Friðsamleg mótmæli

Ég er ánægður með að þeir sem halda áfram að mótmæla séu friðsamlegir og hafi málefnalega baráttu að leiðarljósi. Slíkt ber að virða, enda er eðlilegt að þeir sem hafi skoðanir tjái þær. Nú þegar kosningar eru í augsýn og augljóst að þjóðin fær umboð til að breyta eins og hún vill, leiða það ferli af myndugleik er samt mikilvægt að baráttan færist á annað stig. Nú þarf að tala í lausnum og tala við fólk með málefnalegum og traustum hætti.

Umboðið er alltaf þjóðarinnar. 9. maí verður væntanlega sá laugardagur sem verður lykildagurinn í því ferli að allir hafi sína skoðun og tjái hana. Í aðdraganda þess þarf þó að fara úr skotgröfunum og tala til fólks í lausnum og vera einbeittir í málefnalegum slag. Við kjósendur eigum ekki annað skilið. Upphrópanir koma okkur ekki spönn í þessu ástandi.

mbl.is Áfram mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband