Styrkleiki mótmæla og baráttuaðferðirnar

Ég er ekki hissa á því að mótmælin á Austurvelli séu fjölmennari en að undanförnu. Eftir fréttaflutning síðustu dagana af niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og vinnulagið í Landsbankanum í gærkvöldi er eðlilegt að fólk sé reitt og tjái sig. Greinilegt var á netskrifum í dag að sumir mótmælendur á Austurvelli voru mjög ósáttir við að mótmælin höfðu misst damp og voru að verða sífellt fámennari og ómarkvissari. Á einni bloggsíðu sá ég hreinlega ákall um að fólk myndi mæta og styðja mótmælin.

Því er eðlilegt að eitthvað hafi fjölgað en kannski er þetta ekki mikill fjöldi sé miðað við stöðuna í samfélaginu. 10.000 væri virkileg breiðfylking í þessari stöðu. Sumir segja að það séu aðallega vinstri grænir sem fronta mótmælin, sérstaklega þeirra grímulausu. Við sáum að Steingrímur J. varð mjög vandræðalegur í Kryddsíldinni þegar Ingibjörg Sólrún beinlínis sakaði hann um að fronta þennan hóp og bakka hann upp, enda var einn þingmaður VG í áhlaupinu á lögreglustöðina á Hverfisgötu.

Mér finnst greinilegt að flestir séu ósáttir núna við niðurskurðinn sem er að dynja á, einkum í velferðarkerfinu. Sú gremja er mjög skiljanleg. Sjálfur hef ég gagnrýnt harðneskjuna í þeim niðurskurði og enn er níðst á landsbyggðinni í þeim efnum. Slíkt ber að fordæma - því styð ég heilshugar málflutning þeirra sem tala gegn niðurskurðinum. Þar er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur.

Mér finnst eðlilegt að fólk mótmæli. Munur er á þó á málefnalegum mótmælum, þar sem fólk kemur fram undir nafni og er ákveðið í sínum málflutningi, frekar en þeirra sem vilja ekki koma fram undir nafni og gengur þar með lengra en það myndi ella gera.

mbl.is Fjórtándi fundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vinnubrögðin í Landsbankanum!!!!!!!!!!!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2009 kl. 16:58

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég held að margir hafi gert sér grein fyrir því að við vorum með illa virkandi embættismanna og stofnana kerfi, kannski óhæfa stjórnmálamen að hluta o.fl. sem átti stóran þátt í því að koma okkur í þá slæmu stöðu sem við erum í núna.

Það þarf að nota þetta tækifæri til þess að læra af mistökunum og stokka rækilega upp í því kerfi sem brást.

Það held ég að sé grundvallar ástæðan fyrir því að fólk er ósátt í dag. Það er ekki að sjá neinar breytingar til batnaðar. Upplýsingamiðlun til almennings er skelfilega léleg. Það er ekkert upp á borðinu þrátt fyrir marg ítrekaðar yfirlýsingar ráðamanna um að svo skuli vera.

Ég held að þessi óánægja sé alls ekki bundin við flokka, sjálfur mundi ég telja mig sjálfstæðismann en ég er mjög ósáttur við framistöðu míns flokks og stjórnarinnar í heild eins og fleiri.

Það virðist vanta alla jarðtengingu og skynsemi hjá forystumönnum ríkisstjórnarinnar við þær aðstæður sem nú ríkja. Ég einfaldlega treysti ekki núverandi stjórnvöldum til þess að höndla þann gífurlega vanda sem við er að etja, það hefur sýnt sig svo ekki verður um villst að þau eru ekki vandanum vaxin. Ég held að eina ráðið sé að skipa starfsstjórn með fagfólki til þess að takast á við hann.

Guðmundur Pétursson, 10.1.2009 kl. 17:30

3 identicon

Hvað með það að þingmaður VG hafi verið að mótmæla því óréttlæti sem þessi handtaka var? Ég var þarna líka. Þú getur ekki tengt okkur við áhlaupið á lögreglustöðina sem samanstóð af vinum þess fangelsaða.

Ég var líka á mótmælunum í dag á Austurvelli og það voru svipað margir og seinast. Mér finnst of fáir. Íslendingar eru sofandi.

ari (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband