Verður Björn Jörundur rekinn úr Idolinu?

Enginn vafi leikur á því að atburðarás dagsins í fíkniefnamálinu í dag er áfall fyrir Stöð 2 og Björn Jörund Friðbjörnsson. Varla er hægt að sjá nokkra atburðarás þess efnis að hann haldi áfram sem dómari í vinsælum sjónvarpsþætti og verði kynntur til leiks á þeim vettvangi á næstu vikum eftir slíkan skell. Varla þarf sérfræðing til að sjá að hann talar um fíkniefnaviðskipti, enda hefur sjálfur Bubbi Morthens, sem valdi Björn Jörund sem dómari í þáttinn sinn á síðasta ári, talað hreint út um hvað Björn Jörundur meinti.

Stöð 2 hlýtur að hugsa um ímynd sína og trúverðugleika þáttarins þegar þeir hugleiða næstu skref í þessu leiðindamáli.

mbl.is Bíður yfirlýsinga frá Idol-dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur staðfestir hvalveiðaákvörðun Einars

Ég er ekki hissa á því að Steingrímur J. Sigfússon, fjármála- landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hafi staðfest hvalveiðaákvörðun Einars K. Guðfinnssonar. Hann var tilneyddur til að taka þessa ákvörðun, enda þingmeirihluti fyrir hvalveiðum og minnihlutastjórnin gat ekki annað en beygt sig undir þann vilja. Ella hefði eflaust verið lagt fram vantraust á ráðherrann í þinginu til að reyna á stuðning hans þar. Því er ráðherrann ekki fær um neina aðra ákvörðun.

Velti samt fyrir mér hvernig þessi ákvörðun fari í flokksfélaga Steingríms J. og þá Samfylkingarfélaga sem hafa verið hvað andvígastir hvalveiðum. Þetta er niðurlægjandi ákvörðun fyrir þá, en þeir verða að sætta sig við þingmeirihlutann á bakvið hvalveiðar.

mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrræðaleysi í ofbeldis- og eineltismálum í skólum

Mér finnst það mjög alvarlegt mál þegar ráðist er á nemanda í skóla af samnemendum og ekki sé tekið á því með viðeigandi hætti, en það látið dankast og ekkert gert í því. Málið í FSU á Selfossi hlýtur að teljast skólabókardæmi um það hvernig skólayfirvöld eigi ekki að taka á málum. Þegar foreldrar tjá ósætti sitt við fjölmiðla og sjá ástæðu til að kvarta yfir vinnubrögðum yfirstjórnar skólans er ljóst að eitthvað er að. Mér finnst það sjálfsögð krafa að nemendur geti sinnt sínu námi án þess að eiga á hættu árás eða aðkast á skólalóðinni.

Slíkt getur þó gerst því miður og er málið í FSU eitt þeirra alvarlegri. Skólayfirvöld verða þá að geta tekið á málinu af festu og ábyrgð. Í raun ættu að vera einhverjar verklagsreglur og skýr vinnubrögð til staðar í svona málum, enda á að vernda rétt þeirra sem stunda nám eða verða fyrir síendurteknu eða alvarlegu ofbeldi eða einelti af einhverju tagi. Slíkt á ekki að líðast af nokkru tagi.

Gróft ofbeldi og einelti er partur af því sem vinna á gegn í skólum landsins með öllum tiltækum ráðum.

mbl.is Hópur unglinga réðist á einn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband