21.1.2009 | 22:06
Stjórnin að falla - frumkvæðið að endalokunum
Enginn vafi leikur lengur á að ríkisstjórnin er að falla - varla langt eftir af líftíma hennar. Stemmningin fyrir utan og inni á flokksfundi Samfylkingarinnar segir allt sem segja þarf og það er fjarstæðukennt hjá Geir Haarde, forsætisráðherra, að tala eins og ríkisstjórnin sé heilsteypt og traust. Stóra spurningin er nú hvor flokkurinn muni hafa frumkvæðið að endalokunum og hversu fljótt boðað verði til þingkosninga í kjölfarið. Ég tel blasa við að þingkosningar verði í apríl eða maí, slíkt verður ekki stöðvað úr þessu.
Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með ummæli Geirs í kvöld og finnst það vera eins og veruleikafirring að tala og láta líta út fyrir sem að allt sé í himnalagi og hægt verði að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Ríkisstjórnin hefur oft verið tæp, í raun aldrei heilsteypt, en nú eru endalokin greinilega í augsýn. Áframhaldandi mótmæli af þessu tagi og skiljanleg krafa almennings að einhver framtíðarsýn sé mótuð og talað til fólks af viti, mun ekki enda öðruvísi en með því að kjósendur fái umboðið í sínar hendur.
Sjálfur hef ég margoft verið óánægður með þessa ríkisstjórn og verið ósáttur - eiginlega langt síðan ég hætti að styðja hana af hugsjón og áhuga. Margir þættir hafa orðið til þess og þeir sem lesa bloggið vita örugglega af skoðun minni á ríkisstjórninni. Eftirmæli hennar verða því miður að hafa sofið á verðinum og látið sem ekkert væri að gerast þegar þörf var á öflugri forystu og traustum vinnubrögðum. Fálmkennd vinnubrögðin verður það sem flestir minnast þegar hugsað verður til þessa tíma, því miður.
Eitt veigamikið vandamál nú, þegar allt riðar til falls og kjósendur sækja að kjörnum fulltrúum og embættismönnum með orðum og aktívisma, er að límið í ríkisstjórn landsins er ekki lengur til staðar. Formaður annars stjórnarflokksins er greinilega mikið veik og ekki fær um að gegna störfum sínum áfram og hinn formaðurinn virðist vera orðinn lokaður af og átta sig ekki á raunveruleikanum sem er að gerast. Þetta eru ill örlög einnar ríkisstjórnar.
Kosningabaráttan er greinilega að hefjast. Þar verður horft til uppstokkunar í stjórnmálum og reynt að byggja upp aftur á því sem aflaga fór áður. Þar hlýtur hagur þeirra sem eru nýjir og hafa lausnir að vera vænlegur en um leið hljóta þeir að fara af sporinu sem hafa engar lausnir og upphrópanir sem eru verðlausar út af fyrir sig.
Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með ummæli Geirs í kvöld og finnst það vera eins og veruleikafirring að tala og láta líta út fyrir sem að allt sé í himnalagi og hægt verði að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Ríkisstjórnin hefur oft verið tæp, í raun aldrei heilsteypt, en nú eru endalokin greinilega í augsýn. Áframhaldandi mótmæli af þessu tagi og skiljanleg krafa almennings að einhver framtíðarsýn sé mótuð og talað til fólks af viti, mun ekki enda öðruvísi en með því að kjósendur fái umboðið í sínar hendur.
Sjálfur hef ég margoft verið óánægður með þessa ríkisstjórn og verið ósáttur - eiginlega langt síðan ég hætti að styðja hana af hugsjón og áhuga. Margir þættir hafa orðið til þess og þeir sem lesa bloggið vita örugglega af skoðun minni á ríkisstjórninni. Eftirmæli hennar verða því miður að hafa sofið á verðinum og látið sem ekkert væri að gerast þegar þörf var á öflugri forystu og traustum vinnubrögðum. Fálmkennd vinnubrögðin verður það sem flestir minnast þegar hugsað verður til þessa tíma, því miður.
Eitt veigamikið vandamál nú, þegar allt riðar til falls og kjósendur sækja að kjörnum fulltrúum og embættismönnum með orðum og aktívisma, er að límið í ríkisstjórn landsins er ekki lengur til staðar. Formaður annars stjórnarflokksins er greinilega mikið veik og ekki fær um að gegna störfum sínum áfram og hinn formaðurinn virðist vera orðinn lokaður af og átta sig ekki á raunveruleikanum sem er að gerast. Þetta eru ill örlög einnar ríkisstjórnar.
Kosningabaráttan er greinilega að hefjast. Þar verður horft til uppstokkunar í stjórnmálum og reynt að byggja upp aftur á því sem aflaga fór áður. Þar hlýtur hagur þeirra sem eru nýjir og hafa lausnir að vera vænlegur en um leið hljóta þeir að fara af sporinu sem hafa engar lausnir og upphrópanir sem eru verðlausar út af fyrir sig.
![]() |
Samþykktu ályktun um stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.1.2009 | 18:29
Ríkisstjórn í andaslitrunum - uppgjör framundan
Ekki þarf stjórnmálasérfræðing til að sjá að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er að ljúka, eða er svo stórlega skaddað að það endist ekki mikið lengur. Traustið er horfið úr samstarfinu og fólkið í landinu er að snúast gegn henni. Ég hef lengi verið efins um þessa ríkisstjórn og græt hana svosem ekki, þó ég vonaði að hún gæti staðið í lappirnar fram að kosningum einhverntímann á þessu ári. Væntanlega ráðast þau örlög fljótlega, þó ég telji hana í raun feiga að nafninu til.
Framtíðin er óljós. Mikið er talað um myndun rauðgrænnar stjórnar. Ef vinstriflokkarnir telja sig ráða við ástandið betur og gætu tekið af skarið verður það að ráðast. Ég hef aldrei verið mjög hrifinn af vinstristjórnum, enda sagan ekki beint þeim hliðholl. Þær hafa sjaldan staðið undir sér nema um skamman tíma og oftast endað í upplausn og fylkingamyndunum. Mér finnst eðlilegast gefist þessi stjórn upp að kosningum verði flýtt eins og mögulegt má vera og það verður ekki umflúið.
Ég tel að menn hefðu betur farið að ráðum Davíðs Oddssonar í vetur og myndað þjóðstjórn þegar eftir bankahrunið eða allavega tryggt samstöðu stjórnmálanna um verkin. Slíkt var ekki gerist og dæmist sem mikil pólitísk mistök. Davíð mat stöðuna þá rétt. Mér hugnast betur að fá utanþingsstjórn ef þessi gefst upp. Ef stærstu flokkar landsins geta ekki leitt þjóðina á að fá utanaðkomandi menn að verkinu.
Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn er ég kominn á þá skoðun að þar verði að taka duglega til í forystunni og sýna nýja ásýnd á landsfundi í næstu viku. Slíka stefnu þarf að móta í aðdraganda kosninga og gefa fólki tækifæri til að velja nýja ásýnd flokksins í kosningunum sem verða fyrr en síðar.
Framtíðin er óljós. Mikið er talað um myndun rauðgrænnar stjórnar. Ef vinstriflokkarnir telja sig ráða við ástandið betur og gætu tekið af skarið verður það að ráðast. Ég hef aldrei verið mjög hrifinn af vinstristjórnum, enda sagan ekki beint þeim hliðholl. Þær hafa sjaldan staðið undir sér nema um skamman tíma og oftast endað í upplausn og fylkingamyndunum. Mér finnst eðlilegast gefist þessi stjórn upp að kosningum verði flýtt eins og mögulegt má vera og það verður ekki umflúið.
Ég tel að menn hefðu betur farið að ráðum Davíðs Oddssonar í vetur og myndað þjóðstjórn þegar eftir bankahrunið eða allavega tryggt samstöðu stjórnmálanna um verkin. Slíkt var ekki gerist og dæmist sem mikil pólitísk mistök. Davíð mat stöðuna þá rétt. Mér hugnast betur að fá utanþingsstjórn ef þessi gefst upp. Ef stærstu flokkar landsins geta ekki leitt þjóðina á að fá utanaðkomandi menn að verkinu.
Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn er ég kominn á þá skoðun að þar verði að taka duglega til í forystunni og sýna nýja ásýnd á landsfundi í næstu viku. Slíka stefnu þarf að móta í aðdraganda kosninga og gefa fólki tækifæri til að velja nýja ásýnd flokksins í kosningunum sem verða fyrr en síðar.
![]() |
Ekki á kosningabuxunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 15:03
Allt á suðupunkti - mun fólk beita ofbeldi?
Mér finnst það mjög alvarlegt mál þegar mótmælendur eru farnir að beita hreinu ofbeldi gegn pólitískri forystu landsins og hætta að láta orðin tala og þess í stað hnefana og aflsmuni sína. Kannski er þetta til marks um óánægju og reiði fólks en þegar farið er að beita ofbeldi er mjög stutt í að þetta verði að hreinum óeirðum milli lögreglu og mótmælenda. Ég held að mjög stutt sé í að gengið verði mjög langt á báða bóga og þetta fari allt úr böndunum. Ofbeldið virðist það sem blasir við nú.
Hitt er svo annað mál að pólitísk upplausn er í landinu. Ríkisstjórnin stendur mjög veikt. Ég skynja mikla óánægju með veika forystu hennar á þeim tímum þegar við verðum að hafa styrka forystu og taka alvöru ákvarðanir. Hún stendur ekki í lappirnar og er að bugast, einkum af innanmeinum sem hafa verið til staðar mjög lengi en verið haldið niðri með samstöðu formanna flokkanna. Formaður annars flokksins er veik og fjarri sviðinu. Allt getur því gerst.
Hitt er svo annað mál að pólitísk upplausn er í landinu. Ríkisstjórnin stendur mjög veikt. Ég skynja mikla óánægju með veika forystu hennar á þeim tímum þegar við verðum að hafa styrka forystu og taka alvöru ákvarðanir. Hún stendur ekki í lappirnar og er að bugast, einkum af innanmeinum sem hafa verið til staðar mjög lengi en verið haldið niðri með samstöðu formanna flokkanna. Formaður annars flokksins er veik og fjarri sviðinu. Allt getur því gerst.
![]() |
Mótmælendur umkringdu Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 06:59
Stjórnleysisástand á Austurvelli
Miðað við lýsingar af nóttinni í mótmælunum á Austurvelli minnir ástandið helst á útihátíðarstemmningu þar sem frjálsræðið er algjört og stjórnleysið eitt við völd. Reiðin og gremjan leiðir fólk áfram. Þegar farið er að hlaða bálkesti úr jólatré, trébekkjum og ruslatunnum við styttu Jóns Sigurðssonar eins og sést á fréttamyndum er örugglega ekki langt þangað til ófriðarbál kviknar fyrir alvöru. Held að ástæða sé til að óttast hvað muni gerast í dag. Haldi þetta áfram með svipuðum hætti getur þetta endað með hreinum óeirðum sem verða mun alvarlegri en voru í gær.
Nú verður fróðlegt að sjá hvað lögreglan mun ganga langt ef allt verður á suðupunkti síðar í dag.
Nú verður fróðlegt að sjá hvað lögreglan mun ganga langt ef allt verður á suðupunkti síðar í dag.
![]() |
Mótmæli fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 00:49
Eru mótmælin ekki farin að ganga of langt?
Eru mótmælin á Austurvelli ekki farin að ganga of langt þegar jólatréð er fellt og það brennt á báli á staðnum? Þó reiðin sé mikil og gremjan sennilega ekki síður þung fyrir þá sem eru þarna er þetta ekki of langt gengið? Og þó, kannski er þetta fyrirboði um að fólk ætli ekki að fara neitt og muni halda til fyrir utan þinghúsið á næstu dögum. Ef þetta stefnir í það er spurt um hversu lengi það sé tilbúið til að vera þar fyrir þann málstað sem það berst fyrir.
Mér sýnist þessi mótmæli vera orðin stjórnlaus og þokist áfram frekar spontant frekar en vera skipulögð og ákveðin. Reiðin ber fólk ofurliði og það fer alla leið á þeirri gremju sem býr í því. Miðað við viðtölin í tíufréttum og stemmninguna sem var hjá því er varla við því að búast að skynsemin sé við völd í baráttunni. Þetta er að stefna í eitthvað meira en mótmæli, þetta er að verða að hreinni árás á allt stjórnkerfið og virðist valdi þar beitt af öllu afli.
Morgundagurinn verður örugglega átakadagur eins og sá sem nú er liðinn. Mér sýnist engin mörk á því hvað geti gerst og væntanlega verður ofbeldið meira en í dag ef fram heldur sem horfir. Nú reynir á hvað lögreglan og stjórnvöld eru tilbúin til að gera til að verja þinghúsið. Mér sýnist þetta vera að þokast mjög á verri veg.
Mér sýnist þessi mótmæli vera orðin stjórnlaus og þokist áfram frekar spontant frekar en vera skipulögð og ákveðin. Reiðin ber fólk ofurliði og það fer alla leið á þeirri gremju sem býr í því. Miðað við viðtölin í tíufréttum og stemmninguna sem var hjá því er varla við því að búast að skynsemin sé við völd í baráttunni. Þetta er að stefna í eitthvað meira en mótmæli, þetta er að verða að hreinni árás á allt stjórnkerfið og virðist valdi þar beitt af öllu afli.
Morgundagurinn verður örugglega átakadagur eins og sá sem nú er liðinn. Mér sýnist engin mörk á því hvað geti gerst og væntanlega verður ofbeldið meira en í dag ef fram heldur sem horfir. Nú reynir á hvað lögreglan og stjórnvöld eru tilbúin til að gera til að verja þinghúsið. Mér sýnist þetta vera að þokast mjög á verri veg.
![]() |
Jólatréð brennt á bálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |