22.4.2008 | 21:28
Sjálfsmark á Anfield - Liverpool í vondum málum
Væntanlega verður Riise ekki vinsælasti maðurinn á Anfield og í stuðningsmannahópi Liverpool á næstu vikum, sérstaklega ef Chelsea nær að komast áfram eingöngu vegna þessara mistaka.
![]() |
Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2008 | 21:00
Nýr meirihluti í Bolungarvík - Grímur missir stólinn
Bolungarvík hefur um áratugaskeið verið eitt traustasta vígi Sjálfstæðisflokksins, enda hafði hann hreinan meirihluta þar í yfir sextíu ár. Flokkurinn klofnaði í Bolungarvík í aðdraganda síðustu kosninga vegna trúnaðarbrests á milli Elíasar og Önnu Guðrúnar Edvardsdóttur, sem fór að lokum í sérframboð og náði inn og felldi þar með meirihlutann. Í kjölfarið myndaði hún meirihluta með vinstriframboði undir forystu Soffíu Vagnsdóttur. Hann hefur nú gefist upp eftir innan við tvö ár, samstarfinu lýkur með deilum um endalokin og hversu mikill trúnaðarbrestur var orðinn milli aðila.
Nú eru Sjálfstæðisflokkurinn og Anna Guðrún að mynda meirihluta. Með því verða væntanlega sættir innan Sjálfstæðisflokksins, enda hefur Anna Guðrún tilheyrt honum og snýr aftur til samstarfs við þá sem hún vann með áður svo lengi. Auðvitað er það ánægjulegt fyrir sjálfstæðismenn alla að þær væringar sem voru til staðar áður heyri sögunni til og hægristjórn komist til valda í sveitarfélaginu. Óska öllum sjálfstæðismönnum þar til hamingju með það.
Elías, verðandi bæjarstjóri í Bolungarvík, er eins og flestir vita sonarsonur Einars Guðfinnssonar, athafnamanns, og því eru Elías og Einar Kristinn Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, bræðrasynir.
22.4.2008 | 18:02
Umdeild ábyrgð á skrifum á Moggablogginu
Sitt sýnist hverjum um lokun vefsíðu Skúla Skúlasonar hér á Moggablogginu. Svolítið sérstakt er að tekið sé frekar á skrifum nafngreinds manns en þeirra sem blogga ómerkilega undir nafnleynd. Vekur það margar spurningar um ritstjórn á kerfinu og hver standardinn er vegna bloggskrifa. Greinilegt er þó að stjórnendur eru ófeimnir við að sýna klærnar og loka án hiks mislíki þeim.
Eitthvað hefur þó staðið á því að mörkuð hafi verið afgerandi stefna vegna bloggskrifa þeirra sem eru nafnlausir. Nafnlausir hafa oft látið mun hvassari ummæli frá sér fara en Skúli þessi. Hann var þó sá maður að standa við skrifin með nafni og var ekki að skrifa um menn og málefni úr launsátri, eins og sumir gera án þess að taka ábyrgð á einu né neinu. En kannski telur Moggabloggið sig geta sótt þá úr fylgsni sínu burtséð frá því.
Þetta mál opnar margar spurningar um Moggabloggið. Það er gott að Mogginn svarar þeim sjálfur með því að sýna að þar er tekið af skarið ef vandamál verða og sýna að þar er virk yfirstjórn. Ég kvarta svosem ekki yfir því. En spurt er um ábyrgð. Meðan að bloggin eru nafnlausin hlýtur ábyrgð þeirra að færast annað. Nafnlaus skrif eru enda dauð og ómerk, sama hversu ómerkileg þau eru. Ef fólk stendur ekki við skoðanir sínar með því grunnatriði að gefa upp hver skrifar eru skoðanirnar harla marklausar og spurt hver vilji bera ábyrgð á þeim.
![]() |
Óánægja með lokun umdeilds bloggs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2008 | 00:38
Á að henda nafnleysingjunum af Moggablogginu?

Ómerkilegu skrifin um sóknarprestinn minn, séra Svavar Alfreð Jónsson, sem mikið hefur verið fjallað um í þessu samhengi dæma sig alveg sjálf. En ekki er hægt að horfa þegjandi á þetta rugl mikið lengur. Hér á Moggablogginu skrifa margir mjög góðir einstaklingar vandað og vel, fjalla um mjög ólík mál. Sumir þeirra eru nafnlausir. Fjarri er að allir nafnleysingjar bloggi ómerkilega, sumir þeirra vanda sig mjög vel og geta notað nafnleyndina heiðarlega og vega ekki að öðrum úr launsátri. En þeir sem það gera eyðileggja fyrir öllum hinum með ómerkilegum skrifum sínum.
Nokkuð er um liðið síðan að ég sá vel að ég gæti ekki verið með galopið kommentakerfi hér. Sumir sem skrifuðu hér á vefinn gengu langt í skítkasti gegn mér persónulega og fóru yfir öll mörk. Eftir nokkurn tíma hér tók ég því þá ákvörðun að loka á alla nema skráða notendur. Það dugði frekar skammt. Eftir að Moggabloggið leyfði að hafa síu yfir kommentakerfinu með því að samþykkja þurfi kommentin tók ég upp það kerfi. Hafði fengið nóg af því að hafa þetta galopið. Eftir að fyrra kerfi hafði verið misnotað of lengi tók ég af skarið og setti á ritstjórn yfir kommentum.
Meginþorri þeirra sem stunduðu ómerkileg skrif og almenn leiðindi voru nafnleysingjar, bæði sem skráðir bloggarar og eins þeir sem ætluðu að spila sig stóra án þess að hafa nokkra innistæðu fyrir því, enda þorðu ekki einu sinni að segja hverjir þeir væru. Sé ég ekki eftir því að setja þessa síu á. Þeir sem geta skrifað af ábyrgð, sýnt allavega lágmarks virðingu, þó oft séu ekki allir sammála um grunnatriði lífsins, fá sín komment hér birt. Skítkast og nafnlaus óþverri fæst ekki birt hér. Hef þó leyft sumum nafnlausum að kommenta hér þrátt fyrir það - þeir sem tala af viti.
Fyrir löngu er kominn tími til að Moggabloggið hendi út nafnleysingjunum ómerkilegu, sem hafa skemmt fyrir þeim hinum sem hafa skrifað nafnlaust en þó ekki misnotað sitt svigrúm með því. En þeim fer fækkandi sem geta gert þetta almennilega.
Ótækt er að fólki undir nafni sé hent út frekar en nafnlausu leiðindaliði sem getur ekkert gert nema skemmt fyrir þessu bloggsamfélagi og skrifar ómerkilega um annað fólk. Þetta þurfa þeir sem stjórna svæðinu hér að gera sér grein fyrir.