Lottóhamingjan í skugga kreppunnar

Vonandi hefur lottóvinningur kvöldsins farið á góða staði. Annars er staðan í þjóðfélaginu þannig að flestir væru í þörf fyrir tæpar 20 milljónir. Annars er það alltaf smekksatriði hverjir þurfa á slíkum fjárfúlgum að halda og hvar það verður virkilega að traustri fótfestu í lífið.

Hlýtur að hafa gríðarleg áhrif á lífsstandardinn að taka svona stóran pott og vonandi mun verða vel haldið utan um það. Vona að viðkomandi fylgi ekki algjörlega eftir lífsstandard Lýðs Oddssonar, lottóvinningshafa í túlkun Jóns Gnarr, í lottóauglýsingunum.

En annars; hvað varð um auglýsingarnar með Lýði. Þóttu þær ekki lengur vænlegar til að kynna lottóið í kreppunni? Verða kannski gerðar aðrar auglýsingar með honum til að sýna að hann hafi ekki farið vel út úr kreppunni?

mbl.is Þrír með allar tölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég fékk því miður ekki vinninginn.   Ég sem var farinn að sjá að þetta væri ágætis útborgun í nýja einkaflugvél.

Offari, 11.1.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband