Fótboltastjarna fellur af stallinum

Eiginlega er það alltaf svolítið sérstakt þegar stjörnur íþróttanna falla af stalli sínum og gera eitthvað til að skaða ímynd sína, strax í kjölfarið á íþróttaafreki. Steven Gerrard er sennilega enginn dýrlingur en handtakan á honum er örugglega ekki til að bæta ímynd hans í augum ungs fólks um víða veröld sem dýrkar hann og knattspyrnuliðið hans. Drykkjulæti og slagsmál eru ekki góð viðbót við boltatilveruna og mörkin hans tvö nokkrum klukkustundum fyrir atvikið á barnum.

En kannski er boltatilveran og sportið ekki fullkomið. Menn eru mannlegir þar eins og annars staðar þó reynt sé að draga upp mynd af því að hraustir menn þar séu hálfgoð.

mbl.is Steven Gerrard handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnargrein án auðmýktar

Varnargrein Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Mogganum í dag er ekki mjög auðmjúk og einlæg - fjarri því í sannleika sagt. Þetta er vélrænn spuni í áttina að því að taka fólk með sér enn einn hring í blekkingunni sem var utan um útrásina og alla lykilþætti hnignunar Íslands sem við horfumst í augu við núna. Greinin er ekki síður varnargrein fyrir Baug, sem á mjög í vök að verjast og alls óvíst um hvað verði um fyrirtækið á næsta ári. Ég held samt að flestir hafi heyrt þessa varnarrullu áður og hafi satt best að segja fengið alveg nóg.

Fréttavefurinn AMX birtir góða grein um Baug um helgina. Þar er farið yfir stöðu fyrirtækisins og örlagaárið 2008 fyrir það og eigendurna. Ekki eru nema átta mánuðir liðnir síðan þeir skáluðu við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum. Hann hafði þá veitt fyrirtæki sem er ekki í útflutningsbransa hin margfrægu útflutningsverðlaun forsetaembættisins fyrir forystuhlutverk sitt og árangur í íslensku útrásinni, eins og það var víst orðað.

Eins og flestir vita situr dóttir forsetans, Guðrún Tinna, í stjórn Haga með feðgunum. Tengingin hefur svosem lengi verið augljós. Þetta er grein sem allir áhugamenn um bissness ættu að lesa. Kannski er líka rétt að mæla með grein Jóns Ásgeirs. Þessi grein er skólabókardæmi um afneitun og vélræna úttekt á miklum vanda, án þess að sá sem hana skrifar horfist í augu við að hann beri stóra ábyrgð á vandanum.


mbl.is Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband