppni á undanförnum árum og reynt að keyra hana niður með lúalegum brögðum, líkt og kemur fram í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Lýsingarnar á verklaginu og úrskurðurinn eru afgerandi dómur yfir því hvernig var unnið.

Og nú á að reyna að hóta fólki með kúgunum og skipunum til að halda blekkingarleiknum áfram og halda áfram að láta alla trúa að Bónus eitt geti mögulega haldið uppi lágu vöruverði. Hér á Akureyri birtist verðkönnun um daginn sem sýndi að Nettó sækir mjög að Bónus. Fjarri því er að Bónus sé lengur langódýrasta verslunin.

Bolabrögð eru þetta vissulega sem felst í yfirlýsingum Jóhannesar í Bónus. Er fólk ekki að verða ansi þreytt á þessum stórmennskustælum? Hver væri staða þessara manna ef þeir hefðu ekki getað keypt upp nær alla frjálsu fjölmiðlana á sínum tíma? Við höfum séð dæmi þess hvernig hefur verið spilað með fjölmiðlana.

Ég held að fólk sé farið að átta sig á heildarmyndinni, mun betur en hitasumarið 2004 þegar forseti Íslands tryggði þessum auðmönnum skjól með því að hafna fjölmiðlalögunum.


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband