Styrkleiki mótmæla og baráttuaðferðirnar

Ég er ekki hissa á því að mótmælin á Austurvelli séu fjölmennari en að undanförnu. Eftir fréttaflutning síðustu dagana af niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og vinnulagið í Landsbankanum í gærkvöldi er eðlilegt að fólk sé reitt og tjái sig. Greinilegt var á netskrifum í dag að sumir mótmælendur á Austurvelli voru mjög ósáttir við að mótmælin höfðu misst damp og voru að verða sífellt fámennari og ómarkvissari. Á einni bloggsíðu sá ég hreinlega ákall um að fólk myndi mæta og styðja mótmælin.

Því er eðlilegt að eitthvað hafi fjölgað en kannski er þetta ekki mikill fjöldi sé miðað við stöðuna í samfélaginu. 10.000 væri virkileg breiðfylking í þessari stöðu. Sumir segja að það séu aðallega vinstri grænir sem fronta mótmælin, sérstaklega þeirra grímulausu. Við sáum að Steingrímur J. varð mjög vandræðalegur í Kryddsíldinni þegar Ingibjörg Sólrún beinlínis sakaði hann um að fronta þennan hóp og bakka hann upp, enda var einn þingmaður VG í áhlaupinu á lögreglustöðina á Hverfisgötu.

Mér finnst greinilegt að flestir séu ósáttir núna við niðurskurðinn sem er að dynja á, einkum í velferðarkerfinu. Sú gremja er mjög skiljanleg. Sjálfur hef ég gagnrýnt harðneskjuna í þeim niðurskurði og enn er níðst á landsbyggðinni í þeim efnum. Slíkt ber að fordæma - því styð ég heilshugar málflutning þeirra sem tala gegn niðurskurðinum. Þar er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur.

Mér finnst eðlilegt að fólk mótmæli. Munur er á þó á málefnalegum mótmælum, þar sem fólk kemur fram undir nafni og er ákveðið í sínum málflutningi, frekar en þeirra sem vilja ekki koma fram undir nafni og gengur þar með lengra en það myndi ella gera.

mbl.is Fjórtándi fundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarnason hættir sem ráðherra

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason hefur nú staðfest að hann er á útleið af ráðherrastóli og þetta sé síðasta kjörtímabil hans í stjórnmálum. Ég tel að eftirsjá verði af Birni. Hann hefur vissulega verið mjög umdeildur, enda alltaf tjáð skoðanir sínar óhikað og ekki verið í neinum vinsældaleik með stöðu sína, heldur látið verkin tala og farið sínar leiðir en ekki annarra. Slíkt ber að virða á þeim tímum þegar hugsjónalaust fólk verður sífellt meira áberandi í pólitík.

Björn hefur líka verið þekktur fyrir vinnusemi sína og heiðarleika. Vefsíða hans er eitt traustasta merki þeirrar vinnusemi, en hann ólíkt mjög mörgum stjórnmálamönnum hefur haldið úti vef af elju og ástríðu allt frá fyrsta degi á meðan að flestir aðrir hafa koðnað niður að loknum kosningum og hætt að skrifa. Ég held að sagan muni dæma vefsíðu Björns bestu íslensku stjórnmálavefsíðuna, enda dekkar hún langan og merkan feril og tíma í íslenskri sögu.

Björn hefur verið í stjórnmálum af lífi og sál eins og verk hans og netskrif sýna vel. Það hefur mátt treysta því að hann hafi skoðanir og láti í sér heyra um hitamál samfélagsins, á meðan að margir aðrir ráðherrar eru mun minna áberandi.

mbl.is Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband