Lélegt hjá Mogganum

Ég verð að segja það alveg eins og er sem áskrifandi Morgunblaðsins að mér finnst það mjög lélegt að blaðið komi ekki út fyrr en á morgun, eftir fimm daga jólaleyfi. Kannski væri annað ef þetta væri fríblað en þegar það er selt sem áskriftarblað er eðlilegt að áskrifendur spyrji sig hvort það sé rétt að borga fyrir blaðið við þessar aðstæður. Auðvitað má allsstaðar búast við sparnaði og það sést á mörgum fjölmiðlum nú að skorið er niður á öllum sviðum.

Hef reyndar spurt mig að því síðustu dagana hvort ég eigi að hætta að kaupa Moggann. Ég er reyndar að mestu hættur að lesa dagblöð og hef að gömlum vana keypt Moggann af og til frá árinu 1994. En kannski líður það undir lok eins og sumt annað.

mbl.is Morgunblaðið kemur næst út á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sammála. Mér finnst þetta ansi lélegt. Ekki þurfti Fréttablaðið að gefa sínu fólki frí, en kannski fer fólk að gefa Mogganum frí og spara. Láta Fréttablaðið nægja í þessari kreppu.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.12.2008 kl. 16:54

2 identicon

kannski hefði Fréttablaðið átt að taka Morgunblaðið til fyrirmyndar og gefa sínu fólki mannsæmandi  jólafrí í 5 daga eins og flestir fá að njóta. Annars finnst mér það frekja í fólki að allt eigi að vera opið helst alla daga ársins (gott hjá Morgunblaðinu að gefa svona langt frí í fyrsta sinn í 18 ár).

Sólveig Sæbergsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 17:23

3 identicon

Hvað er þetta, má fólk ekki fá jólafrí?  Ég er áskrifandi og sætti mig nú alveg við þetta.

Arnþrúður. (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 18:33

4 identicon

Hvaða frekja er þetta? Reyndu aðeins að slappa af, það er ekkert að gerast hvort eð er.

Njóttu þess að vera í fríi!

Óskar (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 20:11

5 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Ég er nú einn af þeim sem ber út moggann og finnst bara llt í lagi að við fáum frí eins og aðrir!! Bölvuð frekja og eiginhagsmunasemi í sumum hér!!

Þorsteinn Þormóðsson, 28.12.2008 kl. 21:41

6 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Sammála þér, Stefán.

Lélegt af Morgunblaðinu. Ég er áskrifandi. Fáum við afslátt?

Ég hef hugleitt það alvarlega að hætta áskrift að Mbl., en hef dregið það vegna þess að mér finnst hann hafa skánað. -Þó ekki nóg.

Blaðið þarf að vinna mikið betur úr fréttum og hafa meira frumkvæði í rannsóknablaðamennsku. Og það vantar mikið á að blaðið sé óháð, en við þurfum lífsnauðsynlega frjálsa og óháða fjölmiðla núna.

Jón Ragnar Björnsson, 28.12.2008 kl. 22:00

7 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Alþingi mætti taka sér Moggann til fyrirmyndar og taka aðeins fimm daga frí yfir hátíðarnar.

Sigurður Ingi Jónsson, 28.12.2008 kl. 22:50

8 identicon

Sem blaðberi og starfsmaður Morgunblaðsins finnst mér í lagi að veita fólki gott frí annað slagið, sérstaklega þegar svona frídagar koma annað slagið. Það er verst hins vegar um verslunarfólkið, það fær nánast ekkert frí nema kannski á jóladag, búið...

Brynja (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 22:51

9 Smámynd: Vitringur

Ég er sammála, þetta er ótækt.  Það má líka spyrja að því hvort það fari ekki óhófleg verðmæti í súginn við það að halda jól.  Til hvers eru þau eiginlega?  Ekki er allt þetta fólk að fara í kirkju eða að rækja trú sína.  Ja alla vega ekki blaðamenn, sem eru þekktir að öðru en sómasamlegu líferni. Svo verður að viðurkennast eins og er að þessi siður er hundheiðinn og má vel missa sín úr nútímasamfélagi, ekki síst hjá okkur núna þar sem ekki veitir af öllum vinnandi höndum á dekk.  Og hvað hefur þetta fólk að gera með heila FIMM auka frídaga.  Það er nú ekki eins og ekki hafi verið samið um sumarfrí fólk getur vel verið sátt við. Sjáum bara Bandaríkin, þar sem fólk er sátt við það að fá viku í sumarfrí.  Kannski að það ætti bara að vera sumarfrí um jólin og vinna allt sumarið.  Það væri kannski hægt að hækka launin eitthvað við það.

En, eins og ég segi, það er frekar slappt að gefa ekki út Moggann þótt það sé eitthvað í gangi sem heitir jól.   Ég meina, ég gæti alveg eins verið Vottur eða Múslimi og verið að vinna í bílnum, skúra og taka til alla þessa daga og það Moggalaus.  Hvers ætti ég þá að gjalda?

Vitringur, 29.12.2008 kl. 00:30

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það ku vera pappírsskortur

Hólmdís Hjartardóttir, 29.12.2008 kl. 09:21

11 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tók þetta ekkert nærri mér mér finnst bara ágætt að sjá einhverstaðar sparnað. Hlýtur að vera kærkomið að fá jólafrí fyrir starfsfólk. Held áfram að kaupa Moggann meðan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar sína pisla þeir eru oftast frábærir

Ragnar Gunnlaugsson, 30.12.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband