Lélegt hjá Mogganum

Ég verð að segja það alveg eins og er sem áskrifandi Morgunblaðsins að mér finnst það mjög lélegt að blaðið komi ekki út fyrr en á morgun, eftir fimm daga jólaleyfi. Kannski væri annað ef þetta væri fríblað en þegar það er selt sem áskriftarblað er eðlilegt að áskrifendur spyrji sig hvort það sé rétt að borga fyrir blaðið við þessar aðstæður. Auðvitað má allsstaðar búast við sparnaði og það sést á mörgum fjölmiðlum nú að skorið er niður á öllum sviðum.

Hef reyndar spurt mig að því síðustu dagana hvort ég eigi að hætta að kaupa Moggann. Ég er reyndar að mestu hættur að lesa dagblöð og hef að gömlum vana keypt Moggann af og til frá árinu 1994. En kannski líður það undir lok eins og sumt annað.

mbl.is Morgunblaðið kemur næst út á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bítlarnir brúa kynslóðabilið í tónlistinni

Bítlarnir Bítlarnir höfðu mikil áhrif á tónlistarsöguna með verkum sínum á sjöunda áratugnum; heilluðu unga sem aldna þá og tónlist þeirra er sígild. Hef alltaf verið miklu meira fyrir Bítlana en Rolling Stones. Þó hinir síðarnefndu séu snillingar er eitthvað við verk Bítlanna sem er svo einstakt og traust að það á engan sinn líka í tónlistarsögu síðustu áratuga. Lögin eru sígild og þau verða jafnvel enn betri með árunum, eins og hið besta rauðvín.

Fannst mjög skemmtilegt að sjá klippuna á YouTube þar sem fjögurra ára snáði syngur Hey Jude af innlifun og áhuga. Og fólk fylgist með honum syngja þennan fjögurra áratuga tónlistarsmell sem Paul McCartney gerði ódauðlegan. Bítlalögin eru auðvitað einstök. Fannst það samt með því dapurlegra þegar að yfirráð yfir þessum tónlistarfjársjóði fór til söngvarans Micheals Jacksons og ég held að fleirum Bítlaaðdáendum en mér sárni það. Held þó að yfirráðum hans yfir lögunum ljúki brátt. Vona það allavega.

En snilldin minnkar ekki við það hver á þessi lög, enda eru þau hluti af sögunni og bera vitni mikilli snilld þeirra sem skipuðu hljómsveitina. Eitt er víst; Bítlarnir brúa kynslóðabilið í tónlistinni. Þessi fjögurra ára snáði frá Kóreu er gott dæmi um það.

mbl.is Heimsfrægð á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær fólk útrás við að sprengja útrásarvíkinga?

Ég hef oft hugleitt á áramótum hvað landsmenn borgi mikið fyrir flugeldaskothríðina - eigum örugglega met í þeirri eyðslu á höfðafjölda. Ljóst er nú að flugeldar hækka í verði um 40% frá síðustu áramótum og því fróðlegt að sjá hversu mikið selst núna og hvort minna verði sprengt upp en fyrir ári, þegar við slógum örugglega enn eitt metið. Mér fannst allavega flugeldaskothríðin í fyrra ansi vegleg.

Margir landsmenn hafa ekki haft efni á að taka þátt í útrásinni. Nú geta þeir þó fengið útrás á gamlársdag og sprengt upp útrásarvíkinga. Finnst þetta ansi fyndið og ágætis húmor. Ég man þá tíð að hægt var að kaupa flugelda fyrir eitthvað um tveim áratugum þar sem myndir af stjórnmálamönnum, að mig minnir í skopmyndateikningu Sigmunds Jóhannssonar, voru til sölu.

Mikið sport var að sprengja upp Ólaf Ragnar Grímsson og skal engan undra, enda þá skattmann og fjármálaráðherra. Fróðlegt að sjá hvort útrásarvíkingarnir slái í gegn í þessum bransi og landsmenn fái útrás á hatrinu í þeirra garð með þessu.

mbl.is Bankamenn sprengdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband