31.12.2008 | 23:53
Áramótakveðja

Í þessari síðustu bloggfærslu minni á árinu 2008 vil ég færa lesendum vefsins og vinum mínum og kunningjum, nær og fjær, mínar innilegustu nýárskveðjur, með þakkir fyrir allt hið gamla og góða. Óska ég þeim farsældar á nýju ári og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða. Þeim sem ég hef kynnst á árinu vil ég þakka fyrir notaleg kynni.
Kærar þakkir fyrir allt hið góða. Hafið það gott á nýju ári - vonandi verður það okkur öllum gjöfult og gott!
nýárskveðjur frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson
Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.
En hvers er að minnast? Og hvað er það þá,
sem helst skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá,
það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.
En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.
Hún birtist á vori sem vermandi sól,
sem vöxtur í sumarsins blíðum,
í næðingum haustsins sem skjöldur og skjól,
sem skínandi himinn og gleðirík jól
í vetrarins helkuldahríðum.
Hún birtist og reynist sem blessunarlind
á blíðunnar sólfagra degi,
hún birtist sem lækning við böli og synd,
hún birtist þó skærast sem frelsarans mynd,
er lýsir oss lífsins á vegi.
Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár
og góðar og frjósamar tíðir,
og Guði sé lof, því að grædd urðu sár,
og Guði sé lof, því að dögg urðu tár.
Allt breyttist í blessun um síðir.
Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir.
Gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.
Valdimar Briem
Bloggar | Breytt 3.1.2009 kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2008 | 16:24
Ofbeldi og skemmdarverk á Austurvelli
Ekki er hægt að túlka aðförina að Kryddsíld Stöðvar 2 öðruvísi en sem árás að lýðræðislegri umræðu í fjölmiðlum landsins. Engum er það til sóma að hafa beitt líkamlegu ofbeldi gagnvart starfsmönnum Stöðvar 2. Enn furðulegra er að sjá einhverja reyna að verja slíkt með vandræðalegum hætti, allt í nafni laugardagsmótmælanna á Austurvelli. Ef þessi skrílslæti eru framlenging á þeim mótmælum sem verið hafa á Austurvelli og Akureyri síðustu vikur er ekki nema von að spurt sé hvert stefni.
Skemmdarverkin á þættinum og eigum stöðvarinnar er fyrir neðan allt og þeim sem voru þarna til skammar. Þetta fór yfir öll mörk. Þegar farið er að snúa útsendingu fjölmiðla upp í skemmdir og ofbeldi er skotið yfir markið og ég held að þeir sem þarna voru hafi ekki grætt mikið á þessari lágkúrulegu framkomu.
Mér finnst sjálfsagt að fólk hafi skoðanir og tjái þær, geti líka mótmælt vilji það koma einhverju á framfæri. En þessi árás að sjónvarpsþætti var engum til sóma.
![]() |
Fólk slasað eftir mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.12.2008 | 15:00
Kryddsíld Stöðvar 2 eyðilögð vegna skrílsláta
Mér finnst það mjög dapurlegt að skrílslætin á Austurvelli hafi orðið til þess að eyðileggja hina árlegu Kryddsíld Stöðvar 2. Þessi þáttur hefur verið vettvangur árlegs uppgjörs í þjóðmálum á Íslandi og vakið mikla athygli. Ég sá áðan á skjátexta að Stöð 2 hefur blásið þáttinn af þar sem tæki hafa verið skemmd fyrir stöðinni og komið í veg fyrir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, gæti komið í þáttinn.
Þessi skrílslæti eiga fátt skylt við málefnaleg mótmæli og ég skil eiginlega ekki tilganginn. Hvers vegna má Stöð 2 ekki halda sinn árlega áramótaþátt í friði og því mega forystumenn stjórnmálanna ekki hittast og fara yfir árið með þessum hætti? Hver er tilgangurinn?
![]() |
Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 13:56
Bloggdóni tekinn úr umferð - ábyrgð á orðum
Nú um áramótin taka gildi nýjar reglur í bloggsamfélaginu hér á blog.is. Með þeim er tryggt að ábyrgð fylgir orðum. Ekki er hægt að skrifa bloggfærslur í gegnum mbl.is eða forsíðuna á blog.is nema þar fylgi með nafn og vitað sé hver skrifar. Þetta er auðvitað eðlilegt og ætti ekki að koma nokkrum manni að óvörum. Orðum verða alltaf að fylgja ábyrgð.
31.12.2008 | 10:34
Harkaleg framkoma - táknrænn gjörningur í Tali
Mér finnst þessi framkoma þó mun frekar táknræn en merkileg. Þarna sést eigendavaldið í hnotskurn. Þeim sem fylgja því ekki er kastað út á kaldan klakann.
![]() |
Sagt upp og samningi rift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |