Friðsamleg mótmæli

Ég er ánægður með að þeir sem halda áfram að mótmæla séu friðsamlegir og hafi málefnalega baráttu að leiðarljósi. Slíkt ber að virða, enda er eðlilegt að þeir sem hafi skoðanir tjái þær. Nú þegar kosningar eru í augsýn og augljóst að þjóðin fær umboð til að breyta eins og hún vill, leiða það ferli af myndugleik er samt mikilvægt að baráttan færist á annað stig. Nú þarf að tala í lausnum og tala við fólk með málefnalegum og traustum hætti.

Umboðið er alltaf þjóðarinnar. 9. maí verður væntanlega sá laugardagur sem verður lykildagurinn í því ferli að allir hafi sína skoðun og tjái hana. Í aðdraganda þess þarf þó að fara úr skotgröfunum og tala til fólks í lausnum og vera einbeittir í málefnalegum slag. Við kjósendur eigum ekki annað skilið. Upphrópanir koma okkur ekki spönn í þessu ástandi.

mbl.is Áfram mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingarvert hjá Herði að biðja Geir loks afsökunar

Ég fagna því að Hörður Torfason hafi beðið Geir H. Haarde, forsætisráðherra, loksins afsökunar á mjög óviðeigandi ummælum um veikindi hans. Þetta var mjög óheppilega orðað hjá Herði og ég tel að öllum hafi blöskrað hvernig hann tjáði sig, hvort sem þeir séu stuðningsmenn Geirs eður ei í pólitísku starfi. Slíkt er algjört aukaatriði, enda eigum við ekki að tala svona um þá greinst hafa með illkynja mein og þurfa að horfast í augu við baráttu, enda er krabbameinsgreining alltaf barátta fyrir þá sem greinast og fjölskyldu viðkomandi.


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósvífni hjá Herði Torfa - ómerkileg vörn

Ég er alveg undrandi á því að Hörður Torfason hafi ekki beðið afsökunar á mjög óviðeigandi ummælum sínum um Geir Haarde í gær. Þau voru mjög ósvífin og eiginlega finnst mér vörnin hans mjög veikburða. Hann greinilega er á miklum flótta frá málinu og getur ekki sýnt af sér neinar mannlegar tilfinningar og bakkað með ummælin eða viðurkennt hversu röng þau voru.

Hörður núllaði sig út með þeim sem talsmaður mótmæla og einhverrar fjöldahreyfingar. Einmitt þess vegna taldi ég að hann myndi beygja af leið og viðurkenna alvarleg mistök sín. Mjög dapurlegt að hann hafi ekki skynsemi að leiðarljósi og klári málið með sóma. Eftir þetta er hann því miður algjörlega ómarktækur í hlutverki sínu.


mbl.is Greinilega snúið út úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband