Óheppilega orđađ hjá Geir

Mér finnst ummćli Geirs H. Haarde, forsćtisráđherra, um gjaldtöku í heilbrigđiskerfinu vćgast sagt mjög óheppileg. Gjaldtakan er mikiđ áfall fyrir fjölda fólks eftir ţau ár ţegar allt lék í lyndi í samfélaginu og kemur illa viđ margar fjölskyldur. Ţetta eru ekki góđ skilabođ til fólks sem á mjög erfitt og horfist í augu jafnvel viđ mjög erfitt ár.

Á ţessum tímum eiga forystumenn ţjóđarinnar ađ tala frekar kraft og kjark í ţjóđina frekar en gefa í skyn ađ auknar gjaldtökur fyrir skuldsetta ţjóđ komi sér vel eđa hún geti tekiđ öllu sem ađ höndum ber.


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skuggahliđar jólanna

Jólin, hátíđ ljóss og friđar, eru í huga okkar flestra hátíđ ţar sem fólk kemur saman og gleđst - getur fagnađ öllu ţví góđa í lífinu. En á jólum erum viđ mörg minnt á fráfall náinna ćttingja, einhvern vanti í hópinn. Sorg getur veriđ í hjarta yfir jólin, rétt eins og gleđi. En vonandi geta allir fundiđ gleđina í sínu sálartetri og fundiđ ánćgjuna í tilverunni.

Öll vonumst viđ eftir ţví ađ ađrir njóti hátíđarinnar líka međ friđ og ró í hjarta. En svo einföld er veröldin ekki ađ viđ hlustum og horfum á fréttir um hátíđirnar, sumar mjög sorglegar og ađrar mjög hversdagslegar af hörmungum eđa óhugnanlegum atburđum. Ekki eru allir sem geta notiđ jólanna eđa fundiđ friđ í sálu sér ţessa daga.

Fréttin af morđinu á Kanaríeyjum og sprengingunni í Úkraínu eru ţćr fréttir sem efst eru á baugi á fréttamiđlum á međan hátíđ ljóss og friđar gengur í garđ og viđ njótum sćlunnar í lífinu, alls hins góđa. Ekki eru allir međ friđ í sínu hjarta og geta horft sćlir fram á veginn.

Jólin eru eftir allt saman eins og hverjir ađrir dagar ţegar hlustađ er á fréttirnar. En viđ getum vonandi glađst og hugsađ ađ ţetta séu dagar sem séu einstakir, ţó ekki sé nema í hugarskoti okkar.

mbl.is Kona barin til bana á Kanaríeyjum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hátíđleg jólastund - Eartha og Santa Baby

Jólin hafa veriđ yndisleg og góđ - sannkölluđ hátíđarstund og algjör sćlutíđ. Á milli jólabođa hefur veriđ litiđ í bćkur og horft á góđar kvikmyndir. Sérstaklega var gaman ađ sjá hina yndislegu mynd, Kjötborg, í kvöld. Ţví miđur eru jólin snjólaus, snjórinn fór allur síđustu dagana fyrir hátíđina. Ţau verđa alltaf svolítiđ svipminni ţannig en ţađ á örugglega eftir ađ koma einhver snjór áđur en jólin klárast. Vona ađ ţiđ hafiđ öll átt notaleg jól.



Í dag kvaddi söngkonan og leikkonan Eartha Kitt. Hún hafđi frábćra rödd og var einn af ţeim skemmtikröftum sem gátu heillađ alla fram í andlátiđ. Ţurfti ekkert ađ hafa fyrir stjörnuljómanum og hafđi allt sem stjarna ţarf til ađ ná langt. Heillandi stórstjarna.

Jólalagiđ hennar, Santa Baby, er vćntanlega hennar frćgasta verk og hefur alltaf veriđ ómissandi í jólalagasafninu ár hvert. Viđeigandi ađ hlusta á ţetta frábćra lag međ hinni rámu rödd bandarísks skemmtanalífs.

mbl.is Eartha Kitt látin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 26. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband