17.1.2009 | 17:08
Ólíkar raddir fólksins ná ekki saman að tjá sig
Innst inni er ég ánægður með að ekki tókst að eyðileggja fyrir þeim sem hafa komið saman og mótmælt á Austurvelli. Þeir sem ætluðu að vera á sama stað á sama tíma með mótmæli hljóta að geta fundið sér annan tíma og eigin tækifæri til að tjá sig, þó reyndar sé merkilegt að þessar raddir hafi ekki getað átt samleið á sama vettvangi. Ég velti fyrir hvað ráði því, annað en egó sumra manna, að allar raddir þeirra sem vilja tjá sig um stöðuna í samfélaginu geti ekki átt samleið.
Ég hef alltaf verið mjög hlynntur því að þeir sem hafa skoðun og vilja til að tala í þessu ástandi þjóðarinnar hafi sinn farveg til þess og geti mótmælt ef þeir vilja, en þó þannig að það sé gert málefnalega og fólk gefi upp nafn og númer, eins og sagt er. Þeir sem vilja og hafa virkilega eitthvað fram að færa hljóta að geta farið þá leið og talað af ábyrgð. Þó ég sé ekki sammála öllum röddunum finnst mér margt gott hafa komið úr þessu, t.d. borgarafundirnir í Háskólabíó.
Verst af öllu er að einhverjir séu gagngert í einhverjum undarlegum hernaði gegn þeim sem vilja tjá sig og hafa gert það með þessum heiðarlega hætti, eins og á Austurvelli. Þetta fólk á að geta fengið að vera í friði. En það er samt sem áður merkilegt að þessar raddir geti ekki náð samhljómi, einhvers konar átök séu þar á milli. En kannski er staðreyndin einmitt sú að þar ræður eitthvað annað en málstaðurinn.
Ég hef alltaf verið mjög hlynntur því að þeir sem hafa skoðun og vilja til að tala í þessu ástandi þjóðarinnar hafi sinn farveg til þess og geti mótmælt ef þeir vilja, en þó þannig að það sé gert málefnalega og fólk gefi upp nafn og númer, eins og sagt er. Þeir sem vilja og hafa virkilega eitthvað fram að færa hljóta að geta farið þá leið og talað af ábyrgð. Þó ég sé ekki sammála öllum röddunum finnst mér margt gott hafa komið úr þessu, t.d. borgarafundirnir í Háskólabíó.
Verst af öllu er að einhverjir séu gagngert í einhverjum undarlegum hernaði gegn þeim sem vilja tjá sig og hafa gert það með þessum heiðarlega hætti, eins og á Austurvelli. Þetta fólk á að geta fengið að vera í friði. En það er samt sem áður merkilegt að þessar raddir geti ekki náð samhljómi, einhvers konar átök séu þar á milli. En kannski er staðreyndin einmitt sú að þar ræður eitthvað annað en málstaðurinn.
![]() |
Fjöldi manns á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2009 | 15:20
Mótmæli gegn mótmælum - afrek í samskiptaleysi
Ég held að það sé allt að því einsdæmi að boðað sé til mótmæla til að mótmæla öðrum slíkum. Slíkt mun þó vera að fara að gerast á Austurvelli. Ætli þetta sé ekki afrek í samskiptaleysi á milli fylkinganna. Greinilegt er að þeir sem hafa verið með mótmælin og borgarafundina hafa sniðgengið Ástþór með þeim hætti að hann er kominn í herferð gegn þeim.
Veit ekki hvort að þetta ætti að koma á óvart eftir fyrri núninga á milli fylkinganna, en mér finnst það samt merkilegt að svona sé komið að mótmælahópar séu komnir í innbyrðis slag um egóið.
Snýst þetta nokkuð um annað en egó einhverra á báða bóga?
Veit ekki hvort að þetta ætti að koma á óvart eftir fyrri núninga á milli fylkinganna, en mér finnst það samt merkilegt að svona sé komið að mótmælahópar séu komnir í innbyrðis slag um egóið.
Snýst þetta nokkuð um annað en egó einhverra á báða bóga?
![]() |
Nýta lýðræðislegan rétt sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2009 | 15:17
Þjóðhetjan Sullenberger - frændi Jóns Geralds?
Á einni nóttu varð flugstjórinn Chelsey B. Sullenberger þjóðhetja í Bandaríkjunum. Stofnaðir hafa verið aðdáendahópar um hann á facebook og talað mjög vel um afrek hans. Auðvitað er þetta mikið afrek. Sumir segja að þetta sé fádæma heppni og hafa dregið úr afrekinu. Mér er alveg sama hvað sumir segja. Mér finnst það mikið afrek að ná að lenda vélinni svo vel og tryggja að allir sem um borð voru lifðu slysið af. Þessi nauðlending er eitt afrekanna í flugsögu síðustu ára, alveg hiklaust.
Ættarnafnið er samt mjög kunnuglegt. Ætli að þetta sé frændi Jóns Geralds?
Ættarnafnið er samt mjög kunnuglegt. Ætli að þetta sé frændi Jóns Geralds?
![]() |
Ólík viðbrögð í nauðlendingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2009 | 01:10
Hættulegt fikt
Þeir mega teljast heppnir strákarnir í Grindavík að ekki fór verr. Samt er það alltaf ömurlegt að heyra fréttir af því í flugeldasölutíðinni að ungmenni fikta með flugelda og setja sig í mikla hættu, gera sér oft ekki grein fyrir henni og velta ekki fyrir sér áhættuhliðum þess að fikta. Þrátt fyrir allt kynningarstarfið við að tala um þessa hættu gerast slysin og oft eru þau mjög alvarleg og geta sett mark á þann sem verður fyrir alla tíð.
Ég veit af nokkrum dæmum þess þar sem slíkt fikt hefur leitt til sjónmissis og álíka alvarlegra áverka. Alveg ömurlegt að sjá ungt fólk leika sér að slíku og taka áhættuna og þurfa að sjá eftir því alla tíð.
Ég veit af nokkrum dæmum þess þar sem slíkt fikt hefur leitt til sjónmissis og álíka alvarlegra áverka. Alveg ömurlegt að sjá ungt fólk leika sér að slíku og taka áhættuna og þurfa að sjá eftir því alla tíð.
![]() |
Voru að útbúa heimatilbúna sprengju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)