Þjóðhetjan Sullenberger - frændi Jóns Geralds?

Á einni nóttu varð flugstjórinn Chelsey B. Sullenberger þjóðhetja í Bandaríkjunum. Stofnaðir hafa verið aðdáendahópar um hann á facebook og talað mjög vel um afrek hans. Auðvitað er þetta mikið afrek. Sumir segja að þetta sé fádæma heppni og hafa dregið úr afrekinu. Mér er alveg sama hvað sumir segja. Mér finnst það mikið afrek að ná að lenda vélinni svo vel og tryggja að allir sem um borð voru lifðu slysið af. Þessi nauðlending er eitt afrekanna í flugsögu síðustu ára, alveg hiklaust.

Ættarnafnið er samt mjög kunnuglegt. Ætli að þetta sé frændi Jóns Geralds?

mbl.is Ólík viðbrögð í nauðlendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Jón Gerald Sullenberger, eða hvað hann heitir sá ágæti maður, heldur því fram að þetta sé frændi sinn. Þetta nafn eigi uppruna sinn í Lancaster í Pensylvaniu og það séu einugir fáir tugir manna sem bera þetta eftirnafn í USA. En þetta er klárlega afrek hjá þessum manni og óþarfi að draga neitt úr því, þó að sjálfsögðu þurfi að hafa verið heppni með í spilinu, t.d. lítil umferð báta og ferja á þessu svæði sem vélin lenti, veðurlag og ýmsir fleiri þættir.

Gísli Sigurðsson, 17.1.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband