Jóhannes hótar verðhækkunum í Bónus

Ég get ómögulega skilið Jóhannes í Bónus öðruvísi en sem svo að hann hóti viðskiptavinum Bónus verðhækkunum nú eftir að þeir fengu skellinn mikla - voru sektaðir fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Reyna á að kaupa fólk til fylgilags með hótunum og í leiðinni fá viðskiptavinina til að vorkenna feðgunum þar sem ráðist sé á þá. Ég held að þessi fórnarlambaleikur hafi staðið einum of lengi hjá Bónus til að fólk láti blekkjast aftur. Betra væri að Jóhannes í Bónus viðurkenndi brot sín og talaði um þau af auðmýkt og stillingu. En það getur hann ekki gert.

Ég held að flestir átti sig orðið á því að Bónus hefur gengið fram með mjög óeðlilegum hætti í samkeppni á undanförnum árum og reynt að keyra hana niður með lúalegum brögðum, líkt og kemur fram í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Lýsingarnar á verklaginu og úrskurðurinn eru afgerandi dómur yfir því hvernig var unnið.

Og nú á að reyna að hóta fólki með kúgunum og skipunum til að halda blekkingarleiknum áfram og halda áfram að láta alla trúa að Bónus eitt geti mögulega haldið uppi lágu vöruverði. Hér á Akureyri birtist verðkönnun um daginn sem sýndi að Nettó sækir mjög að Bónus. Fjarri því er að Bónus sé lengur langódýrasta verslunin.

Bolabrögð eru þetta vissulega sem felst í yfirlýsingum Jóhannesar í Bónus. Er fólk ekki að verða ansi þreytt á þessum stórmennskustælum? Hver væri staða þessara manna ef þeir hefðu ekki getað keypt upp nær alla frjálsu fjölmiðlana á sínum tíma? Við höfum séð dæmi þess hvernig hefur verið spilað með fjölmiðlana.

Ég held að fólk sé farið að átta sig á heildarmyndinni, mun betur en hitasumarið 2004 þegar forseti Íslands tryggði þessum auðmönnum skjól með því að hafna fjölmiðlalögunum.


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Er þetta nú ekki nett oftúlkun ?

hilmar jónsson, 20.12.2008 kl. 01:36

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ókey, þá förum við bara annað.  Þegar það gerist þá lækka þær verslanir verðið.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:37

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Stefán, ég er sammála þér í flestu þarna, en skil ekki hvað þetta kemur fjölmiðlalögunum við.  Það hafa verið næg tækifæri til að setja ný fjölmiðlalög án þess að þau hafi verið nýtt.  Þetta er hallærisleg umræða.  Fjölmiðlalögunum var fyrst og fremst hafnað vegna vinnubragðanna sem viðhöfð voru.  Það deildi enginn á um að takmarka ætti eignarhald og auka ritstjórnarlegt frelsi.  Af hverju hafa ný fjölmiðlalög ekki verið samþykkt heilum fjórum árum eftir að hin voru felld úr gildi?  Og þó svo að 365-miðlarnir hafi hugsanlega fjallað minna um einhverjar fréttir, en efni stóð til, þá hefði það ekki átt að stoppa Morgunblaðið og ríkisfjölmiðlana.

Eru það kannski að fjölmiðlalögin voru felld að verið er að þagga niður alla umræðu um stöðu bankanna, stöðu efnahagsmála, þátt AGS, Icesave samninginn, o.s.frv.?  Nei, það eru stjórnvöld sem eru að þagga niður þessa umræðu með öllum tiltækum ráðum.

En svo ég snúi mér aftur að nágranna þínum í Eyjafirði, þá finnst mér að Hagar eigi að taka kinnhestinum og sætta sig við sekt Samkeppniseftirlitsins.  Fyrirtækinu sé nær að læra af mistökum sínum og varast að endurtaka þau.

Marinó G. Njálsson, 20.12.2008 kl. 01:43

4 Smámynd: Björn Birgisson

19.12.2008 | 23:34

Sem neytanda er mér slétt sama. Aðrir koma í staðinn.

Þegar BÓNUS kom inn á markaðinn sá fólk hvað verkalýðsforystan var grútmáttlaus. Með tilkomu Bónus snarlækkaði verð nauðsynja til almennings - besta kjarabótin. Einhverjir hafa líkt þessu saman við tilkomu Hagkaups á höfuðborgarsvæðinu á öldinni sem leið. Gleymum ekki því góða sem Bónus hefur gert. Þeir dúndra öllu niður til að vera alltaf með lægsta verðið, segja þeir sjálfir. Það má ekki segir Samkeppniseftirlitið og vitnar til markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins.

Verðstríð kaupmanna léttir álagið á buddu launþega. Er það ekki allt í lagi? Tæplega gilda auðhringareglur um Baug á Íslandi, til þess er samkeppnin of mikil, ( Nettó, Gettó, Kaskó, Krónan ............)!!

Neytendur storma alltaf í búðirnar sem bjóða þeim besta verðið og gefa fullkomlega skít í samkeppnisreglur. Verðstríð eru einu stríðin þar sem almenningur sigrar, en keppinautarnir tapa fúlgum fjár - fara jafnvel á hausinn. Sem neytanda er mér slétt sama. Aðrir koma í staðinn.

Þetta var góða hliðin á Baugi. Hin hliðin er svo svört að ég nenni ekki að fjalla um hana. Hún tengist gjaldþroti sömu þjóðar og þeir vilja bjóða alltaf lægsta verðið - ég vona að meintir glæpir þeirra í aðdraganda kreppunnar verði afhjúpaðir og komi fyrir dómstóla.

Þangað til mega þeir gefa mjólkina mín vegna.

Björn Birgisson, 20.12.2008 kl. 02:01

5 Smámynd: Ívar Gunnarsson

Sammála. Orðinn þreyttur á sjálfsvorkunn auðmanna.

Ívar Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 02:05

6 Smámynd: Stefanía

HOW TRUE !

Það vill bara svo vel til að það eru enn nokkrar verslanir sem við getum leitað til, sem ekki eru í eigu veldisins....allavega ekki þessa veldis.

Fjarðarkaup. Nettó, Krónan....mæli með Fjarðarkaupum, styðja einstaklingsframtakið ;)

Stefanía, 20.12.2008 kl. 02:15

7 identicon

'' Dapurleg jólagjöf ''  '' Já Sæll '' Velkomin í hópinn Jóhannes,,

Bimbó (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 09:22

8 identicon

Við hverju er að búast? Hvað´myndir þú gera ef þú fengir á þig ja.......  segjum  3 millj.  sem þú ættir að borga af því að þú ynnir of vel þitt starf.  myndir þú ekki fara fram á kauphækkun til að reyna að borga skuldina,  eða myndir þú fara að vinna verr?

J.Þ.A (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 10:34

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Alveg sammála þér. Ég hef alltaf sagt þetta og get talið skiptin sem ég hef verslað í Bónus á fingrum annarrar handar . Þeir eru kannski ódýrastir og ég hef fullan skilning á að fólk með stór heimili versli þar sem vara er ódýrust. Það er hinsvegar spurning hvernig þeir vinna gagnvart sínum samkeppnisaðilum og viðhalda því verði sem þeir ákveða. Hvar er samkeppnin þá. Ég var líka alltaf fylgjandi fjölmiðlalögunum og tel að það hafi verið síðasti hlekkurinn, sem hélt þessum auðmönnum þó í einhverju aðhaldi, sem þar var rofinn fyrir atbeina forsetans eins og menn muna. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.12.2008 kl. 10:36

10 identicon

ef fólk er búið að fá nóg þá á það að fara annað að versla, svo einfalt er það, krónan og nettó eru með svipað verð og miklu meira vöruúrval og betra hráefni, sérstaklega krónan, sérstaklega gott kjötborðið hjá þeim...

Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 13:24

11 Smámynd: Ellert Júlíusson

Björn Birgisson. Það er enginn að setja út á lágt vöruverð. En það er verið að setja út á starfsaðferðir sem voru notaðar til að bola út og koma í veg fyrir stækkun samkeppnisaðila.

Það var gert með óeðlilega lágum verðum á nokkrum hlutum, jafnvel svo lágum verðum að tap hlaust af, 700milljónir að sögn Jóhannesar.

Hvert heldurðu að þeir sæki þetta tap? Nú eru þessar 300m bara hluti af þessari upphæð og hvert segist Jóhannes ætla að sækja það tap??? Heldurðu að það hafi verið eitthvað öðruvísi með hina peningara.

Eins asnalegt og það hljómar þá hafa neytendur TAPAÐ á þessu verðstríði, bæði í formi hækkaðs verðlags sem og sérlega óeðlilegs rekstrarumhverfis sem getur jarðar smærri fyrirtæki áður en þau verða ógnun.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 20.12.2008 kl. 14:46

12 identicon

Væri ekki nær að snúa sér að öllum hinum glæpamönnunum, hver var sektaður fyrir olíusamráð??? Hver er bankastjóri sem á að vera gjaldþrota eftir hlutabréfakaup upp á 180 milj ??? Ég veit ekki um neinn sem notar ekki styrk sinn í viðskiftum. Ekki voru það bónus feðgar sem einkavæddu bankana. Ekki voru það þeir sem sváfu á verðinum. Ég gef ekki mikið fyrir þá sem hafa stjórnað landi okkar og skuldsett börn okkar. Er ekki kominn tími á að hætta þessu bónuseinelti. Áfram Bónus en ég verslaði fyrst við bónus á gleráreyrum þegag fyrst var oppnað á Akureyri. Ég fer ekkert annað að versla og hana nú. KV: Sig Þengils

Sigurður Þengilsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 16:18

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi.... Þessi forstetakomplex þinn er á alvarlegu stigi... forsetanum og fjölmiðlalögunum að kenna.... þetta er ekki í lagi

Jón Ingi Cæsarsson, 21.12.2008 kl. 10:26

14 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sigurður Þengilsson. Með því að kalla þessa umræðu einelti ert þú að letja fólk til að  bregðast við með eðlilegum hætti, jafnvel að segja sína skoðun. Enginn vill vera sakaður um slíkt athæfi. Eftir samráð olíufélaganna snautuðu þeir frá störfum sem þar voru ráðandi og ég t.d. versla aldrei annað en bensín hjá þeim en áður var ég að versla ýmsar heimilisvörur oþh þar sem ég er ein í heimili og fannst þægilegt að sleppa við eina búðarferð. Það var ekkert að einkavæðingu bankanna í sjálfu sér en það ferli fór úr böndunum þegar öðrum feðgum var leyft að kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum og þar með var skiptaregla stjórnarflokkanna komin í gang. Einn aðili sagði sig úr Einkavæðingarnefnd til að mótmæla þessu og ekki hef ég orðið vör við að honum væri hampað mikið. Heldur þú að Bónusfeðgar hafi ekki komið við sögu í bankarekstri á Íslandi hin síðari ár. Heldur þú að þeir hafi ekki skuldsett okkur og börnin okkar. Eins og ég segi þá á verslun að vera val hvers og eins. Ég segi bara verði þér að góðu en ef ég man rétt voru Akureyringar ekki ginkeyptir fyrir Bónus í fyrstu atrennu þeirra til verslunar þar.  og hana nú jólakveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.12.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband