Mun Geir nota þingrofsvaldið í stöðunni?

Í viðtali nú á sjöunda tímanum sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, að hann myndi ekki afsala sér þingrofsvaldinu. Þetta er merkilegt útspil - enda felst í því að Geir muni slíta stjórnarsamstarfinu og rjúfa þing og boða til kosninga innan 45 daga áður en Samfylkingin tekur eitthvað slíkt skref. Hann tók það sérstaklega fram að valdið væri sitt og myndi ekki láta það af hendi. Mér finnst það gefa til kynna að það sé uppi á borðinu í samtölum innan Sjálfstæðisflokksins.

Miðað við stöðuna er þessi ríkisstjórn allt að því fallin og ekkert traust eftir. Mér finnst greinilegt að brugðið getur til beggja vona. Sjálfstæðisflokkurinn getur bundið enda á samstarfið ef allt fer á versta veg og á þá í þeirri stöðu að rjúfa strax þing.


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinsun í Fjármálaeftirliti - efinn um Seðlabanka

Ég tel að það sé farsæl ákvörðun að láta yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins fara. Jónas Fr. fær samt enn rúman mánuð til verka. Farsælla hefði verið að láta hann hætta um mánaðarmót. Yfirmönnum í FME varð á mikil mistök í bankahruninu og eftirmálum þess - hafa ekki notið trausts að undanförnu. FME sem megineftirlitsaðili stóð sig ekki nógu vel. Hvort um sé að kenna ekki nógu fjármagni eða of miklum starfsmannabreytingum má deila.

Þessi meginstoð stóðst altént ekki þegar á reyndi. Svo fer sem fer. Þessar ákvarðanir hefði mátt taka fyrir nokkru, en þeim ber samt sem áður að fagna. Ég er reyndar hissa á hversu pólitísk ábyrgð dagsins fer illa í sumu. Þegar pólitísk ábyrgð er virkjuð halda sumir áfram að nöldra og láta eins og hún sé afleit. Stundum er umræðan óskiljanleg.

Efasemdin er nú um Seðlabankann. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins verða að meta næstu skref vel og taka sínar ákvarðanir. Ég tel að ákvörðun um áframhaldandi stjórnarsamstarf verði um hvort kenna eigi forystu bankans um það sem aflaga fór eða verja hana. Ekki er nokkur spurning um að fyrr en síðar mun þar fara fram uppstokkun.


mbl.is Jónas hættir 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin á bláþræði - skilyrðin fyrir samstarfi

Ég get ekki betur séð en ríkisstjórnin hangi á bláþræði og standi mjög illa. Greinilegt er að ekki náðist samstaða um næstu skref á fundi leiðtoga samstarfsflokkanna áðan en reynt áfram að hugleiða næstu skref. Væntanlega mun framhaldið ráðast af því hvort hægt verði að ná samstöðu um næstu skref, móta hundrað daga plan og byggja traust á milli flokkanna um aðgerðir. Þetta samstarf er andvana fætt í framhaldinu ef ekki tekst að semja nýjan stjórnarsáttmála og marktæka aðgerðaráætlun.

Síðustu vikuna hef ég skynjað mikla þreytu með þetta samstarf, ekki síður innan Sjálfstæðisflokksins. Í þeim samtölum sem ég hef átt hef ég fundið fyrir því hversu erfitt sé fyrir flokkana að ná saman um breytingar og nýja framtíðarsýn. Mikilvægt er að öðlast slíkt framhald eigi þetta að geta gengið. En svo verður að ráðast hvort einhver áhugi sé eftir fyrir samstarfi, það verður þó að vera naglfast til hundrað daga hið minnsta og ná samstöðu um einhverjar breytingar.

Ég er sammála Geir um að það verður að passa vel upp á næstu hundrað daga. Því er þjóðstjórn sennilega besti kosturinn í stöðunni, ná samstöðu allra flokka og binda enda á pólitískan glundroða með markvissum áherslum og samstöðu allra flokka. Davíð Oddsson lagði þetta til þegar í haust, við dræmar undirtektir. Menn áttu að hlusta betur á þetta þá.

mbl.is Geir: Má ekki missa dampinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgvin bjargar ferlinum - átök við Dag um forystu?

Augljóst er að Björgvin G. Sigurðsson reynir með afsögn sinni sem viðskiptaráðherra að bjarga stjórnmálaferli sínum og eygja von á því að komast í flokksforystu Samfylkingarinnar fyrir næstu þingkosningar. Ég yrði ekki hissa þó afsögnin yrði metin sem skref til að ná flokksformennsku eða varaformennskunni. Hann ætli að koma fram sem siðariddari, sækjast eftir endurkjöri og reyna að endurbyggja feril sinn, halda fast við fyrri metnað að ná metorðum innan Samfylkingarinnar einkum á þeim forsendum. Þetta er úthugsað plott.

Mér finnst merkilegt hvað Ingibjörg Sólrún kemur af fjöllum varðandi afsögn Björgvins G. Finnst það ósannfærandi. Finnst líklegt að þetta sé eitt plott Samfylkingarinnar við að endurbyggja sig. Björgvin hefur kannski tekið atburðarásina í sínar hendur til að ná frumkvæði og væntanlega hefur honum tekist það að stóru leyti. Efinn er þó um hvort hann eigi afturkvæmt í flokksforystu og nái að eiga nýtt upphaf.

Landsfundur Samfylkingarinnar í mars verður eflaust mjög öflugt þing. Sótt verður að varaformanninum og enn óljóst hvort Ingibjörg Sólrún situr áfram. Björgvin er eini þingmaðurinn sem er líklegur til forystuverka og væntanlega vill Björgvin reyna að halda í þá von að taka slaginn við Dag B. Eggertsson, valinn krónprins Ingibjargar, um flokksforystuna eða ella varaformennskuna.

mbl.is Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgvin segir af sér - yfirstjórn FME fer frá

Björgvin G. Sigurðsson
Það er mjög jákvætt skref að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hafi sagt af sér embætti og yfirstjórn og stjórnendur Fjármálaeftirlitsins hafi vikið. Ég hef talað fyrir því í nokkra mánuði að fjármála- og viðskiptaráðherra verði að fara frá og það verði að endurmynda ríkisstjórnina til verka. Mér sýnist það vera í augsýn að algjör uppstokkun verði hjá lykilstofnunum og slíkt er upphafið á ferlinu.

Mikilvægt er að stjórnmálamenn axli ábyrgð á erfiðri stöðu þjóðarinnar. Slíkt er forsenda fyrir nýju upphafi og því að þjóðin öðlist aftur trú á uppbyggingunni. Þeir stjórnmálamenn geta í kjölfarið leitast eftir að endurnýja umboð sitt eða hætta alveg. Þegar er ljóst að Björgvin ætlar að sækjast eftir endurnýju umboði á öðrum forsendum. Slíkt er hans valkostur og fróðlegt að sjá hvernig það gengur.

mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki aðeins of langt gengið?

Mér finnst það nú eiginlega einum of að trufla starfsmenn Seðlabankans á árshátíð sinni sem haldin er í kvöld, en hafði áður verið frestað í nóvember vegna bankahrunsins. Þetta er einum of langt gengið. Eðlilegt er að fólk hafi skoðanir, en eru skilaboðin til starfsfólks þessara stofnana þau að ekki megi skemmta sér eða eiga einhverja góða stund? Hver eru mörkin.

mbl.is Mótmælum hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin í upplausn - gjá milli landshluta

isg aoa
Ég er ekki hissa á því að gjá sé á milli Samfylkingarfólks í afstöðu til ríkisstjórnarinnar og verkefna næstu hundrað dagana, fram að alþingiskosningum. Meiri ábyrgð virðist í tali landsbyggðarfólks í Samfylkingunni en þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Mér finnst margir sem hafa talað og verið mest áberandi innan Samfylkingarinnar síðustu dagana ekki vilja taka ábyrgð á stjórn landsins og hlaupa frá verki á erfiðum tíma, þegar þarf að taka erfiðar ákvarðanir og sýna trausta forystu á umbrotatímum.

Augljóst er að upplausn er innan Samfylkingarinnar á mörgum sviðum. Ingibjörg Sólrún er límið sem heldur flokknum saman. Fjarvera hennar hefur veikt flokkinn. Greinilegt er að Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður, er mjög veikur í sessi og hefur ekki umboð og traust formannsins til að vera staðgengill hennar. Hún valdi hann ekki til ríkisstjórnarsetu fyrir tveim árum í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og í aðdraganda síðustu kosninga þurfti Ágúst að fara í slag við samherja um sætið sem hann vildi.

Ég hef verið að reyna að velta fyrir mér hver Samfylkingin sé í raun. Mjög ólíkir hópar eru innan flokksins og hafa þær fylkingar komið æ betur í ljós að undanförnu. Mér finnst sérstaklega merkilegt hvað flokkurinn er brothættur án Ingibjargar Sólrúnar. Fjarvera hennar hefur afhjúpað veikleika flokksins algjörlega og um leið sýnt hversu mikilvæg hún er flokknum sem forystumaður. Landsfundur flokksins, sem verður væntanlega í mars, verður örugglega merkilegt að því leyti hvað verði um varaformanninn.

Raddir sem ég hef heyrt eru á þá leið að skipt verði um varaformann. Óvissan um pólitíska framtíð Ingibjargar Sólrúnar er enn nokkur en hún heldur opnu að fara í þingkosningarnar í vor ólíkt Geir H. Haarde sem ætlar ekki að taka þátt í stjórnmálum eftir kosningarnar og hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að hann verði í mesta lagi á pólitíska sviðinu fram á vorið. Slík yfirlýsing vekur athygli miðað við veikindi Ingibjargar Sólrúnar en sýnir líka hversu mikilvæg hún er í flokksstarfinu. Hún telji sig ekki geta farið.

Samfylkingin þarf að sýna á næstu dögum hvort flokkurinn ræður við ástandið í þjóðmálum og getur fundið innri frið í komandi átökum, ekki aðeins við aðra flokka heldur innbyrðis. Alls óvíst er að flokkurinn haldi saman um megináherslur og forystuna, sem virðist ekki vera samstíga heldur tala í ólíkar áttir.

mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband